Kaerleikshvetjandi blogg

laugardagur, janúar 14, 2006

Stundum er það í lífinu að við höldum að einhver sé að troða sér inní aðstæður okkar og ætli sér að hafa áhrif á þær í gegnum þriðja aðilann. Þá er þessi aðili sá sem við erum hrifin af kannski. Ef að við erum heilluð af einhverjum, þá er dálítið alvarlegur hlutur ef að við álítum að sá hinn sami sé að svíkja okkur með þriðja aðila. Ég vil benda kurteislega á það að slík tiltrú á sér rætur í ofsafengnu oöryggi, ósjálfstæði og sjálfstraustsleysi þess sem efast. Það að álíta stöðugt að einhver þriðji aðili sé að trufla samband sem maður á við tiltekna persónu, er vísbending um ótrúlegar efasemdir um eigið ágæti, sem er sorglegt því að slíkt framkaalar alls kynd ranghugmyndir, efasemdir og hvers kyns óstðugleika hið innra. Það er eiithvað mjög afbrigðilegt við það að hafa svo litla trú á eigið ágæti, að álíta það nánast reglu að enhver hafi þörf fyfir að trufla og taka frá okkur þann sem við erum hrifin af. Ef svo hugmyndir okkar um slíka órþurft liggja meðal annars í því að sá seki er giftur, þá vil ég benda á það að við tökum ekki giftan aðila og germ að okkar eigin. Það er svíkja hvert annað er alrangt. Það að ágirnast þann sem er giftur er ekkki bara rangt, heldur svo rangt að slíkt á ekki að fyrirgefa heldur hunsa sem gróft brot atferlis sem er bæði sóðalegt, ömurlegt og aðfinnsluvert og verður aldrei fyrirgefið því að við bara hreinlega snertum ekki þá sem eru fráteknir og aðrir eiga og tala nú ekki um að eru lagalega tengdir viðkomandi. Slíkt er ófyrirgefanlegt, óásættanlegt og ömurlegt og alls ekki til eftirbreytni og ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Við eigum einunigs að elska þá og þrá andlega sem líkamlega, sem eru ófráteknir, ógiftir og fullkomlega lausir og liðugir og engum háðir með neinum hætti. Ef að hugsun okkar snýst upp í þráhyggju sem tengist ótta okkar við að þriðji aðili sé að stela frá okkur þeim sem við elskum, þá þarf að uppræta slíkt. Því að viðlíka þráhuggja getur eflst og styrksts og magnast við það líf sem við gefum viðlíka firru vandræða sem venjulegast, ef um slíkt atferli er að ræða, á sér rætur í okkar eigin hugsun, því að framhjáhald hvers kyns, er sem betur fer frekar sjaldgæft og ef að slíkt gerist þá á hugsun okkar ekki að verða þráhyggjukennd gagnvart viðlíka, heldur eigum við einfaldlega að hunsa þá sem hlut á að máli, hvort sem við elskum hluthafandi eða ekki, því að slíkt er fullkomlega ófyrirgefanlegt og á alls ekki að líða hvernig svo sem horft er á málið. Réttara er að vera einn heldur en að sætta sig við að einhver annar sé að toga í og taka þann sem við elskum. Það er alrangt og fullkomlega ömurlegt og ber því að hunsa.
Megi algóður Guð gefa þér gott kvöld, góða nótt og góðan næsta dag og aukna tiltrú á eigið ágæti því best er að vera minnugur þess að við erum öll það mikils virði að við eigum alls ekki að láta svíkja okkur undir neinum kringumstæðum.
Í Jesú nafni, Amen,
ykkar Jóna Rúna.

föstudagur, janúar 13, 2006

Þegar skoðaður er þankagangur okkar komust við fljótt að því að aðall einstaka fólks er óendanleg þrjóska. Ef um er að ræða slíkan aðila þá fylgir hann vilja sínum eftir með þeim hætti að nánast má teljast að um offar sé að ræða. Í huga viðkomandi kemst fátt annað að en það sem viðkomandi ætlar að gefa líf og ná fram smátt og smátt með þvíað fylgja eftir, að afli, þeim þætti skaphafnar sinnar sem tengdur er löngun til að ná áhrifum og árangri. viðlíka er offorsið að sá sem fyrir verður á vart undankomu auðið. Ef að slegið er þvert á vilja viðkomandi, fer allt í steik. Af hverju? Jú, sökum þess að búið er að eyða vi´ðlíka afli í að viðhalda viljalöngun sinni, að allar breytingar og frávik þar frá, sem eiga sér stundum stað, kosta martröð fyrir þann þrjóska. Þar sem ég ætla að ræða síðar um þráhyggjukenndan misskilning þess sem heldur og trúir að einhverjir séu að taka pláss viðkomandi í tilteknum hlutum, þá er örugglega ekki úr vegi að ræða lítilega stífelsiðgang þess sem aldrei gefur eftir, vegna þess að hann trúir því að sinn vilji sé sá sem endanlega eigi að vera ofaná í öllum tilvikum. Það segir sig sjáflt þar sem að fólk er ekki guð almáttugur, þá getur vilji alls ekki verið altækur. Það er einuigs þegar um er ræða guðalmáttugan, sem viljinn getur verið altækur, því að vilji guðs ER altækur. Hann er alvitur, alséður, alklár, almáttugur og svona til gamans, algóður, alvís, algefandi, alsjáandi, alheyrandi og bara nefnud það, guði er ekkert ómögulegt. Svo að elsku þrjóski endurskoðaðu þá þætti skaphafnar þinnar sem undirstrikar það að ná fram sínum vilja, því að nokkuð l´jost er að niðurstaðan veður að þú ert ófullkomin og getur því ekki verið altækt þrjóskur, en guð er alsterkur og getur því verið alþrjóskur í öllum tilvikum þar sem maðurinn getur alls ekki nema að hluta til. Megi algóður guð gefa þér gott kvöld og góðan dag á morgun og vissu um það að þú verður aldrei alklár. Svo ég kveð þig enda trúi ég á þig og virði þig sem vanmáttuga manneskjum sem getur ekki annað en gert vitleysur.

í jesú nafni, amen.
Jóna Rúna.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

þótt undarlegt megi virðast þá fellur manni vel við snjó. Ekki síst sökum þess að honum fylgir pínu kuldi sem maður tekur í nefið og er það vel. Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag verður frost og ég fæ pínu hroll en samt: ég er ánægð. Það kann að verða væta og þá myndi það trúlega verða snjór. Það er svo einkennilegt að það er engu líkar en að veðurfar hafi snúist við í heiminum. það er svo miklu kaldara og erfiðara veður víða í Evrópu heldur en á okkar norðlæga hjara veraldar. þegar litioð er til baka í Íslandssögunni fær maður vægan hroll því að viðlíka var kuldinn að flest utadyra stóð bara stíft, kalt og frosið og haggaðist ekki þó að men reyndu að blása heitum gusti á það sem fyrir var. Þegar maður hugsar tilbaka, þá hugsar maður um fossana líka, þeir eru margir á Íslandi. Þeir eru svo undurfallegir skyldu þeir hafa frosið eða fallið? Vitiði hvað? Ég held þeir hafi fallið. Haldið þið að þetta sé óskhyggja? Nei, það er bara einhvern vegin hægt að ímynda sér að foss geti frosið sökum þess að vatnsfallið er það aflmikið og ótrúlegt, að það bara getur ekki staðið kyrrt, Það bara rennur og rennur og rennur. Kannski mest á Höfn í Hornafirði, hver veit. Eða kannski bara á Selfossi, hver veit. Eða kannski bara í Vestmannaeyjum, hver veit. Ekki ég, en ykkur að segja þá held ég að fossarnir út um allt land bjóði upp á sömu lögmál, það er, að falla án þess að frjósa alveg og það er bara fínt.
Guð gefi ykkur gott kvöld, góða nótt og gleðilegan dag,
þess óskar Jóna Rúna,
í Jesú nafni,
Amen.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Það er ótrúlegt hvað rignir. Óhætt er að segja að gott sé að hafa húsaskjól þegar vætan er svona mikil sem raun ber vitni. Þó að dropatal geti verið gott, þá er að ekki þannig við þessar aðstæður. Ég fæ hroll þegar ég horfi út um gluggann. Enda ekkert fengið við að gera það. Ég er þessa stundina að horfa á Ævar litla leika sér og Kelly líka, það er skemmtilegt að upplifa sjálfan sig í gegnum leik barnanna. Það gefur manni góðar tilfinningar sem að lifa svo innra með manni þegar frá er farið. Bráðum fara allir að hátta og sofa sem tilheyra Nínu, það er bara regla sem verður að fylgja, annars tekru hún á því ,og efa ég ekki að það verður gert af ákveðni og stöðugleika sem hún hefur að bera, sem kemur skýrt fram í náminu, enda fær hún alltaf 9 í einkunn. Kelly framleiðir mjög áhugaverða hluti, skólastofur og hús, enda frumstætt og öðruvísi. Charo hefur gert náttbuxur í skólanum, að vísu dálítið síðar, en þær voru víst allar látnar gera í sömu stærð, enda annað of erfitt fyrir kennarann. José hefur gert forláta kluku sem sómir sér í hvvaða stórbýli sem enda listasmiður og örugglega vísirinn að því sem framtíðin er.
Peli Ævars litla týndist og það dágóða stund að finna hann aftur en tókst með staðfestu, ákveðni og ýtni höfðu stúlkurnar upp á gripnum og nú er hann kominn við varir litla mannsins og hann er alsæll með það. og líka hinir. Allt gengur sinn vanagang á kambsveginum utan það að Lazaro fór til Perú í dag, já til Perú. Það er margra klst. flug og fyrst fer hann til New York og síðan þaðan til Lima. Þegar hann er kominn á leiðarenda, þá hefur hann samband enda Nína ein með börnin 4 og eitt á leiðinni og upplifir sig því afar eina og afskipta næstu 4 vikurnar á meðan Lazaro endaþendist í Perú og aftur til baka. Þar ætlar hann að hitta mömmu sína og aðra fjölskyldumeðlimi, farið er að halla undir fæti hjá múttí enda komin á níðræðisaldur.

´Með tilliti til þess að verið er að uppljóstra um fjölskylumeðlimi er kannski rétt að komi fram að ef allt gengur að óskum, þá mun Nína um næstu helgi tjalda í stofunni og útbúa einskonar útileigu þar sem allir geta verið með og tekið þátt í ævintýralegu ferðalagi inn og út úr stofunni með pizzu í kaupbæti. Guð gefi öllum góða nótt og megi Jesú Kristur vernda og blessa alla. Þess óskar ykkar Jóna R'una sem alltaf er eins, jafn glöð kát, og umburðarlynd en alltaf jafnerfið og ófyrirsjáanleg.