Frelsarinn
Öll erum við litlar ljúfar rósir
sem lofa skaparann svo hyggilega.
Við göngum í gleði inn í faðm hans
því gjöf vonar og kyrrðar er í Honum.
Það er vitað að Frelsarinn fús gefur
og felur öllum hlutverk í lífinu og grið.
Þegar við göngum með Guði opnast allt og eflist
sem gefur tilverunni gleði án skilyrða.
Hvar er friður nema í faðmi Hans
sem fordæmir engann, aðeins ann og gefur.
Ef við tölum við Drottinn heyrir Hann
og í hæðir lyftir huga og sál án táratrega.
Af hverju erum við bæði breysk og efins
og bugumst af engu tilefni án trúar?
Það er vegna vonbrigða og vegleysis gengnu
í volæði og fári þess sem glepur alla sýn.
Ef við þráum frelsi frá armæðu
þá gefur Faðirinn öllum sem ákalla.
Lausn vondeyfðar leggur um elda Hans
sem ávallt er tilbúinn að fyrirgefa og elska.
Ferðbúinn verðum við að ákalla og þrá
veglyndi þess sem allt færir og bætir.
Sem gleði veitir og allt eflir
af ást og unaði þess sem aldrei yfirgefur.
Við finnum skjól og afdrep hjá Föðurnum
sem feginn dvelur hjá öllum börnum sínum.
Við biðjum, óskum og vonum af vissu
og viti menn, Hann heyrir og svarar öllum.
Það er happ að finna návist Hans
og heilladrjúg að fá svör sem hrífa.
Við verðum staðföst að trúa á náð
og vita að Hann er ávallt nærri og gefur.
Í kraftinum býr trú, von og kærleikur
knúinn af eðalvissu og eldmóð styrkum.
Elska gleðigjafans er ástrík og ofurgóð
og góður Guð sér allt og veitir blessun.
Hver lítil vera sem óskar friðar og frelsis
fær í fangið unaðsvissu og eldmóð hlýju.
Því í Föðurnum fær sálin fullkomna hvíld
í fári þess sem aftrar og heftir vonarvissu.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 19. ágúst 2006
Að gleðjast
Af hverju óskir sem bresta og buga alla
og í blindarkvíða og depurð sem sverta lífið.
Betra er að gleðjast og fylla andann friði og vissu
og fræðast um það sem gefur lífinu gildi án víga.
Að trega það sem vor vekur reiði og hryggðartár
vitað er að það liðna kemur ekki aftur er firnt.
Betra er að eflast í því sem er og glæðir andann
og án afláts verkar bæði trú og von sem lifir.
Bæn sem gleður hrjáða og þreytta hrífur sterk
og huggar vonlitla á barmi óvissu og sorgar.
Ef við opnum faðminn og finnum unað streyma inn
um frjálsann hugann fer eldur og vonarvissa hamingju.
Sterk vissa vekur þrá eftir yl sem örvar og gleður
og veitir sorgbitnum klæði trúarinnar sem styrkir.
Hvergi skjól nema í skilningsríkum faðmi hlýjum
sem staðfastur örvar líflitla sál sem grætur þögul.
Orð sögð af hlýju svo fögu og veita ró og yl
því sannleikurinn er vísir að veglindi sem hrífur.
Í sólríkum hvertjandi undrafaðmi finnur andinn
umvefjandi ástríkt frelsi sem veitir og hvetur af styrk.
Óður til hamingjunnar er hlý vissa um gleðióm og elsku
happs sem umvefur án orða og væntinga því það bara er.
Að dvelja í ylríkum friðarörmum er örvandi undraafl
sem er engu líkt en vonar allt og trúir öllu því það er eilíft.
Allt myrkur víkur fyrir gleðióð og sigurvissu vonar
sem vökvar og styrkir alla hugsun orðvana en svo góður.
Ekkert í heiminum hrífur eins og hreinn kærleikur
sem hamingjuhvetjandi ann og ýtir undir ást og friðaróð.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 20.ágúst 2006
Alvaldur
Drottinn vakir og elskar alla í dýrð
og eins er Hann svo góður og hlýr.
Enginn er sem Hann svo blíður og elskuríkur
án allra kvaða bara gefur og ekkert tekur.
Í opnum föðurfaðmi brosir tilveran
öll og allt verður svo bjart og bjargfast.
Undraráðgjafi hjartahhlýr og himneskur
sem hefur allt enda altækur og algóður Guð.
Í trú og vissu um tilveru Hans er friður
svo tilgangsríkur en gefur náðarfrið hamingjuóðs.
Í bjarma bænagleði titrar brjóstið létt
og bíður án afláts í vonarvissu og sigurgleði.
Elsku góði Guð veitir öllum frið og kyrrð
og gleði sem engu er lík svo umfaðmandi.
Hvergi er skjól og styrkur nema hjá þér
svo stór ertu og óeigingjarn, ástríki undra Faðir.
Við vonum og trúum á návist þína Faðir
og vitum að þú ert ávallt nærri svo gefandi.
Hvar er skjól eða sigurvon nema í örmum þínum
þú dásamlegi gleðigjafi og skapari alls sem lifir.
Frelsari sem líknarríkur veitir vonlitlum hvíld
færðu öllum börnum þínum vissu og gleðióð
Aðeins í þér vex sólin og styrkist happadrjúg
og sól undrabirtu lýsir upp alla tilveruna.
Gæskuríkur aflgjafi sem gullsleginn
gefur ómþýða tóna sem hrífa hljómfagrir.
Hvar er vonarvissan nema hjá þér Vorgjafi gæða
velvildar sem vex og dafnar enda algóður og vitur.
Ástríki óumræðanlegi Faðir allra barna
opnaðu unaðsfaðm þinn öllum sem þrá og vona.
Að finna návist þeirra er sem gullslegið afl
umburðarlyndis án orða sem hvetur til dáða og dugs.
Allir harmar rólegra hverfa á braut og liða
hljóðir burt í skugga vængja þinna Friðarfaðir.
Hvergi er himnavissa nema í faðmi þínum
og hamingjuóður svo undurfagur veitir ofurhlýju.
Án þín væri tilveran tóm og tregablandin
og er víðsfjarri enda ertu algóður og mikill.
Ekkert í heimi hér er líkt þér Alvaldur
orða og æðis sem aldrei heyrist en hljóðhlátt er nærri.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 21.ágúst 2006
Friðarhöfðinginn
Í anda þess sem öllu ræður, gefur og styrkir hlýr
farðu áfram veginn í trúarþeli og vonarvissu í ró.
Öllum gefur heilaga leiðsögn í líkn af trúarþeli
ljúfur gæðavinur sem ávallt er nærri og gefur.
Hvert spor er gjöf frá Honum elskuríkum anda
sem gefur án óska um endurgjald í friðarró.
Allir fá ást og alúð að gjöf frá Herranum hlýjum
og Hann gefur án tjóns og innir firru allt og skín.
Það er skrýtið en Hann bara er og verður alltaf
svo nálægur og svo undurblíður og svo eldheitur.
Ekkert er eins örvandi, styrkjandi og ylríku faðmur
Unaðsráðgjafans hlýja sem er og umvefur hvetjandi.
Hvergi er skjól nema í fangi Friðarhöfðingjans
sem frjáls uppörvar og veitir af krafti og gleði.
Í frelsi gefnu af gæsku og innra afli örvast allt
og gæfuspor eru farin frá kvíða og hörmungarfári.
Að finna ástríkan arm umlykja sig í kyrrð og yl
er eins og undragjöf yls og gæða sem altekur.
Án verndar og elsku gengur ekkert áfram veginn
og sætur ilmur lífsins verður vondaufur og fjörlaus.
Af krafti færir og ekkert tekur, bara veitir í von
og elskan umvefur svo gjöful og gæskurík örvar.
Með trú verður allt bjart og sigurhvetjandi í líkn
og ekkert vonlítið, bara öflugt og undarlega gefandi.
Algóður, umvefjandi Faðir sem frelsar hrjáða
og armæðu upprætur hjá þreyttum sem trega.
Láttu hvert spor minna á hlýja arma þína
og hvetja áfram veg vonar, birtu og vaxtar.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 27.ágúst 2006.
Öll erum við litlar ljúfar rósir
sem lofa skaparann svo hyggilega.
Við göngum í gleði inn í faðm hans
því gjöf vonar og kyrrðar er í Honum.
Það er vitað að Frelsarinn fús gefur
og felur öllum hlutverk í lífinu og grið.
Þegar við göngum með Guði opnast allt og eflist
sem gefur tilverunni gleði án skilyrða.
Hvar er friður nema í faðmi Hans
sem fordæmir engann, aðeins ann og gefur.
Ef við tölum við Drottinn heyrir Hann
og í hæðir lyftir huga og sál án táratrega.
Af hverju erum við bæði breysk og efins
og bugumst af engu tilefni án trúar?
Það er vegna vonbrigða og vegleysis gengnu
í volæði og fári þess sem glepur alla sýn.
Ef við þráum frelsi frá armæðu
þá gefur Faðirinn öllum sem ákalla.
Lausn vondeyfðar leggur um elda Hans
sem ávallt er tilbúinn að fyrirgefa og elska.
Ferðbúinn verðum við að ákalla og þrá
veglyndi þess sem allt færir og bætir.
Sem gleði veitir og allt eflir
af ást og unaði þess sem aldrei yfirgefur.
Við finnum skjól og afdrep hjá Föðurnum
sem feginn dvelur hjá öllum börnum sínum.
Við biðjum, óskum og vonum af vissu
og viti menn, Hann heyrir og svarar öllum.
Það er happ að finna návist Hans
og heilladrjúg að fá svör sem hrífa.
Við verðum staðföst að trúa á náð
og vita að Hann er ávallt nærri og gefur.
Í kraftinum býr trú, von og kærleikur
knúinn af eðalvissu og eldmóð styrkum.
Elska gleðigjafans er ástrík og ofurgóð
og góður Guð sér allt og veitir blessun.
Hver lítil vera sem óskar friðar og frelsis
fær í fangið unaðsvissu og eldmóð hlýju.
Því í Föðurnum fær sálin fullkomna hvíld
í fári þess sem aftrar og heftir vonarvissu.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 19. ágúst 2006
Að gleðjast
Af hverju óskir sem bresta og buga alla
og í blindarkvíða og depurð sem sverta lífið.
Betra er að gleðjast og fylla andann friði og vissu
og fræðast um það sem gefur lífinu gildi án víga.
Að trega það sem vor vekur reiði og hryggðartár
vitað er að það liðna kemur ekki aftur er firnt.
Betra er að eflast í því sem er og glæðir andann
og án afláts verkar bæði trú og von sem lifir.
Bæn sem gleður hrjáða og þreytta hrífur sterk
og huggar vonlitla á barmi óvissu og sorgar.
Ef við opnum faðminn og finnum unað streyma inn
um frjálsann hugann fer eldur og vonarvissa hamingju.
Sterk vissa vekur þrá eftir yl sem örvar og gleður
og veitir sorgbitnum klæði trúarinnar sem styrkir.
Hvergi skjól nema í skilningsríkum faðmi hlýjum
sem staðfastur örvar líflitla sál sem grætur þögul.
Orð sögð af hlýju svo fögu og veita ró og yl
því sannleikurinn er vísir að veglindi sem hrífur.
Í sólríkum hvertjandi undrafaðmi finnur andinn
umvefjandi ástríkt frelsi sem veitir og hvetur af styrk.
Óður til hamingjunnar er hlý vissa um gleðióm og elsku
happs sem umvefur án orða og væntinga því það bara er.
Að dvelja í ylríkum friðarörmum er örvandi undraafl
sem er engu líkt en vonar allt og trúir öllu því það er eilíft.
Allt myrkur víkur fyrir gleðióð og sigurvissu vonar
sem vökvar og styrkir alla hugsun orðvana en svo góður.
Ekkert í heiminum hrífur eins og hreinn kærleikur
sem hamingjuhvetjandi ann og ýtir undir ást og friðaróð.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 20.ágúst 2006
Alvaldur
Drottinn vakir og elskar alla í dýrð
og eins er Hann svo góður og hlýr.
Enginn er sem Hann svo blíður og elskuríkur
án allra kvaða bara gefur og ekkert tekur.
Í opnum föðurfaðmi brosir tilveran
öll og allt verður svo bjart og bjargfast.
Undraráðgjafi hjartahhlýr og himneskur
sem hefur allt enda altækur og algóður Guð.
Í trú og vissu um tilveru Hans er friður
svo tilgangsríkur en gefur náðarfrið hamingjuóðs.
Í bjarma bænagleði titrar brjóstið létt
og bíður án afláts í vonarvissu og sigurgleði.
Elsku góði Guð veitir öllum frið og kyrrð
og gleði sem engu er lík svo umfaðmandi.
Hvergi er skjól og styrkur nema hjá þér
svo stór ertu og óeigingjarn, ástríki undra Faðir.
Við vonum og trúum á návist þína Faðir
og vitum að þú ert ávallt nærri svo gefandi.
Hvar er skjól eða sigurvon nema í örmum þínum
þú dásamlegi gleðigjafi og skapari alls sem lifir.
Frelsari sem líknarríkur veitir vonlitlum hvíld
færðu öllum börnum þínum vissu og gleðióð
Aðeins í þér vex sólin og styrkist happadrjúg
og sól undrabirtu lýsir upp alla tilveruna.
Gæskuríkur aflgjafi sem gullsleginn
gefur ómþýða tóna sem hrífa hljómfagrir.
Hvar er vonarvissan nema hjá þér Vorgjafi gæða
velvildar sem vex og dafnar enda algóður og vitur.
Ástríki óumræðanlegi Faðir allra barna
opnaðu unaðsfaðm þinn öllum sem þrá og vona.
Að finna návist þeirra er sem gullslegið afl
umburðarlyndis án orða sem hvetur til dáða og dugs.
Allir harmar rólegra hverfa á braut og liða
hljóðir burt í skugga vængja þinna Friðarfaðir.
Hvergi er himnavissa nema í faðmi þínum
og hamingjuóður svo undurfagur veitir ofurhlýju.
Án þín væri tilveran tóm og tregablandin
og er víðsfjarri enda ertu algóður og mikill.
Ekkert í heimi hér er líkt þér Alvaldur
orða og æðis sem aldrei heyrist en hljóðhlátt er nærri.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 21.ágúst 2006
Friðarhöfðinginn
Í anda þess sem öllu ræður, gefur og styrkir hlýr
farðu áfram veginn í trúarþeli og vonarvissu í ró.
Öllum gefur heilaga leiðsögn í líkn af trúarþeli
ljúfur gæðavinur sem ávallt er nærri og gefur.
Hvert spor er gjöf frá Honum elskuríkum anda
sem gefur án óska um endurgjald í friðarró.
Allir fá ást og alúð að gjöf frá Herranum hlýjum
og Hann gefur án tjóns og innir firru allt og skín.
Það er skrýtið en Hann bara er og verður alltaf
svo nálægur og svo undurblíður og svo eldheitur.
Ekkert er eins örvandi, styrkjandi og ylríku faðmur
Unaðsráðgjafans hlýja sem er og umvefur hvetjandi.
Hvergi er skjól nema í fangi Friðarhöfðingjans
sem frjáls uppörvar og veitir af krafti og gleði.
Í frelsi gefnu af gæsku og innra afli örvast allt
og gæfuspor eru farin frá kvíða og hörmungarfári.
Að finna ástríkan arm umlykja sig í kyrrð og yl
er eins og undragjöf yls og gæða sem altekur.
Án verndar og elsku gengur ekkert áfram veginn
og sætur ilmur lífsins verður vondaufur og fjörlaus.
Af krafti færir og ekkert tekur, bara veitir í von
og elskan umvefur svo gjöful og gæskurík örvar.
Með trú verður allt bjart og sigurhvetjandi í líkn
og ekkert vonlítið, bara öflugt og undarlega gefandi.
Algóður, umvefjandi Faðir sem frelsar hrjáða
og armæðu upprætur hjá þreyttum sem trega.
Láttu hvert spor minna á hlýja arma þína
og hvetja áfram veg vonar, birtu og vaxtar.
Höf: Jóna Rúna Kvaran, ort 27.ágúst 2006.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home