Kæri Drottinn, við biðjum þig að hjálpa okkur að öðlast frið í hjarta og huga. Sendu hverju og einu okkar engill sem umvefur okkur með himneskri áru sinni og hjúpar okkur inn í guðdómalegan faðm sinn þannig að við finnum vernd Þína og umhyggju nærri sálu okkar. Hjálpaði okkur að reyna að feta á fótspor sonar þíns og verða friðarberar í þínu nafni hvert sem við förum, þannig að við megum skilja eftir okkur arfleifð elsku og kærleika. Amen.
BÆN Elskulegi Drottinn. Heyr bænir okkar sem áköllum þig af einlægni. Við biðjum þig um að styrkja okkur í öllum raunum og veita okkur aukna trú á tilvist vonarinnar. Við biðjum þig um að hjálpa okkur að verða að betri mönnum sem verða þeim sem minnimáttar eru til framdráttar. Hjálpa þú okkur að láta gott af okkur leiða og leið huga okkar frá sjálfhverfum hugsunarhætti og áhyggjum vegna þess sem er ekki á okkar færi að breyta. Umvefðu okkur hvítri Kristsorku sem myndar andlegan verndarhjúp okkur til stuðnings. Hjálpaðu okkur að elska nágranna okkar eins og við elskum sjálf okkur en líka læra að elska okkur sjálf án fordóma og niðurrifs. Kæri Drottinn, vaktu yfir okkur allar stundir og leyf okkur að framkvæma þannig að þú getir horft á okkur með velþóknun. Við biðjum þessa í einlægni og kærleika.
Amen.
PRAYER
Dear Lord. Here our prayers. We conceive them in our hearts most sincere. Help us to improve as human beings and be of positive use to others in Your sacred name. Please help us to help those that need help so desperately. Bring Your wisdom and guidance into our lives so we may expand and spread the Word to others. Send Your christal-clear energy to those that need spiritual nourishment. Please Dear Lord, hear our prayers.
Amen.
NRK
Endursagt og þýtt af Nínu Rúnu Kvaran:
5 mínútna hjónabönd í Íran
Í landi þar sem ógiftum pörum leyfist ekki að vera ein saman en löggilt hjónaband jafngildir algjörri skerðingu á sjálfstæði, hafa margar íranskar konur valið annan og tímabundinn kost. Ein bæn hvísluð í flýti gerir samband kærustupars löggilt hjónaband í eins stuttan tíma og parið kýs.
Fati er blaðamaður að nálgast þrítugt og hún er einhleyp. Fyrir skömmu síðan hitti hún Ali, 30 ára gamlan lækni sem er kvæntur og á 2 börn. Það hjónaband var ráðahagur, skipulagður af fjölskyldum beggja aðila. Fati og Ali löðuðust strax að hvort öðru og ákváðu að skreppa eitthvert saman eina helgi. En þau búa í Íran og þar banna siðferðislög ógiftum pörum að fara út saman. Sérstakir ,,byltingarverðir” eru alltaf á ferðinni og sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Þeir hýða hverja þá konu sem sést á götum úti án þess að vera algjörlega hulin slæðu, 70 svipuhöggum fyrir hverja naglalakkaða nögl og hvert einasta hár sem sést á höfði hennar og þeir neyða einnig öll ógift pör sem sést til á almannafæri til þess að giftast. Þess vegna kusu Fati og Ali tímabundið bráðabirgðahjónaband, svokallað sigheh. Ali hvíslaði bænina sem til þarf, þau samþykktu 3 daga hjónaband og héldu svo til Kaspíahafsins í frí.
Þess háttar hjónaband er fullkomlega löglegt og krefst engra annarra formsatriða en þess að farið sé með bænina og að báðir aðilar samþykki ráðahaginn. Tímabundið bráðabirgðahjónaband getur enst allt frá 5 mínútum upp í 70 ár. Þegar tíminn sem samþykktur var er runninn út, geta málsaðilar farið hvort sína leið og eru þá ekki lengur gift hvort öðru. Karlmenn geta átt margar eiginkonur á sama tíma en kona má ekki eiga fleiri en einn eiginmann, hvort sem hún er gift á hefðbundinn hátt eða í bráðabirgðahjónabandi. Kona verður einnig að bíða þar til hún hefur næst á klæðum áður en hún getur gift sig aftur til þess að hún sé örugglega ekki ófrísk af barni eiginmanns úr bráðabirgðahjónabandinu. Ef svo væri, þá ætti barnið sama erfðarétt og önnur börn þess manns.
Korshid er 55 ára gömul vændiskona í Isfahan. Hún hefur tapað tölunni á þeim skiptum sem hún hefur verið gift. ,,Mín sérgrein eru ungir guðfræðinemar”, útskýrir hún. ,,Þeir fá útborgað á fimmtudögum svo að þá skrepp ég í niðrí háskólann.” Á einni nóttu sængar hún hjá öllum háskólanum og giftir sig á 5 mínútna fresti. Þar sem hún er komin úr barneign þá þarf hún ekki að bíða í mánuð á milli giftinga.
Bráðabirgðahjónabönd má rekja aftur til upphafs Íslams og voru mjög algeng þar til þau voru bönnuð með lögum af Sunni múslimum á 7. öldinni. En Shiah múslimarnir, minnihlutahópur sem settist á endanum að í Íran, neitaði að hætta þessari iðju og því hafa bráðabirgðahjónabönd verið við líði þar til í dag.
Hefðbundin, formleg hjónabönd eiga sér enn stað. Þá er samningur búinn til af þeim sem eiga að giftast eða af foreldrum þeirra og eru ákvæði hans löglega bindandi. Í bráðabirgðahjónaböndum er samningurinn munnlegur og ákvæði hans eingöngu á milli hjónakornanna.
Fati ætlar sér að giftast á hefðbundinn hátt í framtíðinni en henni finnst bráðabirgðahjónabandið mjög hagstætt fyrirkomulag þrátt fyrir að hún myndi aldrei viðurkenna það opinberlega að hafa gifst á þann hátt. Slík hjónabönd teljast mjög lágkúruleg. ,,Þau veita miklu meira svigrúm heldur en varanleg hjónabönd. Þú veist að tímabundið hjónaband tekur enda og ef þú færð nóg af náunganum þá situr þú ekki uppi með hann að eilífu”, útskýrir hún. Skilnaður er mögulegur í venjulegu hjónabandi en undir slíkum kringumstæðum eru það karlmennirnir sem hafa yfirhöndina. Tæknilega séð þurfa þeir aðeins að segja ,,ég skil við þig” þrisvar sinnum í viðurvist vitnis. Í raun er það þó ekki alveg svo auðvelt fyrir þá að skilja.
Fyrirkomulag bráðabirgðahjónabandsins býður þó upp á misnotkun. Karlmaður þarf aðeins að fara með sigheh bænina áður en hann nauðgar konu og hann getur síðan haldið því fram að það hafi verið hans réttur að nauðga henni sem bráðabirgðaeiginmaður. Írönsk lög viðurkenna ekki nauðgun innan hjónabands. Bráðabirgðahjónaböndin skapa líka aðstæður fyrir auðuga og oft eldri menn til þess að kaupa sér eiginkonu ef þeim þóknast svo; bláfátækar fjölskyldur eru oftar en ekki mjög viljugar til þess að selja dætur sínar fyrir ,,giftingargjald” sem fer beint til foreldranna. Þessar ólánsömu eiginkonur eru oftar en ekki rétt komnar á unglingsaldurinn, mjög ófúsar til þess að giftast og eru síðan slyppar og snauðar þegar hjónabandinu líkur. Þá er þeim einfaldlega kastað út á götuna og verða að sjá um sig sjálfar. Fyrir margar stúlkur er skrefið frá hjónabandi til vændis mjög stutt.
En Fati heldur því samt fram að bráðabirgðahjónabandið hafi mikla kosti: ,,Þegar maður er giftur á hefðbundna mátann þá getur maður ekki unnið úti nema með leyfi eiginmannsins. Maður getur ekki ferðast nema að hafa meðferðis löggilt skjal með leyfi eiginmannsins, strangt til tekið á maður ekki einu sinni að fara út úr húsi án hans samþykkis. Hver vill festast í slíkri aðstöðu þegar maður getur gifst hamingjusamlega yfir eina helgi án nokkurs tilstands?”
BÆN Elskulegi Drottinn. Heyr bænir okkar sem áköllum þig af einlægni. Við biðjum þig um að styrkja okkur í öllum raunum og veita okkur aukna trú á tilvist vonarinnar. Við biðjum þig um að hjálpa okkur að verða að betri mönnum sem verða þeim sem minnimáttar eru til framdráttar. Hjálpa þú okkur að láta gott af okkur leiða og leið huga okkar frá sjálfhverfum hugsunarhætti og áhyggjum vegna þess sem er ekki á okkar færi að breyta. Umvefðu okkur hvítri Kristsorku sem myndar andlegan verndarhjúp okkur til stuðnings. Hjálpaðu okkur að elska nágranna okkar eins og við elskum sjálf okkur en líka læra að elska okkur sjálf án fordóma og niðurrifs. Kæri Drottinn, vaktu yfir okkur allar stundir og leyf okkur að framkvæma þannig að þú getir horft á okkur með velþóknun. Við biðjum þessa í einlægni og kærleika.
Amen.
PRAYER
Dear Lord. Here our prayers. We conceive them in our hearts most sincere. Help us to improve as human beings and be of positive use to others in Your sacred name. Please help us to help those that need help so desperately. Bring Your wisdom and guidance into our lives so we may expand and spread the Word to others. Send Your christal-clear energy to those that need spiritual nourishment. Please Dear Lord, hear our prayers.
Amen.
NRK
Endursagt og þýtt af Nínu Rúnu Kvaran:
5 mínútna hjónabönd í Íran
Í landi þar sem ógiftum pörum leyfist ekki að vera ein saman en löggilt hjónaband jafngildir algjörri skerðingu á sjálfstæði, hafa margar íranskar konur valið annan og tímabundinn kost. Ein bæn hvísluð í flýti gerir samband kærustupars löggilt hjónaband í eins stuttan tíma og parið kýs.
Fati er blaðamaður að nálgast þrítugt og hún er einhleyp. Fyrir skömmu síðan hitti hún Ali, 30 ára gamlan lækni sem er kvæntur og á 2 börn. Það hjónaband var ráðahagur, skipulagður af fjölskyldum beggja aðila. Fati og Ali löðuðust strax að hvort öðru og ákváðu að skreppa eitthvert saman eina helgi. En þau búa í Íran og þar banna siðferðislög ógiftum pörum að fara út saman. Sérstakir ,,byltingarverðir” eru alltaf á ferðinni og sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Þeir hýða hverja þá konu sem sést á götum úti án þess að vera algjörlega hulin slæðu, 70 svipuhöggum fyrir hverja naglalakkaða nögl og hvert einasta hár sem sést á höfði hennar og þeir neyða einnig öll ógift pör sem sést til á almannafæri til þess að giftast. Þess vegna kusu Fati og Ali tímabundið bráðabirgðahjónaband, svokallað sigheh. Ali hvíslaði bænina sem til þarf, þau samþykktu 3 daga hjónaband og héldu svo til Kaspíahafsins í frí.
Þess háttar hjónaband er fullkomlega löglegt og krefst engra annarra formsatriða en þess að farið sé með bænina og að báðir aðilar samþykki ráðahaginn. Tímabundið bráðabirgðahjónaband getur enst allt frá 5 mínútum upp í 70 ár. Þegar tíminn sem samþykktur var er runninn út, geta málsaðilar farið hvort sína leið og eru þá ekki lengur gift hvort öðru. Karlmenn geta átt margar eiginkonur á sama tíma en kona má ekki eiga fleiri en einn eiginmann, hvort sem hún er gift á hefðbundinn hátt eða í bráðabirgðahjónabandi. Kona verður einnig að bíða þar til hún hefur næst á klæðum áður en hún getur gift sig aftur til þess að hún sé örugglega ekki ófrísk af barni eiginmanns úr bráðabirgðahjónabandinu. Ef svo væri, þá ætti barnið sama erfðarétt og önnur börn þess manns.
Korshid er 55 ára gömul vændiskona í Isfahan. Hún hefur tapað tölunni á þeim skiptum sem hún hefur verið gift. ,,Mín sérgrein eru ungir guðfræðinemar”, útskýrir hún. ,,Þeir fá útborgað á fimmtudögum svo að þá skrepp ég í niðrí háskólann.” Á einni nóttu sængar hún hjá öllum háskólanum og giftir sig á 5 mínútna fresti. Þar sem hún er komin úr barneign þá þarf hún ekki að bíða í mánuð á milli giftinga.
Bráðabirgðahjónabönd má rekja aftur til upphafs Íslams og voru mjög algeng þar til þau voru bönnuð með lögum af Sunni múslimum á 7. öldinni. En Shiah múslimarnir, minnihlutahópur sem settist á endanum að í Íran, neitaði að hætta þessari iðju og því hafa bráðabirgðahjónabönd verið við líði þar til í dag.
Hefðbundin, formleg hjónabönd eiga sér enn stað. Þá er samningur búinn til af þeim sem eiga að giftast eða af foreldrum þeirra og eru ákvæði hans löglega bindandi. Í bráðabirgðahjónaböndum er samningurinn munnlegur og ákvæði hans eingöngu á milli hjónakornanna.
Fati ætlar sér að giftast á hefðbundinn hátt í framtíðinni en henni finnst bráðabirgðahjónabandið mjög hagstætt fyrirkomulag þrátt fyrir að hún myndi aldrei viðurkenna það opinberlega að hafa gifst á þann hátt. Slík hjónabönd teljast mjög lágkúruleg. ,,Þau veita miklu meira svigrúm heldur en varanleg hjónabönd. Þú veist að tímabundið hjónaband tekur enda og ef þú færð nóg af náunganum þá situr þú ekki uppi með hann að eilífu”, útskýrir hún. Skilnaður er mögulegur í venjulegu hjónabandi en undir slíkum kringumstæðum eru það karlmennirnir sem hafa yfirhöndina. Tæknilega séð þurfa þeir aðeins að segja ,,ég skil við þig” þrisvar sinnum í viðurvist vitnis. Í raun er það þó ekki alveg svo auðvelt fyrir þá að skilja.
Fyrirkomulag bráðabirgðahjónabandsins býður þó upp á misnotkun. Karlmaður þarf aðeins að fara með sigheh bænina áður en hann nauðgar konu og hann getur síðan haldið því fram að það hafi verið hans réttur að nauðga henni sem bráðabirgðaeiginmaður. Írönsk lög viðurkenna ekki nauðgun innan hjónabands. Bráðabirgðahjónaböndin skapa líka aðstæður fyrir auðuga og oft eldri menn til þess að kaupa sér eiginkonu ef þeim þóknast svo; bláfátækar fjölskyldur eru oftar en ekki mjög viljugar til þess að selja dætur sínar fyrir ,,giftingargjald” sem fer beint til foreldranna. Þessar ólánsömu eiginkonur eru oftar en ekki rétt komnar á unglingsaldurinn, mjög ófúsar til þess að giftast og eru síðan slyppar og snauðar þegar hjónabandinu líkur. Þá er þeim einfaldlega kastað út á götuna og verða að sjá um sig sjálfar. Fyrir margar stúlkur er skrefið frá hjónabandi til vændis mjög stutt.
En Fati heldur því samt fram að bráðabirgðahjónabandið hafi mikla kosti: ,,Þegar maður er giftur á hefðbundna mátann þá getur maður ekki unnið úti nema með leyfi eiginmannsins. Maður getur ekki ferðast nema að hafa meðferðis löggilt skjal með leyfi eiginmannsins, strangt til tekið á maður ekki einu sinni að fara út úr húsi án hans samþykkis. Hver vill festast í slíkri aðstöðu þegar maður getur gifst hamingjusamlega yfir eina helgi án nokkurs tilstands?”
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home