Stríðni
Við komumst vart hjá því að aðrir og misvandaðir áreiti okkur eða erti okkur á einhvern hátt. Eðlilega tökum við stríðni og kerskni misjafnlega. Við sem bregðumst ókvæða við blekkingum og gabbi erum oft hlaðin smæðarkennd og vanmati. Þess vegna förum við í vörn við áreiti og reynum af veikum mætti að verjast áleitni annarra. Oft er það erfitt af því að við erum haldin óöryggi og óvissu um eigið ágæti.
Venjulega liggja ástæður glettni og gabbs í meðvitaðri eða ómeðvitaðri þörf stríðandans til þess að koma einhverjum geðhrifum af stað hjá þeim sem stríðnin beinist að. Ástæðurnar bak við það að við glettumst við aðra þurfa ekki að vera neigjarnar eða persónulegar þó stundum mætti ætla það. Trúlega er oftar um að ræða vanhugsaðan ásetning og fljótfærni eða jafnvel eigin vanlíðan þegar við bregðumst við hvert öðru á þennan hátt.
Best er að fara varlega í að hrella aðra vegna þess að ef við erum ekki því mun varkárari getum við auðveldlega sært og skapraunað þeim sem fyrir gabbi okkar verða. Við eigum aldrei að stríða þeim sem minna mega sín eða geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ágætt er að við íhugum vel og vandlega hvort réttmætt sé að svekkja aðra og draga tilgangslaust dár að þeim sem án þess að við athugum mögulegar afleiðingar þannig áreitis fyrir fórnarlambið.
Líklega er óþægilegust sú tegund stríðni sem liggur í að gert er lítið úr okkur á ómildan hátt. Þá er engu líkara en að stríðandinn sé að reyna í gegnum illkvittni og ágang að upphefja sjálfan sig á kostnað okkar sem fyrir verðum. Hyggilegt er að við sem viljum efla jákær samskipti verðum ekki til þess að gera öðrum gramt í geði með neigirni og óvarkárni í þessum efnum. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
Það er vanvirðandi og óviðeigandi að íþyngja öðrum með óþarfa kerskni. Háðsk ertni sem dregur dár að þeim sem fyrir verða er hvimleið og heftandi. Auðvelt er að koma okkur úr jafnvægi með því að hæðast að okkur og því sem okkur er kært. Við sem erum viðkvæm fyrir stríðni gerum okkur grein fyrir því að ef hún á sér stað fyrir framan aðra erum við helmingi meðvitaðri um áhrifamátt hennar og galla. Sanngjarnt er og raunhæft jafnframt að við séum ekki að þreyta og íþyngja hvert öðru með vanhugsuðum og óviðkunnanlegum glettum. Við getum látið eftir okkur og boðið hvert öðru upp á þá glettni sem er góðgjörn og mild. Sama sjónarmið gildir ekki um glettni sem er meiðandi og vanvirðandi. Hún á aldrei við.
Ekkert okkar er svo öruggt með sig að við getum sætt okkur við það að verið sé að gera lítið úr okkur í viðurvist annarra. Viturlegt er að við höfnum ómannúðlegri og vanhugsaðri stríðni en ýtum frekar undir kímni og glettur í samskiptum sem eru líklegar til að færa okkur hvert að öðru á jálægan og viðfeldinn hátt. Stríðni á rétt á sér ef hún er skemmtileg og jágjörn í eðli sínu og uppbyggingu.
JRK
Ort vegna hryðjuverkaárása þriðjudaginn 11.september 2001
Heimurinn syrgir og sárt er að sjá
sannleik svo ljótan og myrkan.
Harmakvein heyrast og vöknar Guðs brá
því horfin er sólin og birtan.
Dapurt er útlit og framtíð er dimm
dauðans er logandi bál.
Alsaklaus hlutu þau örlög svo grimm
og verðskulda öll okkar tár.
Harður er heimur og versnandi fer
heiftin vill allsstaðar ríkja.
Varnarlaus erum gegn illskunnar her
hatrið það verður að víkja.
Guð elskar alla og öll erum við
einmana, ráfandi sauðir.
Syndugum sýni hann miskunn og grið
er samvisku voru svo snauðir.
Biðjum nú bræður og systur sem eitt
að mennirnir hætti að berjast.
Biturra fordóma sverðið er beitt
í bardaga verður að verjast.
Sorgleg var árásin, siðspillt og kæn,
sem alþjóðasálina snart.
Lútum öll höfði og leiðumst í bæn
að frelsisins ljós skíni bjart.
Nína Rúna Kvaran
15.september 2001
Inspired by the Terrorist Attacks Tuesday 9th September 2001
The world is so weary and so full of pain,
The truth is so ugly and vile.
The living, they languish in outpours of rain,
Lost is the Sun with her smile.
Darkness is looming and death is around,
Dreadful the fuel-filled spears.
Sorrowful souls that so cruelly were bound,
Surely deserve all our tears.
Around us the world, it goes steadily wrong,
Vengeance is easily spread.
Hatred is human kind’s ancient old curse,
Wounds of the harmless have bled.
God’s love is endless an all of us are,
Alone and yet of His sheep.
For many a sinner His arm stretches far,
Souls of the lost may He keep.
Sisters and brothers shall ask of the Lord
That clamor of weapons be ceased.
Prejudice’s force is a powerful sword,
Pain keeps the Devil most pleased.
Evil and awesome a blasphemous scheme,
Astounded the world lives in fright.
Father forgive those who had such a dream,
The fires of freedom be bright.
By Nína Rúna Kvaran
15th September 2001
Við komumst vart hjá því að aðrir og misvandaðir áreiti okkur eða erti okkur á einhvern hátt. Eðlilega tökum við stríðni og kerskni misjafnlega. Við sem bregðumst ókvæða við blekkingum og gabbi erum oft hlaðin smæðarkennd og vanmati. Þess vegna förum við í vörn við áreiti og reynum af veikum mætti að verjast áleitni annarra. Oft er það erfitt af því að við erum haldin óöryggi og óvissu um eigið ágæti.
Venjulega liggja ástæður glettni og gabbs í meðvitaðri eða ómeðvitaðri þörf stríðandans til þess að koma einhverjum geðhrifum af stað hjá þeim sem stríðnin beinist að. Ástæðurnar bak við það að við glettumst við aðra þurfa ekki að vera neigjarnar eða persónulegar þó stundum mætti ætla það. Trúlega er oftar um að ræða vanhugsaðan ásetning og fljótfærni eða jafnvel eigin vanlíðan þegar við bregðumst við hvert öðru á þennan hátt.
Best er að fara varlega í að hrella aðra vegna þess að ef við erum ekki því mun varkárari getum við auðveldlega sært og skapraunað þeim sem fyrir gabbi okkar verða. Við eigum aldrei að stríða þeim sem minna mega sín eða geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ágætt er að við íhugum vel og vandlega hvort réttmætt sé að svekkja aðra og draga tilgangslaust dár að þeim sem án þess að við athugum mögulegar afleiðingar þannig áreitis fyrir fórnarlambið.
Líklega er óþægilegust sú tegund stríðni sem liggur í að gert er lítið úr okkur á ómildan hátt. Þá er engu líkara en að stríðandinn sé að reyna í gegnum illkvittni og ágang að upphefja sjálfan sig á kostnað okkar sem fyrir verðum. Hyggilegt er að við sem viljum efla jákær samskipti verðum ekki til þess að gera öðrum gramt í geði með neigirni og óvarkárni í þessum efnum. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
Það er vanvirðandi og óviðeigandi að íþyngja öðrum með óþarfa kerskni. Háðsk ertni sem dregur dár að þeim sem fyrir verða er hvimleið og heftandi. Auðvelt er að koma okkur úr jafnvægi með því að hæðast að okkur og því sem okkur er kært. Við sem erum viðkvæm fyrir stríðni gerum okkur grein fyrir því að ef hún á sér stað fyrir framan aðra erum við helmingi meðvitaðri um áhrifamátt hennar og galla. Sanngjarnt er og raunhæft jafnframt að við séum ekki að þreyta og íþyngja hvert öðru með vanhugsuðum og óviðkunnanlegum glettum. Við getum látið eftir okkur og boðið hvert öðru upp á þá glettni sem er góðgjörn og mild. Sama sjónarmið gildir ekki um glettni sem er meiðandi og vanvirðandi. Hún á aldrei við.
Ekkert okkar er svo öruggt með sig að við getum sætt okkur við það að verið sé að gera lítið úr okkur í viðurvist annarra. Viturlegt er að við höfnum ómannúðlegri og vanhugsaðri stríðni en ýtum frekar undir kímni og glettur í samskiptum sem eru líklegar til að færa okkur hvert að öðru á jálægan og viðfeldinn hátt. Stríðni á rétt á sér ef hún er skemmtileg og jágjörn í eðli sínu og uppbyggingu.
JRK
Ort vegna hryðjuverkaárása þriðjudaginn 11.september 2001
Heimurinn syrgir og sárt er að sjá
sannleik svo ljótan og myrkan.
Harmakvein heyrast og vöknar Guðs brá
því horfin er sólin og birtan.
Dapurt er útlit og framtíð er dimm
dauðans er logandi bál.
Alsaklaus hlutu þau örlög svo grimm
og verðskulda öll okkar tár.
Harður er heimur og versnandi fer
heiftin vill allsstaðar ríkja.
Varnarlaus erum gegn illskunnar her
hatrið það verður að víkja.
Guð elskar alla og öll erum við
einmana, ráfandi sauðir.
Syndugum sýni hann miskunn og grið
er samvisku voru svo snauðir.
Biðjum nú bræður og systur sem eitt
að mennirnir hætti að berjast.
Biturra fordóma sverðið er beitt
í bardaga verður að verjast.
Sorgleg var árásin, siðspillt og kæn,
sem alþjóðasálina snart.
Lútum öll höfði og leiðumst í bæn
að frelsisins ljós skíni bjart.
Nína Rúna Kvaran
15.september 2001
Inspired by the Terrorist Attacks Tuesday 9th September 2001
The world is so weary and so full of pain,
The truth is so ugly and vile.
The living, they languish in outpours of rain,
Lost is the Sun with her smile.
Darkness is looming and death is around,
Dreadful the fuel-filled spears.
Sorrowful souls that so cruelly were bound,
Surely deserve all our tears.
Around us the world, it goes steadily wrong,
Vengeance is easily spread.
Hatred is human kind’s ancient old curse,
Wounds of the harmless have bled.
God’s love is endless an all of us are,
Alone and yet of His sheep.
For many a sinner His arm stretches far,
Souls of the lost may He keep.
Sisters and brothers shall ask of the Lord
That clamor of weapons be ceased.
Prejudice’s force is a powerful sword,
Pain keeps the Devil most pleased.
Evil and awesome a blasphemous scheme,
Astounded the world lives in fright.
Father forgive those who had such a dream,
The fires of freedom be bright.
By Nína Rúna Kvaran
15th September 2001
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home