Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, mars 19, 2006

Skyggn á ferð

Í erindum mínum hjá ýmsum félögum undanfarin ár, hef ég oft til gagns og gamans sagt frá dulrænni reynslu, jafnframt því sem ég hef lagt áherslu á mikilvægi jákvæðrar hugsunar. Hér á eftir ætla ég að bregða upp dæmi um slíka dulræna reynslu.
Þetta gerðist í Connecticut í Bandaríkjunum en þangað fór ég árið 1983 ásamt góðri vinkonu minni, sem átti það erindi að heimsækja systur sína. Ætlunin var að við dveldumst hjá þessari konu í nokkrar vikur, en hún bjó með tveimur fullorðnum sonum sínum. Þegar þangað var komið fengum við vinkonurnar til afnota kjallara hússins. Það voru notaleg húsakynni.
Ég vil geta þess áður en lengra er haldið, að þegar flugvél okkar flaug yfir Bandaríkin, fann ég, mér til mikillar undrunar sterka tilfinningu sorgar, næstum óbærilegrar hryggðar og fylltist einhvers konar óskiljanlegu vonleysi. Þessar einkennilegu kenndir færðust í aukana þegar að lendingu kom. Það var engu líkara en ég færi gegnum haf af hugsanagervum, tengdum átökum mannlegra tilfinninga og kennda, sem virtust standa í einhverju sambandi við ofbeldi, átök og styrjaldir.
Hugsanagervi kalla ég fyrirbæri , sem líkja mætti við ósýnileg ský, sem aðeins skyggnir fá séð og skynjað, en þau er að finna yfir löndum, borgum og reyndar hvarvetna þar sem mannleg samskipti hafa átt sér stað. Þau eru lifandi afl, mynduð af hugsunum manna, sífellt á hreyfingu og mjög virk, ýmist til góðs eða ills, eftir því úr hvers konar hugsunum þau hafa skapast. Í augum skyggnra eru litbrigði þeirra því ýmist fögur eða skuggaleg. Áhrif þeirra á mannsálina geta því verið mjög jákvæð eða beinlínis lamandi. Þetta sýnir ljóslega mikilvægi hugsunarinnar. Þess vegna hvarflaði að mér við lendingu, að hér hlytu að vera ýmsir óuppgerðir hlutir í samskiptum lifenda og látinna.
Það kom mér því ekki beinlínsis á óvart fyrsta kvöldið mitt í kjallaraíbúðinni þegar ég skynjaði að þar var fyrir hópur látinna. Mér er vitanlega ljóst, að ýmsir sem lesa um slíkt og eru efasemdarmenn og óskyggnir, munu telja þetta hugaróra eina. Um slíka afstöðu hef ég ekkert annað að segja en það, að mér er þetta fullkominn veruleiki, þótt öðrum sé hann hulinn. Það er ekki öllum gefið að trúa því sem þeir geta ekki sjálfir skynjað, jafnvel þótt það sé stutt með rökum.
En áfram með söguna. Mér varð fljótt ljóst í nálægð þessa löngu látna fólks, að ein veran reyndist hafa sterkasta löngun til tjáskipta við mig. Þetta var ung, forkunnarfögur indíánastúlka, sérlega hárprúð með hátt gáfulegt enni, dökkan augnaumbúnað og óvenjulega hrífandi, næstum töfrandi augnaráð. Hún gekk hægt að rúminu mínu og horfði stíft á mig, fögrum tárvotum augum, sem endurspegluðu í senn eftirvæntingu, hryggð og einhvers konar ótta. Hún rétti fram hendurnar, eins og í bæn, og var með grátstafinn í kverkunum, full trúar og vonar. Hún sagði:,,Elsku hjálpaðu mér. Ég finn ekki barnið mitt. Ég er svo örvæntingarfull. Í langan tíma hef ég reynt að komast í samband við þá sem hér hafa verið, en árangurslaust. En þegar ég sá þig vaknaði von mín. Þú sérð mig og heyrir í mér. Ég veit og trúi því að þú getir hjálpað mér í neyð minni, þreyttri og örmagna.”
Ég varð bæði undrandi og snortin. Hvað átti ég að gera? Hvers vegna var hún á reiki í þessu húsi? Af hverju hafði hún orðið viðskila við barnið sitt?
Að vísu hef ég verið gædd bæði skyggnigáfu og dulheyrn frá barnæsku. Jafnvel þótt ég hafi í mörg ár reynt að létta lifandi fólki lífið, þá efaðist ég um að það væri á mínu valdi að sefa sorg látinnar veru. Einhverra hluta vegna ýtti ég þessu frá mér, því satt best að segja, þá taldi ég mig ekki ráða við þetta vandamál. En það breytti engu, því þessi elskulega en óhamingjusama stúlka hélt áfram að birtast mér kvöld eftir kvöld og endurtók sífellt það sama. Ég ákvað þá að gera allt sem í mínu valdi stæði henni til stuðnings. Ég ákvað að fara leið bænarinnar. Ef það væri Guðs vilji, að ég yrði farvegur til lausnar í þessu máli og stúlkunni yrði að ósk sinni, þá væri ég reiðubúin. Ég fór ekki fram á annað en skynsamlega og réttláta lausn fyrir hana í raunum hennar, sem virtust aðallega liggja í vilja hennar til þess að finna barnið sitt.
Henni létti strax við bænir mínar og skömmu seinna birtust tvær bjartar verur sem leiddu hana á brott.
Eftir þetta birtist hún mér ekki um tíma og ég taldi málið þannig vera úr mínum höndum. Svo var það eitt af síðustu kvöldum dvalar okkar þarna vestra, að okkur vinkonunum var boðið til kunningja gestgjafa okkar. Ég vil taka það fram, að ég hafði í trúnaði sagt vinkonu minni frá samskiptum mínum við iníánastúlkuna. En mér til mikils ama og undrunar erum við varla fyrr sestar í boðinu en vinkona mín fer að segja heimilisfólkinu þar, eins og ekkert sé eðlilegra, frá samskiptum mínum og indíánastúlkunnar. Ekki varð ég síður hissa þegar ég varð vör við gífurlegan áhuga húsbóndans á þessari frásögn. Hann hlustaði með mikilli athygli og upplýsti síðan þá staðreynd, að á þessum stað þar sem við höfðum dvalist, hefðu einmitt staðið tjaldbúðir indíána til forna og að í sögu Bandaríkjanna væri að finna frásögn af hernaðarlegum átökum hvítra manna og indíána einmitt á þessum stað.
Þótt ég hafi í upphafi verið lítt þakklát vinkonu minni fyrir að fara brydda upp á þessu leyndarmáli mínu hjá ókunnugu fólki, fór þó svo, að ég varð henni að lokum í rauninni þakklát, því að upplýsingar mannsins staðfestu, að það sem ég hafði séð átti sér rætur í raunveruleika fortíðarinnar.
Síðasta kvöldið mitt í Bandaríkjunum var einhver elskulegasta stund sem ég hef upplifað. Um miðnætti birtist mér enn indíánastúlkan mín, geislandi af hamingju, full af þakklæti. Við hlið sér hafði hún dæmalaust fallegt barn, sem virtist vera dóttir hennar. Erfitt er að lýsa þeim tilfinningum sem um mig fóru. Ég varð enn vissari um mátt og vilja Guðs til þess að koma þeim sem minna mega sín að liði, ef lögmál leyfa. Ég efaðist ekki um að þessar mæðgur áttu að hittast. Það var dásamlegt fyrir mig að fá þarna tækifæri til að rétta fram hjálparhönd í gegnum hlýjar hugsanir og fullkomið traust á vilja Guðs. Við horfðumst í augu eitt andartak og hún sagði við mig:,,Elsku vina, ef ég get einhvern tíma, einhvers staðar á leið þinni í gegnum jarðlífið létt þér gönguna, þá mundu að ég á enga ósk heitari en að fá tækifæri til þess að endurgjalda þér það sem þú í einlægni gerðir fyrir mig og barnið mitt.” Síðan brosti hún gegnum tárin og hvarf sjónum mínum.
Eftir að ég kom heim hef ég oft fundið fyrir nálægð hennar, eins og hún væri að minna mig á loforð sitt. Þess vegna datt mér í hug vorið 1984 að biðja hana að hlúa að persónu, sem ég hafði verið að styðja og var mér mjög kær, en bjó yfir miklum dulrænum hæfileikum. Það er eftirtektarvert að framangreind persóna taldi sig þegar hafa orðið vara við umhyggju og kærleika þessarar látnu veru, séð hana og gat lýst henni. Skynjun okkar á þessari indíánastúlku fór því saman og var það mjög örvandi fyrir mig.
Mér er alveg ljóst að þessi frásögn mín mun ekki breyta miklu í dagfari fólks, en það er þó von mín, að það veki einhvern til umhugsunar um það að breyta rétt og kristilega. Í þessari frásögn, sem er sönn, endurspeglast það hróplega óréttlæti sem frumbyggjar Ameríku urðu fyrir af hendi hvítra manna og hvernig afleiðingar þess geta birst skyggnum augum í hinum ömurlegustu myndum löngu síðar.
JRK

Stórfljótið streymir

Stórfljótið streymir um auðnina enn
og strauma þess standast ei fallvaltir menn.
Djúpið er drungalegt dapurri sál,
dauðlegum mönnum það slekkur öll bál.
Fárviðrið fjandsamlegt geysist um lönd
og fljótið, því halda’ ekki guðanna bönd.
Beljandi brimið er mannanna mein
þótt blásveipuð sólin sé saklaus og hrein.
Næfurköld nóttin er stingandi nöpur,
svo mannanna hjörtu æ verði döpur.
Hafgolu grátur er harmakvein,
óp sem nístir um merg og bein.
Fjallið við fjöruna stendur kjurrt
og horfir á landið fjúka burt.
Stórfljótið streymir um auðnina enn
og strauma þess standast ei fallvaltir menn.
Dalurinn djúpi, hann fyllist af tárum
sem drupu úr lífsins ljótu sárum.
Stórfljótið streymir um jörðina enn,
stríðinu tapa þá konur og menn.

NRK

Endursagt og þýtt af Nínu Rúnu Kvaran:
5 mínútna hjónabönd í Íran
Í landi þar sem ógiftum pörum leyfist ekki að vera ein saman en löggilt hjónaband jafngildir algjörri skerðingu á sjálfstæði, hafa margar íranskar konur valið annan og tímabundinn kost. Ein bæn hvísluð í flýti gerir samband kærustupars löggilt hjónaband í eins stuttan tíma og parið kýs.

Fati er blaðamaður að nálgast þrítugt og hún er einhleyp. Fyrir skömmu síðan hitti hún Ali, 30 ára gamlan lækni sem er kvæntur og á 2 börn. Það hjónaband var ráðahagur, skipulagður af fjölskyldum beggja aðila. Fati og Ali löðuðust strax að hvort öðru og ákváðu að skreppa eitthvert saman eina helgi. En þau búa í Íran og þar banna siðferðislög ógiftum pörum að fara út saman. Sérstakir ,,byltingarverðir” eru alltaf á ferðinni og sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Þeir hýða hverja þá konu sem sést á götum úti án þess að vera algjörlega hulin slæðu, 70 svipuhöggum fyrir hverja naglalakkaða nögl og hvert einasta hár sem sést á höfði hennar og þeir neyða einnig öll ógift pör sem sést til á almannafæri til þess að giftast. Þess vegna kusu Fati og Ali tímabundið bráðabirgðahjónaband, svokallað sigheh. Ali hvíslaði bænina sem til þarf, þau samþykktu 3 daga hjónaband og héldu svo til Kaspíahafsins í frí.
Þess háttar hjónaband er fullkomlega löglegt og krefst engra annarra formsatriða en þess að farið sé með bænina og að báðir aðilar samþykki ráðahaginn. Tímabundið bráðabirgðahjónaband getur enst allt frá 5 mínútum upp í 70 ár. Þegar tíminn sem samþykktur var er runninn út, geta málsaðilar farið hvort sína leið og eru þá ekki lengur gift hvort öðru. Karlmenn geta átt margar eiginkonur á sama tíma en kona má ekki eiga fleiri en einn eiginmann, hvort sem hún er gift á hefðbundinn hátt eða í bráðabirgðahjónabandi. Kona verður einnig að bíða þar til hún hefur næst á klæðum áður en hún getur gift sig aftur til þess að hún sé örugglega ekki ófrísk af barni eiginmanns úr bráðabirgðahjónabandinu. Ef svo væri, þá ætti barnið sama erfðarétt og önnur börn þess manns.
Korshid er 55 ára gömul vændiskona í Isfahan. Hún hefur tapað tölunni á þeim skiptum sem hún hefur verið gift. ,,Mín sérgrein eru ungir guðfræðinemar”, útskýrir hún. ,,Þeir fá útborgað á fimmtudögum svo að þá skrepp ég í niðrí háskólann.” Á einni nóttu sængar hún hjá öllum háskólanum og giftir sig á 5 mínútna fresti. Þar sem hún er komin úr barneign þá þarf hún ekki að bíða í mánuð á milli giftinga.
Bráðabirgðahjónabönd má rekja aftur til upphafs Íslams og voru mjög algeng þar til þau voru bönnuð með lögum af Sunni múslimum á 7. öldinni. En Shiah múslimarnir, minnihlutahópur sem settist á endanum að í Íran, neitaði að hætta þessari iðju og því hafa bráðabirgðahjónabönd verið við líði þar til í dag.
Hefðbundin, formleg hjónabönd eiga sér enn stað. Þá er samningur búinn til af þeim sem eiga að giftast eða af foreldrum þeirra og eru ákvæði hans löglega bindandi. Í bráðabirgðahjónaböndum er samningurinn munnlegur og ákvæði hans eingöngu á milli hjónakornanna.
Fati ætlar sér að giftast á hefðbundinn hátt í framtíðinni en henni finnst bráðabirgðahjónabandið mjög hagstætt fyrirkomulag þrátt fyrir að hún myndi aldrei viðurkenna það opinberlega að hafa gifst á þann hátt. Slík hjónabönd teljast mjög lágkúruleg. ,,Þau veita miklu meira svigrúm heldur en varanleg hjónabönd. Þú veist að tímabundið hjónaband tekur enda og ef þú færð nóg af náunganum þá situr þú ekki uppi með hann að eilífu”, útskýrir hún. Skilnaður er mögulegur í venjulegu hjónabandi en undir slíkum kringumstæðum eru það karlmennirnir sem hafa yfirhöndina. Tæknilega séð þurfa þeir aðeins að segja ,,ég skil við þig” þrisvar sinnum í viðurvist vitnis. Í raun er það þó ekki alveg svo auðvelt fyrir þá að skilja.
Fyrirkomulag bráðabirgðahjónabandsins býður þó upp á misnotkun. Karlmaður þarf aðeins að fara með sigheh bænina áður en hann nauðgar konu og hann getur síðan haldið því fram að það hafi verið hans réttur að nauðga henni sem bráðabirgðaeiginmaður. Írönsk lög viðurkenna ekki nauðgun innan hjónabands. Bráðabirgðahjónaböndin skapa líka aðstæður fyrir auðuga og oft eldri menn til þess að kaupa sér eiginkonu ef þeim þóknast svo; bláfátækar fjölskyldur eru oftar en ekki mjög viljugar til þess að selja dætur sínar fyrir ,,giftingargjald” sem fer beint til foreldranna. Þessar ólánsömu eiginkonur eru oftar en ekki rétt komnar á unglingsaldurinn, mjög ófúsar til þess að giftast og eru síðan slyppar og snauðar þegar hjónabandinu líkur. Þá er þeim einfaldlega kastað út á götuna og verða að sjá um sig sjálfar. Fyrir margar stúlkur er skrefið frá hjónabandi til vændis mjög stutt.
En Fati heldur því samt fram að bráðabirgðahjónabandið hafi mikla kosti: ,,Þegar maður er giftur á hefðbundna mátann þá getur maður ekki unnið úti nema með leyfi eiginmannsins. Maður getur ekki ferðast nema að hafa meðferðis löggilt skjal með leyfi eiginmannsins, strangt til tekið á maður ekki einu sinni að fara út úr húsi án hans samþykkis. Hver vill festast í slíkri aðstöðu þegar maður getur gifst hamingjusamlega yfir eina helgi án nokkurs tilstands?”
NRK

1 Comments:

  • At 4:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló heimur, ég heiti Grace, ég vil vitna það frábæra sem Dr.Chamberc gerði fyrir mig. Ég kenndi aldrei að ég gæti fengið ástina aftur eftir að ég lifði gott 4 ár, ég var að vafra um netið þegar ég sá konu sem vitnaði um hvernig Hún var hjálpað af Dr.Chamberc, í fyrstu leit ég á það eins og ég hef séð áður vegna þess að ég hef samband við marga á netinu stafsetningarvalkostir sem gerðu endar með peningunum mínum svo ég var sannfærður um að ég myndi ekki hafa samband lengur. Ég var að horfa á hann næstu 2 dagana og ég var að horfa á sjónvarp þegar ég sá mann sem heitir Harry var að gefa vitnisburði um sjónvarpið um hversu jafnvel þetta Dr.Chamberc hjálpaði honum, svo þegar ég sá þetta, þá hef ég ekkert að efast um aftur strax samband við Hann og ég sagði honum hvernig elskhugi minn fór frá mér í góða 4 ár svo hann sagði mér ekki að hafa áhyggjur af því að ástin mín muni koma aftur til mín í næstu viku og hann ég, allt sem við þurfum að gera strax, sagði að ég vildi alls ekki efast um hann vegna þess að ég hef séð vísbendingar um að þessi maður er svo mikill að það væri eins og ég þurfti að bíða þangað til hann sagði mér að strax í viku var yfir ég hringdi úr fjölda undarlega fyrsta sem ég gleymdi símtalinu vegna þess að ég geri það ekki Ekki eins og að fá skrýtið númer, það næsta sem ég gæti séð aftur var textaskilaboð frá sama númeri svo ég þurfti að lesa það þegar ég opnaði það, ég gat ekki trúað lofti á því sem ég var að sjá, textinn var ástin mín að vinstri 4 árin mín var hann að segja að það er leitt að ég ætti að reyna að velja símtal hans svo að hann hringdi aftur , svo ég náði að gráta í símanum og bað mig um að ég ætti að fyrirgefa honum að nú er hann tilbúinn til að vera hjá mér að eilífu, að hann er mjög leiðinlegur fyrir það sem hann gerði við mig. Ég var svo undrandi og ég var mállaus, svo ég sagði honum að ég fyrirgefi honum, það er hvernig hann kom heim til mín á næstu þremur klukkutímum frá því að hann sá mig, féll hann á kné, hann baðst aftur eftir að ég sagði honum allt í lagi, það er hvernig ég fékk elskhuga mína aftur og hluti mest á óvart var að hann gaf mér aðgang að bankareikningnum sínum og nú keypti hann mér nýja Toyota Camry (bíll) og við ætlum að brúðkaupsferðin okkar er ánægður núna og bæði eru Til hamingju með það, ég þakka Dr.Chamberc fyrir alla hjálpina og ég bið til Guðs að halda honum lifandi fyrir vikið svo alltaf í hjartsláttur ætti að hjálpa eins og ég var hjálpað.Ef þú vilt hafa samband við hann til að koma aftur hamingju í þér lífið eins og hann hefur gert minn, þú getur haft samband við Dr.Chamberc með þessu eftirfarandi netfangi chamberc564@yahoo.com

     

Skrifa ummæli

<< Home