Kaerleikshvetjandi blogg

mánudagur, janúar 16, 2006

Afbrýðisemi

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir eru listfengnir og geta nýtt sér einfalda hluti til furðulegustu verka. Kelly litla er til að mynda búin að byggja frábært hús úr Kornfleks-pakka. Það er með gluggum, hurð, þaki og strompi, ótúrlega fagurt fyrir eitthvað sem er búið til á svo einfaldan hátt. Þegar við hugsum um lífið og tilveruna þá hvarflar að okkur einn þáttur tilvistar okkar og það er afrbrýði. Það er mikill löstur í fari einstaklinga þegar þeir eru haldnir slíkri firru. Það að álíta að einhver annar taki hlut manns á tilteknum sviðum er í raun fáránlegt. Ef að sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsvilji og sjálfsgeta er rétt þá hvarflar ekki að okkur að efast um eigið ágæti sem gæti meðal annars legið í því að álíta sem svo að einhver annar væri að taka okkar pláss í huga og hjarta, td. þess sem við elskum. Það að unna einhverjum þýðir í raun að við viljum þeim hinum sama allt hið besta og það segir að við myndum aldrei ótilkvött svíkja viðkomandi. Svo að sá sem við elskum þarf í raun ekki að efast um trúmennsku okkar og hollustu ef við teljumst heilbrigð og eðlileg í hugsun og athöfnum. Það er eitthvað mjög heillandi við það að unna annarri persónu og það er eitthvað mjög sérstakt við það að fá tækifæri til að gefa þeim hinum sama allt það besta sem er í sálinni okkar. Ég hunsa afbrýði vegna þess að mér finnst hún lágkúruleg, neikvæð og undirstrika öfugstreymi í sammannlegum samskiptum. Trúmennska á að vera aðall okkar allra og við eigum alls ekki að bregðast hvert öðru. Við eigum að virða og trúa á hvert annað og hvetja áfram á sannan og heiðarlegan hátt. Eigingirni er alltaf tengd afbrýði. Sem þýðir að okkur sem haldin erum slíkri firru, trúum því að við eigum þá sem við elskum, svo að við pössum ´viðkomandi ðoeðlilega, pössum viðkomandi vel og erum nánast á eftir þeim hinum sama af því að við trúum því, því miður að viðkomandi sé alltaf að svíkja okkar. Svik er ekki til í huga þess sem í raun elskar okkur heldur einungis þeim sem er ljóst að nálgast okkur með hálfum huga. Við viljum ef við unnum, gefa allt það besta og fallegasta í okkar sál. Þegar ég er að horfa á snæblettatígur í sjónvarpinu þegar ég skrifa þetta, þá hugsa ég: Skyldi hann kunna að elska á sama hátt og manneskja sem af einlægni tekst á við sannar og góðar tilfinningar.
Hafðu gott kvöld, góða nótt og frábæran morgundag, minnugur þess að það að þrá að gefa annarri manneskju af sjálfri sér, þýðir að við gerum það heilshugar. Annars erum við einskis virði og hyggilegra að losa sig við okkur hið snarasta.
Í Jesú nafni, Amen.
Jóna Rúna.
p.s. sérstök kveðja til Jackson og Dylans og í versta falli til Natalie, Lindu og fleiri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home