Kaerleikshvetjandi blogg

sunnudagur, apríl 09, 2006

Áreiti

Flestum okkar þykir óþægilegt að verða bitbein svokallaðra áreita. Öll áreiti eru óviðkunnanleg vegna þess að á bak við hegðun og hátterni áreitlanna er iðulega einhver brotalöm sem oft virkar eins og skortur á skilningi á þörfum og viðhorfum annarra.
Þegar verið er að hrella okkur á einhvern hátt eigum við í vök að verjast. Við sjáum ekki tilgang með hegðun viðkomandi og eigum því erfitt með að verjast þeim óþægindum sem geta komið upp í lífi okkar og tilveru ef við lendum í því að aðrir og óvarkárir eru að svekkja okkur með til þess gerðu áreiti og aðgerðum, oftast hvimleiðum og röngum. Ertandi nærvera sem er neikær og ósæmileg getur verið óviðeigandi og óþægileg eins og dæmin hafa sannað.
Engar sýnilegar ástæður þurfa að vera til staðar þegar við verðum fyrir því að aðrir amast við okkur. Það er engu líkara en áreitlar beri ekki skynbragð á hvernig eðlilegum samskiptamörkum á að vera háttað á milli manna. Ef við reynum að komast að því hvers vegna við verðum fyrir hrekkjum og skömm annarra að ósekju getum við átt erfitt með að átta okkur á hvaða hvatir liggja á bak við áreitið. Engu er þó líkara en að einstaka okkar verði hreinlega að hrjá aðra til að fá notið sín og við virðumst fá einhverja óskiljanlega ánægju út úr slíku framferði þótt neigjarnt sé og afvegaleitt.
Staðreynd málsins er þó sú að það er afbrigðilegt að hrella aðra og það eigum við öll að vita. Best er að við eigum sem jákærust samskipti hvert við annað og eigum þannig þátt í því að skapa mildara og mannúðlegra mannlíf. Ágætt er að við gerum ekki hvert öðru óbærilegt að þrífast. Það er nefnilega vitað að með öllu óþarfa áreiti getum við stuðlað að því að þeir sem fyrir verða bugist og brotni fyrir bragðið.
Skilningsleysi er eitt af því sem gerir það að verkum að áreitlar eru öðrum óþægilegri, einmitt vegna þess að þeir sökum vanþekkingar og þroskaleysis amast við öðrum að ósekju. Ef við stöndum í þeim staðreyndarsporum að skilja ekki til fulls viðhorf og vilja annarra til lífsins þýðir það ekki að við getum leyft okkur hvað sem er í samskiptum við viðkomandi.
Samskipti sem byggjast upp á því að við getum ekki um frjálst höfuð strokið vegna þess að ófullkomið fólk íþyngir okkur og áreitir, eru röng og þeim þarf að breyta. Það að gera hvert öðru gramt í geði þegar færi gefst er auðvitað slæmt samskiptasjónarmið og því er mikilvægt að uppræta vangæfa og íþyngjandi hegðun áreitla, sem og annarra samskiptaspellvirkja.
Við eigum að forðast að láta eins og það sé í lagi að gera öðrum lífið óbærilegt með vanvirðandi framkomu og ósæmilegu áreiti sem þjónar engum sýnilegum tilgangi. Margir áreitlar ástunda það og þykir það því miður ávinningsvert. Hyggilegast er ef við höfnum öllum heimskulegum hrekkjum og ásækjum ekki aðra að ósekju. Áreitlar eru lítt áhugaverðir og hljóta sem slíkir að vera öllum til uggs og ama.
jrk

Smápistlar um kynlíf
Endursagt og þýtt af Nínu Rúnu Kvaran


Brjóstahaldarar óskast !
Á Papúa Nýju Gíneu hafa konur af Hagahai-ættbálknum tekið upp á því að ganga í brjóstahöldurum. Síðan ættbálkurinn komst fyrst í tengsl við umheiminn á níunda áratugnum hafa flest þorpin nú aðgang að vestrænum fötum og eru brjóstahaldarar það sem helst er sóst eftir. Eftir undangengin og heldur vandræðaleg samskipti við kristna trúboða hafa konur ættbálksins tekið upp á því að blygðast sín fyrir að ganga um berbrjósta á almannafæri og er því barist með kjafti og klóm um brjóstahaldarana enda skortur á þeim. Það er spurning hvort að slík blygðunarkennd sé af hinu góða eður ei en því miður hafa ekki borist fregnir af því hvernig karlpeningur ættbálksins hefur tekið þessu nýja uppátæki kvennanna. Að minnsta kosti er það alkunna staðreynd að vestrænir karlmenn hafa ætíð lagst sig alla fram við að koma konum úr brjóstahöldurunum frekar en að setja þær í þá!

Ertu tungulipur karl á niðurleið?
5 pottþétt ráð til að fullkomna tungutæknina

1) Komdu henni í rétta stemningu:
Þú verður að koma henni í skilning um að þú sért áhugasamur um það sem þú ert að gera. Ef þú ert hikandi eða vandræðalegur þá líður henni illa og hún kemst líklega að þeirri niðurstöðu að þú sért einungis að framkvæma þessa ,,athöfn” af illri nauðsyn til þess að þú fáir ,,þitt” í staðinn. Sýndu henni fram á að þú einfaldlega fáir ekki nóg af píkunni hennar. Þú þarft að stynja og engjast um og virkilega njóta þess að baða þig í safaríkri stemningunni.
2) Kurteisi og nærgætni í fyrirrúmi:
Þrátt fyrir að karlmenn átti sig ekki alltaf á því þá er ilmurinn af konu hluti af aðdráttarafli hennar og því sem laðar þá að henni. Til þess að ,,mýkja upp” hin náttúrulega konuilm ef hann er heldur öflugur, þá skaltu sleikja undir hettunni sem umlykur snípinn í nokkrar sekúndur eða hafa kröftugar samfarir í nokkrar mínútur áður en munnmökin hefjast. Mundu að margar konur eru ofurviðkvæmar fyrir píkulyktinni og ein röng athugasemd í þá áttina getur þýtt að þú fáir aldrei að reyna á tungufimina meir. Ef að hár flækist upp í munninn á þér þá skaltu losa þig við það með því að sleikja það yfir á lærið á henni en ekki stoppa og fara að spýta eða reyna að kroppa hárið úr munninum fyrir framan hana. Ef dúllan þín er svolítið feimin þá skaltu slökkva ljósin. Ekki þvinga hana til að vera meira í sviðsljósinu en hún er þegar. Ef þú stendur rétt að hlutunum þá líður ekki á löngu þar til hún mun sjálf heimta að hafa ljósin kveikt!
3) Komdu þér í þægilega leti-stellingu:
Gerðu þér grein fyrir því að það geta liðið 20 mínútur eða jafnvel klukkustund áður áður en hún er tilbúin til þess að fá fullnægingu. Þú þarft að hafa stuðning við höfuðið og vera í þægilegri stellingu fyrir maraþonið sem er framundan. Ef þú liggur á síðunni getur þú hvílt höfuðið við læri hennar og ef þú snýrð stellingunni við þá eruð þið komin í afslappað útgáfu af gömlu góðu 69. Svo getur þú einnig látið hana sitja á stólbrún eða rúmstokknum, halla sér aftur og glenna út fæturna á meðan þú hvílir hökuna milli þeirra.
4) Láttu hana vísa þér veginn:
Snípurinn er grundvöllurinn að fyrstu kynlífsreynslu flestra kvenna og hann er gamall félagi sem konan snýr sér til ítrekað við sjálfsfróun. Tunga þín er mýkri heldur en fingur og það er einmitt þess vegna sem konum finnst oftast munnmök þar sem þær eru viðtakandi svo unaðsleg. En engin kona er nákvæmlega eins og þín mun vita sjálf hve mikinn þrýsting hún vill á sinn sníp. Leyfðu henni að sýna þér eða leiðbeina þér í gegnum ferlið og ef þú ert svo óheppinn að finna ekki litla ,,krílið” þá skaltu biðja hana að sýna þér hvar hann er. Það er ekkert skammarlegt við það.
5) Fylgdu þessum leiðbeiningum:
Byrjaðu á því að kyssa og sleikja innanverð læri hennar. Glenntu í sundur skapabarmana og renndu tungunni á milli þeirra upp að snípnum. Fálmaðu varfærnislega fyrir þér með tungunni og þegar viðbrögð hennar virðast hvetjandi, breyttu þá tungunni í rafhlöðulausan míní-titrara. Sleiktu hana með löngum og ertandi strokum bara með tungubroddinum og síðan með allri tungunni. Kysstu, sjúgðu, slafraðu og nartaðu (mjög varlega þó!). Í staðinn að þreyta þig með því að teygja tunguna inn í leggöngin þá skaltu frekar nota til þess einn eða tvo fingur og nota tunguna annars staðar.
Ef að hún er algjörlega hætt að hreyfa sig og snípurinn stendur ekki lengur út úr hettunni er hún annað hvort orðin of örvuð eða einfaldlega farið að leiðast og bíða eftir limnum á þér. Þegar hún nálgast fullnægingu þá þrútnar snípurinn og þegar stóra stundin er runnin upp þá máttu búast við (gerist hjá 15% kvenna) að hún sprauti framan í þig unaðsvökva. Þetta kallast saflát og kemur vökvinn úr þvagrásinni. Ef þetta gerist þá hefur þú upplifað alvöru ,,blauta” fullnægingu- sem eru forréttindi eins og að fara í ferðalag til þess að sjá Niagara-fossana. Gangi þér vel!

Bringuhárin bera manninn!
Getur það verið satt að magn bringuhára getið komið upp um ýmsa aðra þætti í fari karla? Nýjustu rannsóknir benda til þess að svo sé. Susan Bordo, höfundur bókarinnar ,,The Male Body” eða ,,Karllíkaminn” segir að bein tengsl séu á milli hárvaxtar karla á bringunni og ýmissa annarra eiginleika sem þeir kunni að hafa. Skipta má flestum körlum í þessa fjóra flokka:
1) Undradrengurinn: Gæjar með náttúrulega hárlausa og strákslega bringu eru sko aldeilis engin börn þegar kemur að skuldbindingum. Susan segir að skoskir sálfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að karlar með þetta ,,kvenlega” bringuútlit séu líklegri til að vera til staðar fyrir fjölskyldu sína og hjálpa til með börnin.
2) Hárlausi hermaðurinn: Gæjar sem sporta gljáandi og vaxborinni bringu sem skín eins og vel fægður skjöldur hafa yfirleitt miklar áhyggjur af líkamsímynd og útliti. Stundum jaðrar slíkt við sjálfsdýrkun. En fyrir þær sem hafa áhuga á vel mössuðum skrokkum eru þessir menn úrvalsmannsefni.
3) Meðal-Jón: Ásamt Ben Affleck og gæludýrinu hans Matt Damon, þá falla langflestir gæjar í þennan flokk miðlungs-bringuhárvaxtar. Það sem hægt er að segja um þessa Meðal-Jóna er að eins og með bringuhárin þá er kynhvöt þeirra yfirleitt með ágætu móti eða í meðallagi eins og eðlilegt má teljast.
4) Kafloðna kyntröllið: Ekki láta útlitið blekkja ykkur! Þrátt fyrir Neanderdals-legt yfirbragð, þá sýndi ein rannsókn fram á tengsl milli góðrar greindar hjá körlum og mikils hárvaxtar á líkama. Mikil og loðin bringa með hárum sem ná niður að hnúum og aftur á bak er einnig beintengd við hátt magn karlhormóna og kynorku.

Til umhugsunar um kynlíf

Á hverjum degi eiga sér stað 100 milljón kynlífsathafnir á meðal manna. Beinar afleiðingar eru 910 þúsund getnaðir og 356 þúsund ný tilfelli af bakteríu- og veirusmiti. Um það bil 50% allra getnaða eru óskipulagðir og 25% þungana eru ótímabærar og óvelkomnar.

Kryddað upp á trúboðann!
Margir hafa sagt að það jafnist ekkert á við gömlu góðu trúboðastellinguna en aðrir telja hana löngu hafa tapað gildi sínu og vera aldeilis leiðinlega. Ert þú einn af þeim sem tilheyra síðarnefnda hópnum? Hér má benda á frábæra hugmynd til þess að krydda örlítið upp á þessa annars klassísku stellingu. Snúðu dæminu við! Leggstu á bakið og breiddu úr fótunum og biddu konuna um að leggjast ofan á þig með fæturna þétt saman. Konan hefur þá tekið við hefðbundnu hlutverki karlsins og ræður ferðinni. Hvað græðir þú á þessu? Jú, í fyrsta lagi er það staðreyndin að konan fær að stýra og aukin ánægja hennar þýðir aukna ánægju fyrir þig. Hin hefðbundna trúboðastelling leyfir mikla vídd hreyfinga, allt frá djúpum til grunnra innsetninga sem geta verið harkalegar eða blíðar, allt eftir stemningu. Þegar stellingunni hefur verið snúið við, þ.e. konan liggur ofaná með fæturna þétt saman á milli útglenntra fóta karlsins, þá verða miklar ryskingar nánast ómögulegar og mörg pör gefast fljótt upp og snúa sér að einhverju sem er auðveldara. En gefstu ekki upp og þú munt upplifa nánast einstæða tilfinningu.
Leggstu niður og spurðu dömuna hvort henni væri ekki sama þó að hún héldi lærunum þétt saman og hamaðist dálítið á þér. Hún verður að vera nokkuð orkumikil og þessi stelling getur krafist örlítillar æfingar. Í fyrstu getur það verið eins og ekkert sé að gerast hjá þér. En þegar þú nærð að slaka á og leyfa dömunni að sjá um alla vinnuna þá mun spennan í limnum smám saman vaxa og tilfinningin að hlutverkunum hafi verið snúið við, að hún sé að gefa og þú að þiggja, mun trylla þig. Slepptu fram af þér beislinu og daman mun verða mjög ánægð…
Til þess að gera þetta enn auðveldara og líka til þess að gefa dömunni þá tilfinningu að hún sé kúreki í ródeo-hringnum, þá skaltu setja púða undir þig. Á meðan hún hamast á ótemjunni þá skaltu gefa höndunum lausann tauminn og snerta allt sem þú nærð í…. Hún getur þá alltaf haldið þér niðri og kæft þig á hárinu sínu ef káfið fer í taugarnar á henni. Til þess að flýta fyrir sáðláti þá getur annað ykkar togað aftur húðina á limnum og haldið henni strektri. Gangi ykkur vel!

Mannasiðir í rúminu

Hér eru tíu reglur fyrir ykkur karlmenn um mannasiði í rúminu sem mamma ykkar kenndu ykkur aldrei og faðir ykkar (blessaður karlinn) hafði ekki hugmynd um:
1) Hreinsið tólin: að handfjatla skítug og illa lyktandi tól er ekki aðlaðandi í augum kvenna. Þvoðu þér reglulega en þó ekki svo oft að þú missir hin náttúrulega ilm sem hefur aðdráttarafl á konur. Og ekki ganga í úldnum nærfötum!
2) Tileinkið ykkur túrtappa taktvísi: í hita kynferðislegs augnabliks getur kona orðið kærulaus. Ef þú uppgötvar lítinn spotta sem hefur verið hent undir rúm í flýti þá skaltu ekki segja: ,,Komdu hérna litla mús!” Reyndu heldur, eins afslappað og eðlilega og þú getur, að spyrja hana hvort hún sé á blæðingum. Gerðu allt sem þú getur til þess að bæla niður angistarveinið þegar þú uppgötvar blóð á limnum. Ef þetta er þitt rúm, þá eru rauðar rákir, vökvapollar og aðrir blettir þitt vandamál, vinur.
3) Vertu skarpur á skapið: að sanna fyrir henni allt um gífurlega kunnáttu þína í framandi kynlífsstellingum eins og að framkvæma 69-stellinguna standandi er kannski ekki svo góð hugmynd þegar það eina sem hún vill er kossar, kúr og að finna fyrir þér inní sér. Hún er bara kynlífsleikfang þegar hún vill vera það!
4) Leyfðu henni að koma fyrst: að láta konu missa af fullnægingunni sem var rétt að koma, vegna þess að þú ert búinn að klára og vinurinn orðinn linur, er hámark sjálfselsku og ókurteisi. Vegna viðkvæmni í kynkirtlum þegar sáðláti er lokið finna margir karlar þörf til þess að draga sig í hlé. Þeir hafa einnig tilhneigingu til þess að sofna. Þetta virkar afar illa á konu sem langar til þess að halda áfram siglingunni. Hleyptu aðeins af þegar hún er fullnægð og þið getið svo hvílt ykkur saman á eftir.
5) Taktu eftir líkamstjáningu: gleymdu öllu kjaftæðinu sem þú hefur lesið í kynlífsbókum sem er uppfullar af pólitískri rétthugsun. Að fara að ræða um sálfræðilega, siðferðislega og líffræðilega kosti og galla hinna ýmissa kynlífsathafna er ekki diplómatískt eða pólitísk rétthugsun, það er hreint út sagt órómantískt! Notaðu heldur innsæið þegar þú nýtur ásta. Í stað þess að spyrja: ,,Finnst þér gott þegar ég ýti hérna?” þá skaltu nota líkamann þinn til samskipta og vertu naskur á viðbrögði hennar þegar þú ja, til dæmis, sveiflar limnum í átt að munn hennar.
6) Allt er gott í hófi: að halda áfram að hamast og djöflast þegar hún er augljóslega búin að fá nóg veldur ekki hrifningu hjá neinum og þú skorar enga aukapunkta. Kynlíf er ekki þolpróf! Ef hún er orðin þreytt og safinn farinn að þorna upp, leyfðu þá fingrunum, þínum eða hennar, að ljúka leiknum fljótt og örugglega. Hún mun þá ekki saka þig um að hafa eytt öllu kvöldinu í vitleysu og skilið ykkur bæði eftir aum og sár.
7) Náðu í gestahandklæðið: mörgum körlum gæti fundist það hreinasta þjóðráð að hafa klósettrúlluna við hendina til að þurrka upp eftir villta ástarleiki en slíkt framferði á ekki eftir að heilla fagurfræðilegt skyn kvenþjóðarinnar. Vertu herramaður! Náðu í dúnmjúkt og hreint handklæði eða svamp bleytt í ylvolgu vatni og strjúktu varfærnislega af henni allan aukavessa og klístur. Konur kunna að meta slíka herbergisþjónustu. Ef hún er ein þeirra sem vill nudda sæðinu eins og kremi inn í húðina á sér, þá skaltu dást að því hvað hún er mikil Móðir Jörð!
8) Ekki vera smokka-slóði: vinkona þín mun ekki fagna því að finna notaðan smokk undir rúmi hjá sér þremur dögum seinna. Vertu snyrtilegur og vefðu notuðum verjum inní pappír og hentu þeim svo í ruslið.
9) Samanburður er bannaður: kona vill heyra að hún sé frábær í rúminu. Þegar hún gerir eitthvað sem þér líkar þá skaltu endilega segja henni það. En í öllum bænum ekki bera hana saman við aðrar konur sem þú hefur verið með! Láttu hana halda að hún sé besti elskhugi í heiminum. Í næsta skipti sem þið njótið ásta verður hún óð og uppvæg að sanna sig.
10) Og ekki hlaupa í átt að dyrunum: þegar kynáhuginn hefur rénað og allir farnir að slaka á eftir góðan sprett, þarfnast konan staðfestu þess að þú sért enn fullur áhuga á henni. Ef það er nauðsynlegt að þú farir eftir að kynlífi er lokið þá skaltu halda utan um elskuna þína í smá stund. Hver veit, hún gæti boðið þér að koma aftur í aðra lotu!

Staðreyndir um símasex

Sumir eru haldnir áráttu sem kallast á fagmáli telephonicopilia eða nokkurs konar símasex-þráhyggja, það að örvast yfir símtölum um kynlíf. Vanalega er um að ræða samræður á milli tveggja eða fleiri einstaklinga stundum á meðan einn eða fleiri fróa sér. Hin útgáfan sem er eins konar síma-nauðgun er þegar fólk fær dónaleg símtöl af kynferðislegum toga. Þegar skipst er á fantasíum á þennan hátt getur fólk komist að ýmsum leyndum kynferðislegum þörfum hvers annars svo að næst þegar konan hringir í þig og er gröð, þá skaltu hlusta vel og vandlega. Einnig býður símasex uppá möguleika fyrir menn að hringja í símalínur þar sem þeir geta sett á svið kynlífsathafnir sem eru jafnvel líkamlega ómögulegar eða sadískar á meðan þeir rúnka sér án þess að gera neinum mein.

Ræstingarþjónustan Berrössuð hf.

Að ræsta er erfitt og þreytandi starf sem enginn hefur gaman af að gera. En það eru til leiðir til þess að gera hreingerningar áhugaverðari eins og íbúar sóðalegra heimila í Los Angeles hafa komist að. Ræstingarþjónustan Maid in LA eða Berrössuð hf. eins og hún gæti kallast á íslensku, er ólík öðrum heimilisþjónustum að því leytinu að starfsfólkið birstist ekki heima hjá þér með rúllurnar í hárinu sveiflandi fjaðrakústinum. Þess í stað munu þau koma og þurrka af kaffiborðinu þínu og fægja silfrið algjörlega nakin!
Þetta fyrirtæki er hugarfóstur Tony Perrotta sem stofnaði það árið 1989 eftir að hann fékk upphringinu frá nektarsumarbúðum sem voru að leita að öðrum nektarsinnum sem væru til í að hreinsa og ræsta ráðstefnusalina þeirra.
,,Starfsfólkinu mínu finnst mun auðveldara að ræsta berrassað”, segir Perrotta ,,en við lentum reyndar einu sinni í því að karlkynsstarfskraftur var að bera fram bakka með heitum kjötbollum og hann brann illa þegar hann missti jafnvægið og bollurnar komu rúllandi niður á hans viðkvæmasta stað. Hann var frá vinnu í 2 vikur”.
Viðskiptavinir geta pantað ræstitækni eftir eigin smekk. Þeir koma í öllum stærðum og gerðum, umskornir eða ekki, með stór brjósta eða útstandandi rassa. 700 fastakúnnar geta valið á milli 60 mismunandi kvenna og karla sem hreinsa íbúðir þeirra fyrir 30 dollara á klukkustund á meðan kúnninn fylgist áhugasamur með. En ef fólk ætlar sér að ráða naktan ræstitækni þá verða þeir að fylgja ákveðnum fyrirfram settum reglum. ,,Það er alveg bannað að snerta eða leitast eftir kynmökum”, segir Perrotta ,,en auðvitað hefur einstaka klíp aldrei ollið neinum alvarlegum skaða…”
En hefur starfið sína vankanta líka. ,, Ein þernan frá okkur lenti í því að þurfa að svara heldur vandræðalegum spurningum frá eiginkonu kúnna sem hafði fengið slag á meðan hún var að búa um rúmið.” heldur Perrotta áfram ,,Það kom í ljós að eiginkonan stóð í þeirri meiningu að karlinn væri svona ofsalega myndarlegur og héldu öllu í toppstandi sjálfur heima. Hún vissi ekki að nakin kona þreif allt heimilið einu sinni í viku.”

Ný gerð af brjóstastækkun

Vísindamenn í Bandaríkjunum vinna að því að þróa lifandi brjóstavef til þess að nota til brjóstastækkunar í stað hins hefðbundna silíkons. Nú þegar er húð sem ræktuð hefur verið á rannsóknarstofu notuð til þess að meðhöndla fótasár og aðrar gerðir stórra sára og það með góðum árangri. Slík húð er líffræðilega virk, eða lifandi, og henni er ekki hafnað af ónæmiskerfi einstaklingsins. Til þess að ná fram réttri stærð og lögun draumabrjóstanna, eru húðfrumurnar ræktaðar í þar til gerðu móti. Það verður spennandi að vita hvort að þess konar brjóstastækkanir eru framtíðin því að minnsta kosti hljómar þetta heilsusamlegra en silíkonið sem er ekki efni sem í raun á heima í mannslíkamanum. Það verður líka spennandi að vita hvort að þess konar brjóst verði flottari en silíkonbrjóstin sem oft eru æði misjöfn að gæðum.

Besti tíminn til bólfara?

Pörum sem hafa hug á að eignast barn hefur oft verið ráðlagt að stunda ekki kynlíf á hverjum degi vegna þess að daglegt sáðfall var talið minnka líkurnar á góðum fjölda sáðfruma í sæðinu. En nýjustu rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þess að fljótasta og öruggasta leiðin að getnaði sé sú að stunda kynlíf oft og á hverjum degi alveg fram að egglosi og halda þá að sjálfsögðu áfram að njóta hvers annars. Þess konar kynlífsferli leiðir til þess að líkurnar til frjóvgunar eru um 37% en þær eru aðeins um 33% hjá konum sem stunda aðeins kynlíf nákvæmalega á egglostímabilinu. Það hafa enn ekki fundist nein tengsl milli kynferðis barnsins og tíma getnaðar.

2 Comments:

  • At 2:43 e.h., Blogger Unknown said…

    Vinsamlegast lestu mína Herpes CURE. Halló Allir loksins læknaði mig af herpesveirunni sem heitir DOCTOR MOHAMMED, ég er frá Florida USA. Ég vil deila vitnisburði mínum til almennings um hvernig þessi mikill maður, sem heitir Dr Mohammed, læknar herpes minn. Ég hef verið HERPES sjúklingur í meira en ár og tvö mánuði og ég hef verið í sársauka þangað til ég komst yfir þessa konu þegar ég fór til Hollands fyrir viðtal sem varð að einu sinni verið sjúklingur með herpes, ég útskýrði allt fyrir hana og hún Sagði mér að þetta er mikill læknir sem hjálpar henni að lækna herpes hana og hún gaf mér netfangið sitt fyrir mig til að hafa samband og ég gerði eins og hún gaf fyrirmæli. Og Dr sagði mér hversu mikið á að kaupa Herpes náttúrulyfið og hvernig ég mun fá það, sem ég gerði. Og hann sendi mér náttúrulyfið í gegnum UPS COURIER SERVICE og ég notaði það samkvæmt leiðbeiningum sínum og mér mesta á óvart að ég tók Herpes náttúrulyfið í aðeins 2 vikur og sjáum að ég fór í herpespróf, til að minnsta kosti á óvart fyrir Læknirinn staðfesti mér að vera laus við herpes og sagði að ég hef ekki lengur herpes í kerfinu mínu og þar til ég hef aldrei fundið fyrir einhverjum sársauka né einkennum herpes, svo ég sagði að ég þurfi að vitna góðvild þessa manns til almennings fyrir ef þú ert Þar brimbrettabrun frá þessum Herpes vandamálum eða einhverjum banvænum sjúkdómum eða öðrum sjúkdómum þar sem ég mun ráðleggja þér að hafa samband við hann á vinnuskilaboðum hans:
    (Herbalcure12@gmail.com) spjallað eða hringt í whatsapp +2349036036397 og ég fullvissa þig um að hann muni hjálpa þér eins og hann gerði fyrir mig í lagi

     
  • At 3:06 e.h., Blogger merly said…

    Mig langar að deila dásamlegu vitnisburði mínum um hvernig ég kom aftur til eiginmannar míns í lífi mínu, ég vil segja fólki að það sé raunverulegt stafrænt á netinu á netinu og er öflugt og einlægt. Hann heitir DR PEACE, hann hjálpaði mér nýlega að hafa sambandið mitt sameinað með eiginmanni mínum sem varpaði mér. Þegar ég snerti DR PEACE kastaði hann ástfangelsi fyrir mig og eiginmanninn minn sem sagði að hann hefði ekkert að gera með mér, kallaði mig og bað mig. Fyrir alla sem lesa þessa grein og þarfnast hjálpar, getur DR PEACE einnig boðið upp á alls konar hjálp, svo sem að sameina hjónaband og samband, lækna alls konar sjúkdóma, málaferli, meðgöngu frásögn, við erum nú mjög ánægð með okkur sjálf. DR PEACE gerir honum grein fyrir hversu mikið við elskum og þarfnast hvert annað. Þessi maður er alvöru og góður. Hann getur einnig hjálpað þér að endurheimta brotið samband þitt. Ég hafði eiginmanninn minn aftur! Það var eins og kraftaverk! Engin hjónaband ráðgjöf og við erum að gera mjög vel í kærleika líf okkar. Hafðu samband við þennan mikla mann ef þú átt í vandræðum með sjálfbæran lausn
    með tölvupósti: doctorpeacetemple@gmail.com
    WhatsApp: +2348059073851
    Viber: +2348059073851

     

Skrifa ummæli

<< Home