Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Faðmur forsjónarinnar

Faðmur forsjónarinnar opnar gáttir himnabirtu
og frelsar sálina frá sorg og kvíða.
Elsku Drottinn gefðu andanum ró og grið
og gjafir sem eru kærleiksríkar og ylja.

Hönd þín blessi bljúgan huga í trú og ljósi
handan böls og armæðu og gefi von líknar.
Vissan um ástríka nærveru opinberar andann
og ylríkir straumar fara hlýlega um og sefa.

Faðirinn er skjól þreyttum sem hvíla og orna huga
sem hljóður fellur í faðm þess sem öllu ræður.
Hvergi er von sem sigurviss fellir fjötra nema
í sólríkum armi þess sem elskar og örvar.

Hvað er lífið án líknar gullofinnar nærveru Guðs
gæfuríkrar tilveru ástríks föður sem gleður.
Líknargjafi veitir angurvær kæra og kvíðalausa
kærleiksheita nánd fyrirhyggju og yls.

Líf í trú með Herranum er gjöfult og gullslegið
gæfuofið djásn sem engan svíkur og er óður lofs.
Hvergi er vonarvissa og hamingjusól eins hlý
og í himneskum unaðsfangi þess sem öllu stýrir.

Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 12.febrúar 2007

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home