Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, apríl 16, 2006

Frjáls til góðra verka

Feigðin kallar
eilífðin opnast
englar birtast
dauðinn heilsar
kaldur tekur.

Guð er nærri
allt er hljótt
þjáning hverfur
í armi drottins
líknar ljósið.

Himneskur friður
fullur kærleika
ylríkur sefar
einmana sál
á framandi slóðum.

Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.

Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðarfaðmi
um aldir alda.

Ort til eiginmanns míns, Ævars R. Kvaran

Hugleiðing
Seiðandi návist
ókunnra afla
kallar á einingu
við frumkraftinn.
En efnið
umvefur löngunina
og kæfir andann
í garði minninganna.
Og árin líða hjá
í fjaðraþyt tímans.
jrk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home