Hugarórar Hallgerðar
Hallgerður rústar veislu
Það er alveg rosalegt álag á mér þessa dagana, reyndar er nokkuð ljóst, að ég er rólega að geðbilast. Málið er að ég var sett í meiriháttar straff, þegar ég ropaði skyndilega, reyndar rosalega, í einni af mörgu laxaveislunum, sem gengið hérna heima hélt á dögunum. Pælið í því, maður er klæddur upp í föt og fínt, til að þóknast þessu ruglaða liði og má ekki einu sinni við matarborðið láta búkinn tala. Mamma er búin að grenja og grenja svo svakalega síðan þetta gerðist og er alveg með það á beru, að við séum búin að tapa öllum tengslum við um tíu toppa í þjóðfélaginu vegna þessa atviks. Það eru alla vega tvær vikur síðan nokkur minkapelsgella eða kjólfatapinni hafa hringt og boðið okkur í lax. Maður getur ælt þessum ofdekursveislum sem maður verður að sitja stífur í eins og hrífuskaft og brosa í allar áttir, þó maður hafi nóg, að gera með brosið þess á milli. Hvernig á ég t.d. að redda snarlega eins og fimm geisladiskum í safnið, ef ég lamast í kjálka við þetta álag. Hugsið ykkur og allt bara af því að ég er neydd til að brosa við liði sem er, hvort sem er, er ekkert nema frekjan og tilætlunarsemin. Það er sko alveg greinilegt eftir svona áfall, að ég brosi ekki fimmtán sinnum í röð fyrir afa á Grandanum í von um að sá gamli opni aldamótabudduna sína, til að redda þessu með diskana. Það er ekki hægt að safna sjálfur fyrir öllu. Ég er svo innilega búin. Ég meina, það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á ungling sem er svo greinilega miður sín af þreytu og sennilega rétt við það að lognast bara útaf, eins og sést svo innilega. Ég finn ekki betur en þeim sé svo sama, þó ég breytist bara rólega í spegilmynd mína og hreinlega svífi hér um húsið eins og vofa. Bara af því að liðinu finnst svo sjálfsagt að nota mig nánast eins og borðskraut, hvenær sem þetta sett hefur boð fyrir fólk sem varla getur talað fyrir flottheitum og fínum andlitskippum. Það sést svo greinilega að þetta gengi er farið að sjúskast. Þoli ég þetta pakk? Nei! Og þá meina ég NO! Glæta að gefa þessum krumpuðu kroppum meiri tíma. Ég hef aldrei séð svona uppáþrengjandi og ofdekrað laxalið. Glansmyndagengi sem ræður ekki við græðgina í sér og sem betur fer ropaði ég framan í það með það sama. Áttu þau það skilið? Já, og það er á tæru. Við skulum bara athuga það, að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að ropa svona innilega í einni veislunni heima hjá henni, þá gekk allt snarlega upp með það sama. Jóa þurfti þetta sama kvöld að díla smá peysu skipti við ellefu manna lið og varð að losna á innan við tíu mínútum við þetta " big mama borðhald" og það tókst. Hún bara ropaði til hægri og vinstri stanslaust í sirka fimm mínútur. Eða rólega, má segja, þangað til allir fengu sæmilega góða velgju og pabbi hennar sagði mjög smeðjulega:" Jóa þarf að fara, vonandi er öllum sama." Glætan eða þannig. Vonandi verð ég uppgvötuð fljótlega .
JRK
Manngæska
Eins og við vitum er eðli okkar mannanna mismunandi og eitt af því sem prýðir einstaka mann er manngæska. Það er vitanlega enginn vandi að vera slæmur og neilægur en það getur verið flókið og fyrirhafnarmikið að vera góðgjarn og réttsýnn.
Hjartagæska kemur meðal annars fram í því að vilja öðrum vel við allar aðstæður. Gæska í öllum myndum telst uppbyggilegur, andlegur aflvaki og ætti því að efla járæn og heilbrigð samskipti. Það er mikilvægt að vera öðrum góður. Ekkert launungarmál er að við sem erum þannig innstillt andlega finnum fyrir vellíðan og friði í samskiptum við aðra. Líknarlundin er mannkær og óeigingjörn atferlisstefna sem finnur venjulega sinn vitjunartíma. Hún verður þeim sem njóta hennar venjulega til blessunar og ávinnings. Veglyndi getur verið margs konar en telst þó fyrst og fremst tengjast kærleikshvetjandi, jágjörnum lífsviðhorfum.
Við verðum sjálf að rækta upp og hlúa að þeim eðlisþáttum í innra lífi okkar sem okkur þykja eftirsóknarverðir og heppilegir til að göfga og fága. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfu sér. Það þarf að rækta hana og efla eins og annað. Hún fær þó frekar líf í hugskoti okkar og athöfnum ef við skiljum mögulegan tilgang hennar og teljum hana eftirsóknarverðan aflvaka og mikilvægan í samskiptum. Það verður enginn veraldlega ríkur af því einu að ausa aðra kærleika en viðkomandi eignast þess í stað hugþýðan og hamingjuríkan innri auð sem hvorki ryð né mölur fær grandað.
Ágætt er, ef við erum ósátt við aðra, að reyna eftir megni að hugsa fremur jákvætt en neikvætt til viðkomandi. Hyggilegt er að við mildum vísvitandi neigjarna afstöðu til þeirra sem við eigum í erjum við og þá helst með heppilegu, góðgjörnu hugarþeli. Ástúð getur aldrei misst marks þótt að skilyrði einstaka fólks til að meðtaka hana séu óviðunandi. Það að verða mannkær og jágjarn hlýtur að vera eftirsóknanlegt keppikefli fyrir þá sem vilja efla gæskuna í sjálfum sér og öðrum. Við vitum að það er enginn vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Við vitum líka að það þarf heilbrigða, andlega lífssýn til að sætta sig við og hlúa að þeim sem eru óbilgjarnir og neikærir. Göfgi og manngæska ættu að auka líkur á fullkomnari samskiptum vegna þess að þannig afstaða til lífsins og annarra ýta undir það besta sem innra með okkur býr.
Best er að byggja upp og rækta af kostgæfni það andlega atferli í samskiptum sem er gæskuríkt og göfugt en ekki það sem tengist andlegum nöturleika og annarri álíka ógerð. Manngæskan tengist hugfáguðum og hamingjuhvetjandi lífsstíl. Hún eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er vel þess virði að rækta hana upp í innra lífi okkar, sé hún af skornum skammti. Það er mikilvægt að vera mannkær og jásýnn; vera þess megnugur að ylja öðrum og þurfandi, af mannúðlegri mýkt og andlegri reisn.
JRK
Hallgerður rústar veislu
Það er alveg rosalegt álag á mér þessa dagana, reyndar er nokkuð ljóst, að ég er rólega að geðbilast. Málið er að ég var sett í meiriháttar straff, þegar ég ropaði skyndilega, reyndar rosalega, í einni af mörgu laxaveislunum, sem gengið hérna heima hélt á dögunum. Pælið í því, maður er klæddur upp í föt og fínt, til að þóknast þessu ruglaða liði og má ekki einu sinni við matarborðið láta búkinn tala. Mamma er búin að grenja og grenja svo svakalega síðan þetta gerðist og er alveg með það á beru, að við séum búin að tapa öllum tengslum við um tíu toppa í þjóðfélaginu vegna þessa atviks. Það eru alla vega tvær vikur síðan nokkur minkapelsgella eða kjólfatapinni hafa hringt og boðið okkur í lax. Maður getur ælt þessum ofdekursveislum sem maður verður að sitja stífur í eins og hrífuskaft og brosa í allar áttir, þó maður hafi nóg, að gera með brosið þess á milli. Hvernig á ég t.d. að redda snarlega eins og fimm geisladiskum í safnið, ef ég lamast í kjálka við þetta álag. Hugsið ykkur og allt bara af því að ég er neydd til að brosa við liði sem er, hvort sem er, er ekkert nema frekjan og tilætlunarsemin. Það er sko alveg greinilegt eftir svona áfall, að ég brosi ekki fimmtán sinnum í röð fyrir afa á Grandanum í von um að sá gamli opni aldamótabudduna sína, til að redda þessu með diskana. Það er ekki hægt að safna sjálfur fyrir öllu. Ég er svo innilega búin. Ég meina, það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á ungling sem er svo greinilega miður sín af þreytu og sennilega rétt við það að lognast bara útaf, eins og sést svo innilega. Ég finn ekki betur en þeim sé svo sama, þó ég breytist bara rólega í spegilmynd mína og hreinlega svífi hér um húsið eins og vofa. Bara af því að liðinu finnst svo sjálfsagt að nota mig nánast eins og borðskraut, hvenær sem þetta sett hefur boð fyrir fólk sem varla getur talað fyrir flottheitum og fínum andlitskippum. Það sést svo greinilega að þetta gengi er farið að sjúskast. Þoli ég þetta pakk? Nei! Og þá meina ég NO! Glæta að gefa þessum krumpuðu kroppum meiri tíma. Ég hef aldrei séð svona uppáþrengjandi og ofdekrað laxalið. Glansmyndagengi sem ræður ekki við græðgina í sér og sem betur fer ropaði ég framan í það með það sama. Áttu þau það skilið? Já, og það er á tæru. Við skulum bara athuga það, að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að ropa svona innilega í einni veislunni heima hjá henni, þá gekk allt snarlega upp með það sama. Jóa þurfti þetta sama kvöld að díla smá peysu skipti við ellefu manna lið og varð að losna á innan við tíu mínútum við þetta " big mama borðhald" og það tókst. Hún bara ropaði til hægri og vinstri stanslaust í sirka fimm mínútur. Eða rólega, má segja, þangað til allir fengu sæmilega góða velgju og pabbi hennar sagði mjög smeðjulega:" Jóa þarf að fara, vonandi er öllum sama." Glætan eða þannig. Vonandi verð ég uppgvötuð fljótlega .
JRK
Manngæska
Eins og við vitum er eðli okkar mannanna mismunandi og eitt af því sem prýðir einstaka mann er manngæska. Það er vitanlega enginn vandi að vera slæmur og neilægur en það getur verið flókið og fyrirhafnarmikið að vera góðgjarn og réttsýnn.
Hjartagæska kemur meðal annars fram í því að vilja öðrum vel við allar aðstæður. Gæska í öllum myndum telst uppbyggilegur, andlegur aflvaki og ætti því að efla járæn og heilbrigð samskipti. Það er mikilvægt að vera öðrum góður. Ekkert launungarmál er að við sem erum þannig innstillt andlega finnum fyrir vellíðan og friði í samskiptum við aðra. Líknarlundin er mannkær og óeigingjörn atferlisstefna sem finnur venjulega sinn vitjunartíma. Hún verður þeim sem njóta hennar venjulega til blessunar og ávinnings. Veglyndi getur verið margs konar en telst þó fyrst og fremst tengjast kærleikshvetjandi, jágjörnum lífsviðhorfum.
Við verðum sjálf að rækta upp og hlúa að þeim eðlisþáttum í innra lífi okkar sem okkur þykja eftirsóknarverðir og heppilegir til að göfga og fága. Góðsemi verður ekki til fyrir tilviljun eða af sjálfu sér. Það þarf að rækta hana og efla eins og annað. Hún fær þó frekar líf í hugskoti okkar og athöfnum ef við skiljum mögulegan tilgang hennar og teljum hana eftirsóknarverðan aflvaka og mikilvægan í samskiptum. Það verður enginn veraldlega ríkur af því einu að ausa aðra kærleika en viðkomandi eignast þess í stað hugþýðan og hamingjuríkan innri auð sem hvorki ryð né mölur fær grandað.
Ágætt er, ef við erum ósátt við aðra, að reyna eftir megni að hugsa fremur jákvætt en neikvætt til viðkomandi. Hyggilegt er að við mildum vísvitandi neigjarna afstöðu til þeirra sem við eigum í erjum við og þá helst með heppilegu, góðgjörnu hugarþeli. Ástúð getur aldrei misst marks þótt að skilyrði einstaka fólks til að meðtaka hana séu óviðunandi. Það að verða mannkær og jágjarn hlýtur að vera eftirsóknanlegt keppikefli fyrir þá sem vilja efla gæskuna í sjálfum sér og öðrum. Við vitum að það er enginn vandi að vera góður við þann sem er elskulegur og viðmótsþýður. Við vitum líka að það þarf heilbrigða, andlega lífssýn til að sætta sig við og hlúa að þeim sem eru óbilgjarnir og neikærir. Göfgi og manngæska ættu að auka líkur á fullkomnari samskiptum vegna þess að þannig afstaða til lífsins og annarra ýta undir það besta sem innra með okkur býr.
Best er að byggja upp og rækta af kostgæfni það andlega atferli í samskiptum sem er gæskuríkt og göfugt en ekki það sem tengist andlegum nöturleika og annarri álíka ógerð. Manngæskan tengist hugfáguðum og hamingjuhvetjandi lífsstíl. Hún eflir okkur sem góðar manneskjur og þess vegna er vel þess virði að rækta hana upp í innra lífi okkar, sé hún af skornum skammti. Það er mikilvægt að vera mannkær og jásýnn; vera þess megnugur að ylja öðrum og þurfandi, af mannúðlegri mýkt og andlegri reisn.
JRK
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home