Ljóð I
Ævintýri
Hvar er þögn án hafsjós vandræða
er hvolfist yfir án birtu og yls.
Þegar ríkir sorg og sólarleysi
sefur andinn og grætur án orða.
Opnast hugur og horfir inn í tómið
hvergi neins að vænta, bara myrkur.
Allt svo kalt sem krefst vonar og trúar
í krafti elds sem lifir djúpt í sálinni.
Þegar allt er hljótt, hlýr andvari logar
og heitur strýkur grátbólgna kinn trega.
Í heimi hörku og spennu þrífst tæpast
hugur bjartrar sýnar ævintýra án tals.
Óljóst sér og vonar vanmáttug hið góða
er voldugt breiðir faðminn mót skuggum.
Í afkimum dökkar myndir leynast og tifa
er láta hrærast í skjóli eymdar og vonleysis.
Að hafa ótta af vanmætti ógnar
öllum sem lifa í skjóli hryggðar án athafna.
Að finna frelsi er hvatning sem gleður
því frjáls horfir glaðbeitt fram á veg.
Sól bjartsýni og kærleika er sterkt
sigurtákn sem hrífur gleðivana sál.
Að halla sorgbitnu hjarta að þeim
sem hafa styrk sem ornar í kvíða.
Það er fátt sem fæst án vilja
fegnum án leiða depurðar sem lamar.
Ó, að allt verði gott og gefandi
er grípur hið innra og gleður dapra.
Höf. Jóna Rúna Kvaran
Ort á Hjálpræðishernum sunnudaginn 22.janúar 2006
Hugmyndir
Ópin læðast um hugann og hverfa
hægt inn í þögn sálar sem grætur.
Allt svo undurhljótt sem lifir hér
og ekkert sem hvetur eða örvar hugann.
Að horfa í spurn og líta heiminn
er hamingja um stund og yljar.
En óttin kemur og hvergi hlífir
og hönd sorgar umvefur einan.
Það er alltaf spurn hvar hugmyndir eru
sem hvetja áfram veg gleði og vonar.
Kannski í skjóli sem leynist í birtu
sólar opinberast ef beðið er af afli.
Ekki er von á létti í bráð þó ætíð
sé óskað alls sem örvar og hlýjar þreyttum.
Ef skimað er yfir völl undra sem leynast
og ógna þögul þá eflist og magnast vonarvissa.
Án gleði sýna vaknar leiði og líkn
er langt frá þeim heimi sem blasir við.
Ó, að allt verði sem nýtt og notist
án neikvæðis í hafi synda og vondeyfðar.
Ögrandi ógnir vissu um uppgjöf
æpa mót kvíða og drungatrega.
Allt ljómar er litið er lengra fram
á ljóshaf sigra sem blasa við í hryggð.
Ó, að horfa af gleði inn í trúarvissu
er huggun óttaslegnum sem trega.
Ef kvöl er nærri þá kalla á hjálp
og kallið heyrist og allt verður svo bjart.
Höf. Jóna Rúna Kvaran.
Ort á Hjálpræðishernum 29.janúar 2006.
Ævintýri
Hvar er þögn án hafsjós vandræða
er hvolfist yfir án birtu og yls.
Þegar ríkir sorg og sólarleysi
sefur andinn og grætur án orða.
Opnast hugur og horfir inn í tómið
hvergi neins að vænta, bara myrkur.
Allt svo kalt sem krefst vonar og trúar
í krafti elds sem lifir djúpt í sálinni.
Þegar allt er hljótt, hlýr andvari logar
og heitur strýkur grátbólgna kinn trega.
Í heimi hörku og spennu þrífst tæpast
hugur bjartrar sýnar ævintýra án tals.
Óljóst sér og vonar vanmáttug hið góða
er voldugt breiðir faðminn mót skuggum.
Í afkimum dökkar myndir leynast og tifa
er láta hrærast í skjóli eymdar og vonleysis.
Að hafa ótta af vanmætti ógnar
öllum sem lifa í skjóli hryggðar án athafna.
Að finna frelsi er hvatning sem gleður
því frjáls horfir glaðbeitt fram á veg.
Sól bjartsýni og kærleika er sterkt
sigurtákn sem hrífur gleðivana sál.
Að halla sorgbitnu hjarta að þeim
sem hafa styrk sem ornar í kvíða.
Það er fátt sem fæst án vilja
fegnum án leiða depurðar sem lamar.
Ó, að allt verði gott og gefandi
er grípur hið innra og gleður dapra.
Höf. Jóna Rúna Kvaran
Ort á Hjálpræðishernum sunnudaginn 22.janúar 2006
Hugmyndir
Ópin læðast um hugann og hverfa
hægt inn í þögn sálar sem grætur.
Allt svo undurhljótt sem lifir hér
og ekkert sem hvetur eða örvar hugann.
Að horfa í spurn og líta heiminn
er hamingja um stund og yljar.
En óttin kemur og hvergi hlífir
og hönd sorgar umvefur einan.
Það er alltaf spurn hvar hugmyndir eru
sem hvetja áfram veg gleði og vonar.
Kannski í skjóli sem leynist í birtu
sólar opinberast ef beðið er af afli.
Ekki er von á létti í bráð þó ætíð
sé óskað alls sem örvar og hlýjar þreyttum.
Ef skimað er yfir völl undra sem leynast
og ógna þögul þá eflist og magnast vonarvissa.
Án gleði sýna vaknar leiði og líkn
er langt frá þeim heimi sem blasir við.
Ó, að allt verði sem nýtt og notist
án neikvæðis í hafi synda og vondeyfðar.
Ögrandi ógnir vissu um uppgjöf
æpa mót kvíða og drungatrega.
Allt ljómar er litið er lengra fram
á ljóshaf sigra sem blasa við í hryggð.
Ó, að horfa af gleði inn í trúarvissu
er huggun óttaslegnum sem trega.
Ef kvöl er nærri þá kalla á hjálp
og kallið heyrist og allt verður svo bjart.
Höf. Jóna Rúna Kvaran.
Ort á Hjálpræðishernum 29.janúar 2006.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home