Ljóð I
Ævintýri
Hvar er þögn án hafsjós vandræða
er hvolfist yfir án birtu og yls.
Þegar ríkir sorg og sólarleysi
sefur andinn og grætur án orða.
Opnast hugur og horfir inn í tómið
hvergi neins að vænta, bara myrkur.
Allt svo kalt sem krefst vonar og trúar
í krafti elds sem lifir djúpt í sálinni.
Þegar allt er hljótt, hlýr andvari logar
og heitur strýkur grátbólgna kinn trega.
Í heimi hörku og spennu þrífst tæpast
hugur bjartrar sýnar ævintýra án tals.
Óljóst sér og vonar vanmáttug hið góða
er voldugt breiðir faðminn mót skuggum.
Í afkimum dökkar myndir leynast og tifa
er láta hrærast í skjóli eymdar og vonleysis.
Að hafa ótta af vanmætti ógnar
öllum sem lifa í skjóli hryggðar án athafna.
Að finna frelsi er hvatning sem gleður
því frjáls horfir glaðbeitt fram á veg.
Sól bjartsýni og kærleika er sterkt
sigurtákn sem hrífur gleðivana sál.
Að halla sorgbitnu hjarta að þeim
sem hafa styrk sem ornar í kvíða.
Það er fátt sem fæst án vilja
fegnum án leiða depurðar sem lamar.
Ó, að allt verði gott og gefandi
er grípur hið innra og gleður dapra.
Höf. Jóna Rúna Kvaran
Ort á Hjálpræðishernum sunnudaginn 22.janúar 2006
Ljóð II
Hugmyndir
Ópin læðast um hugann og hverfa
hægt inn í þögn sálar sem grætur.
Allt svo undurhljótt sem lifir hér
og ekkert sem hvetur eða örvar hugann.
Að horfa í spurn og líta heiminn
er hamingja um stund og yljar.
En óttin kemur og hvergi hlífir
og hönd sorgar umvefur einan.
Það er alltaf spurn hvar hugmyndir eru
sem hvetja áfram veg gleði og vonar.
Kannski í skjóli sem leynist í birtu
sólar opinberast ef beðið er af afli.
Ekki er von á létti í bráð þó ætíð
sé óskað alls sem örvar og hlýjar þreyttum.
Ef skimað er yfir völl undra sem leynast
og ógna þögul þá eflist og magnast vonarvissa.
Án gleði sýna vaknar leiði og líkn
er langt frá þeim heimi sem blasir við.
Ó, að allt verði sem nýtt og notist
án neikvæðis í hafi synda og vondeyfðar.
Ögrandi ógnir vissu um uppgjöf
æpa mót kvíða og drungatrega.
Allt ljómar er litið er lengra fram
á ljóshaf sigra sem blasa við í hryggð.
Ó, að horfa af gleði inn í trúarvissu
er huggun óttaslegnum sem trega.
Ef kvöl er nærri þá kalla á hjálp
og kallið heyrist og allt verður svo bjart.
Höf. Jóna Rúna Kvaran.
Ort á Hjálpræðishernum 29.janúar 2006.
Ljóð III
Ótti grefur um sig og allt
umhverfið breytist og fyllist ókyrrð.
Það er gleði í sólinni sem sefar
en sá hvílist sem lifir og brosir.
Allt er hljótt og hvar er friður
handan við gröf dauðans er sól.
Enginn veit sín örlög en vonar samt
að vegferð sín gefi dýrð og kyrrð.
Að líta framtíð sem finnur von
er frelsi þess sem tregar en hann bíður.
Ó, að finna styrk í þraut er það sem hrífur
og þel kyrrðar grætur við þreyttan arm.
Enginn sér sína ævi alla án leiða
allir hafa lifað og syndgað gegn Guði.
Hver sál er sjálfstætt barn forsjónarinnar
og á að þrífast í umhverfi stuðnings.
Er leitað er skjóls í náðarfaðmi Guðs
og ástar hjá þeim sem vakir og styður.
Þá er víst að ljósin lifna og birtast
í líkn sem fær líf í hafi vængja Hans.
Bráðum fer sól að skína heit og
ylur stjarna að lýsa upp tilveru ótta.
Af ilmi sætum í sorg opinberast trú
í skjóli vonarvissu sem kallar hlý af náð.
Í anda gleðiljóss finnur grátandi sál
grunn sem aldrei bregst en hrífur.
Og vonargleði þess sem veit að hann örvar
og veglausum gefur elsku og blessunaróð.
Ort á Hjálpræðishernum 5. mars 2006
Dulræn hlutskyggni
Jóna Rúna svarar unglingsstráknum Tuma
Bréf:
,,Kæra Jóna Rúna!
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir ýmsan fróðleik. Ég er strákur undir tvítugu og pæli mjög mikið í lífinu og tilverunni. Aðstæður mínar eru góðar og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það sem mig langar til að biðja þig að gera er að fjalla um dálítið sem ég hef sjálfur upplifað í nokkurn tíma. Ég er sennilega svolítið dulrænn. Alla veganna var ég , mjög skyggn þegar ég var á árunum fram að 6-7 ára. Ég les allt sem ég get um þessi efni og hef gaman af. Fyrir einhverja tilviljun verð ég að segja, uppgötvaði ég fyrir um það bil 2 árum að ég virðist hafa einn ákveðinn hæfileika sem ég þarf kannski að fá ábendingar með. Þessi hæfileiki er tengdur hlutum og áhrifum frá þeim. Ég veit ekki almennilega hvað á að kalla slíkt.
Það sem kom þessu af stað var að ég fékk í lófann smá hlut þarna í upphafi sem vinur minn hafði undir höndum, sem frændi hans sem þá var látinn hafði átt. Þetta var bara smá gullkross. Nema hvað, að þar sem ég sit bara svona í rólegheitunum og við vinirnir erum eitthvað að tala saman og hann að handfjatla krossinn, segi ég bara svona: ,,Hvað ertu með maður? Ertu kominn í einhvern trúarflokk eða eitthvað?” Nú, hann segir ekki neitt en réttir mér gripinn. Það er eins og við manninn mælt. Ég verð skyndilega máttlaus og fæ eins og hettu á höfuðið eitt augnablik og síðan er eins og ég sjái í huganum ákveðnar kringumstæður sem mér eru áður ókunnugar. Mér brá rosalega og vinur minn spurði strax hvað væri í gangi. Ég sagði honum þá að ég vissi að hann ætti ekki krossinn, heldur ungur maður sennilega. Síðan sagði ég honum sitthvað fleira og jafnframt að eigandinn virtist vera dáinn. Vinur minn varð klumsa og sagði síðan að þetta væri allt rétt hjá mér og krossinn hefði frændi hans átt sem hefði tekið líf sitt sjálfur.
Síðan þetta gerðist hef ég af og til gert þetta sama og alltaf haft rétt fyrir mér. Ég hef, eins og í fyrsta skipti sem þetta gerðist, aldrei vitað neitt um viðkomandi eiganda fyrirfram. Hvað er í gangi þarna Jóna Rúna? Heldurðu að þetta sé hæfileiki sem kannski mætti rækta? Ég verð að játa að ég er frekar spenntur fyrir þessu. Ég hugsa þó nokkuð út í þetta og gef þessu mikinn tíma. Ég er náttúrulega í skóla og hef ýmis áhugamál, en þetta grípur mig mest af öllu sem ég geri. Það hefur komið fyrir að ég sjái og skynji svona nálægt húsgögnum sem ég sé þar sem ég kem í hús t.d. vina minna eða bara ættingja. Er hættulegt að hugsa svona mikið um þessa hluti sem eru dulrænir? Enginn hérna heima hugsar um slíkt nema ég. Foreldrar mínir eru mjög jarðbundnir og hafa náttúrulega engann áhuga á þessum málum. Ég er frekar myrkfælinn. Getur þú gefið mér ráð við því? Heldur þú að við lifum eftir dauðann? Hvert fara þeir sem eru vondir? Heldur þú að helvíti sé til? Er þeim refsað sem lifað hafa neikvæðu lífi? Kæra Jóna Rúna! Ég vona að þú svarir mér og það sem fyrst. Ég treysti því að bréfið mitt lendi ekki í ruslafötunni . ég yrði þá meira en spældur.
Bestu kveðjur,
Tumi.”
Svar Jónu Rúnu:
,,Kæri Tumi!
Þakka þér innilega fyrir bæði elskulegt og óvenjulegt bréf. Það er gaman að heyra að þú fylgist með því sem ég er að bauka. Auðvitað dettur mér ekki í hug að láta þitt bréf eða annarra lesenda í ruslið. Ég verð bara að biðja ykkur að sýna mér þolinmæði, því að bréfin eru mörg en ég skal reyna að svara einhverjum spurninga þinna. Eins og flestum er að verða ljóst er þekking mín reynsluþekking og svo nota ég náttúrulega innsæi mitt og hyggjuvit jafnframt til að svara. Spurningar þínar eru margar og ólíkar innbyrðis, en vonandi get ég brugðist við sem flestum þeirra.
Hlutskyggni
Fyrirbæri það sem þú virðist vera að upplifa upp á síðkastið er oftast nefnt hlutskyggni af dulvísindamönnum. Ekki mjög algengt fyrirbæri en vissulega mjög sérstakt og venjulegast er þetta meðfædd dulræn sérgáfa. Gáfa sem alls ekki þarf að koma fram hjá sálrænum einstakling sem þó kann að búa yfir öðrum og ekkert síður fjölþættum hæfileikum. Það er eins og allir vita enginn sálrænn aðili með nákvæmlega sömu hæfileikana þó þeir geti verið náskyldir innbyrðis.
Þessi dulargáfa lýsir sér þannig að hlutskyggnirinn fær í hendur annað hvort ákveðinn hlut sem hann sér hver er, eins og penna, hálsmen, nælu eða úr eða hann fær til handfjötlunar lokað umslag með einhverjum skilaboðum eða ljósmynd og reynir að geta sér til um eða öllu heldur skynja það sem inní umslaginu er. Síðan túlkar hann rökrænt fyrir hlutaðeigandi það sem hann upplifir. Ekki er nákvæmlega um að ræða sama dulræna skynjunarformið endilega, en vissulega náskylt innbyrðis, hvort sem skynjandinn sér hlutinn sem hann lýsir áhrifunum frá eða bara að hann heldur á lokuðu umslagi. Í sumum tilvikum er kannski um skynjun að ræða sem mætti trúlega fella undir fjarhrif eða hugsanalestur þar sem skynjandinn nær upplýsingum úr huga þess sem hlutinn á eða til hans þekkir.
Hvað er raunverulega í gangi?
Best er náttúrulega að reyna að tryggja þegar svona tilraunir eru gerða að rétt sé að þeim staðið. Það er að segja, að ekki sé um hugsanaflutning að ræða þar sem hlutskyggnirinn hreinlega les ákveðnar upplýsingar jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því, úr huga þess sem hjá honum stendur meðan á hann heldur á hlutnum frá viðkomandi og telur sig vera að skynja einhver áhrif frá gripnum. Eins getur verið um að ræða áðurgefnar en gleymdar upplýsingar sem leitt geta til þess að viðkomandi skyggnir blandi ómeðvitað saman við hugsanlega dulræna skynjun augnabliksins. Vafalaust upplifir enginn sig eins þegar móttekin er svona skynjun að öðru leyti en því að verið er að fiska eftir ókunnugum upplýsingum fengnum framhjá hefðbundnum skilningarvitum.
Hlutskyggni notast lögreglu
Hlutskyggni hefur stundum fyrir tilviljun og stundum af ásettu ráði eins og aukist hefur nú á tímum, orðið til þess að leiða til lausnar óupplýst sakamál og dularfull mannshvörf sem engin venjuleg lausn eða skynsamleg skýring hefur fundist á. Þannig beiting hlutskyggninnar verður óneitanlega að teljas tilgangsrík og jákvæður viðbótarmöguleiki við það hefðbundna, sem getur komið á óvart. Mögulega heppilegt innlegg í löggæslu- og rannsóknarstörf sé hægt að koma slíku við og ekki síst ef það nær svo tilgangi sínum. Það er þekkt staðreynd að fólk sem hefur horfið nánast sporlaust og ekkert til þess spurst í langan tíma hefur fundist lífs eða liðið með hjálp hlutskyggns aðila og eru til mörg skráð dæmi um það. Þetta er hæfileiki sem óumdeilanlega tengist því sem almennt er kallað sjötta skilningarvitið. Það hafa margar morðgátur verið leystar með þessum sérstæða hætti. Bandaríkjamenn eru frekar ófeimnir og óragir við að nýta sér það yfirskilvitlega í þessum tilgangi, enda finnast þar í landi þó nokkrir einstaklingar af ýmsum þjóðernum með þessa sérstöku gáfu. Ég minnist til dæmis að hafa frétt af konu þar í landi sem sögð er gjörsamlega makalaus í þessum efnum hlutskyggninnar og lögreglumenn virða og dá hana enda hafa þeir fengið drjúgan stuðning frá kellu.
Við höfum flest fimm skilningarvit en einstaka fólk hefur það sjötta, viðbótarskilningarvit sem tengt er því leyndardómsfulla og yfirskilvitlega í tilveru okkar. Þeir sem búa yfir sjötta skilningarvitinu þurfa ekki að hafa nákvæmlega eins hæfileika. Miklu fremur alls kyns ólíka eiginleika innbyrðis sem þó eru allir tengdir því þeir eru dulrænir á einhvern hátt og þar af leiðandi ekki endilega háðir hinum skilningarvitunum nema þá til að koma dulrænum skilaboðum á framfæri í gegnum þau.
Hlutir taka í sig áhrif
Ef við íhugum það sem mögulega gerist þegar hægt er með dulrænum hætti að afla ákveðinna upplýsinga og staðreynda um atburðarás, atvik, aðstæður og fólk þá er ýmislegt sem getur komið til greina hvað varðar það hvernig nákvæmlega sá hlutskyggni verður þekkingar sinnar aðnjótandi. Ekki er talið af dulvísindamönnum lengur hægt að ganga framhjá þeirri staðreynd að hlutir virðast taka í sig á mislöngum tíma alls kyns áhrif sem sum hver virðast eins og festast í efninu á einhvern óskiljanlegan máta. Þá er engu líkara en segulmögnuð orka sem inniheldur vissan veruleika sem næmt fólk getur skynjað, eins og safnist upp í hlutnum og sendi frá sér einhvers konar skilaboð eða upplýsingar sem sá næmi síðan finnur huglægan, rökrænan búning fyrir og segir síðan öðrum og nálægum frá.
Fjarhrif eða hugsanalestur
Auðvitað eru þessar upplýsingar ekki endilega mjög ítarlegar og kannski miklu fremur táknrænar, en þær eru þó oft á tíðum það markvissar að hægt er fyrir kunnuga að raða þeim saman eins og púsluspili og fá þannig á endanum ákveðnar staðreyndir sem eru nothæfar eða jafnvel hafa virkilegt sönnunargildi fyrir þann sem hlutinn á eða hafði undir höndum áður. Í þínu tilviki virðist annars vegar vera að þú finnir þessi áhrif frá hlutum, en jafnframt er ekki loku fyrir það skotið að þú kunnir, a.m.k. í sumum tilvikum, að vera að upplifa fjarhrif þó ekki verði fullyrt um það. Þetta er kannksi síður hugsanalestur en gæti þó verið þegar kemur að þeim sem eru tengdir þér. Það er freistandi að draga þessa ályktun út frá fyrstu skynjun þinni þar sem náinn vinur þinn var í spilinu. Það er augljóst að vinur þinn handfjatlaði krossinn þótt ekki hafi hann átt von á því að þú yrðir þess áskynja sem varð með frænda hans. Sennilega hefur frændi hans verið honum mjög ofarlega í huga þegar hann var að handfjatla krossinn fyrir framan þig og hefur líklega saknað hans sárt og ekki ólíklegt að þú hafir skynjað þessar tilfinningar.
Of mikil umhugsun óheppileg
Hvort þú átt að rækta þessa gáfu eða ekki er erfitt að segja til um. A.m.k. er engin ástæða til að láta eins og þarna sé ekki eitthvað á ferðinni sem virkilega gæti reynst áhugavert þótt síðar yrði. Ég er þó ekki viss um að það borgi sig fyrir þig að hugsa svona mikið um dulræna þætti tilverunnar vegna þess að of mikil umhugsun um það yfirskilvitlega getur verið óheppileg fyrir þann sem er næmur, ekki síst ef mikill metnaður liggur í þessa sérstöku átt. Sennilega er ágætt að gæta aðhalds í allri hugsun um það leyndardómsfulla í tilverunni og ekki síst þegar maður er eins ungur og þú ert elskulegur. Nú satt best að segja hefur mér sýnst að hinn gullni meðalvegur sé þrátt fyrir allt bestur og sá vegur sem hentar okkur flestum til að feta, sérstaklega þegar kemur að hinu dulræna. Enda má segja að engum henti að fjötrast verulega af áhuga eða spennu vegna þess sem auðveldlega má taka inn í hreinustu rólegheitum og ekki síst þegar að því kemur að fá aukinn áhuga á því yfirskilvitlega.
Nauðsynlegt að velja sér lífshlutverk
Ef þú vilt rækta þennan hæfileika síðar meir er ágætt að byrja nú þegar að rækta sjálfan sig sem manneskju og efla allt það jákvæða í eigin fari. Þannig verður þú heppilegri farvegur síðar meir, fyrir það sem kann að vera dulrænt í fari þínu og persónu. Augljóslega verður þú að byggja upp möguleika á farsælli framtíð sjálfum þér til handa á hefðbundinn hátt líka. Ég mæli með því að þú einfaldlega eyðir jafn miklum ef ekki meiri tíma í umhugsun um skólabækurnar og því sem þeim viðkemur jafnframt því öðru sem kann að freista þín á sviði tómstunda og hugðarefna af ýmsum toga. Það er ekki verra að mennta sig og ætla sér nógu snemma einhvert ákveðið lífshlutverk Þú átt eins og annað ungt fólk auðvitað, að nota þau forréttindi sem flest íslensk ungmenni hafa og það eru námstækifærin sem nýtast til að leggja grunn að eigin framtíð svo hún verði eiguleg og geti aukið hamingju og öryggi hvort sem er hið innra eða ytra.
Myrkfælni
Vegna þess að þú óskar ráða við myrkfælni er rétt að eitt komi fram. Hvað varðar möguleikana á því að við verðum fyrir óþægindum frá þeim sem eru farnir af jörðinni er eitt og annað sem bendir til að svo sé alls ekki alltaf þegar um verulega myrkfælni er að ræða. Það er til í dæminu að jarðbundnar látnar verur kunni með nærveru sinni að gera okkur af og til myrkfælin en það er minna um þannig truflun frá þeim sem eru farnir en okkur grunar. Oftar en ekki er bara um aðrar, margþættar og ögn jarðbundnari skýringar að ræða. Það er ekki óalgengt að alls kyns hugsanagervi sem safnast iðulega fyrir í híbýlum manna hafi í för með sér alls kyns áhrif útgeislunar og ólíkra áhrifastrauma. Það eru því oft þessi uppsöfnuðuð gervi hugsana sem valda því að við verður myrkfælin eða óttaslegin. Við getum nefnilega við vissar aðstæður fundið óþyrmilega fyrir áhrifum frá þessum leifum af hugsunum sem hafa verið látnar fjúka ábyrgðarlaust frá fólki eins og þær myndu bara gufa upp í andrúmsloftið. Málið er bara að þær lifa hvað sem hver heldur eða segir og hafa áhrif á þá sem eru nægilega næmir til að skynja áhrif þeirra. Þau eru misjöfn allt eftir því hvernig þær voru í upphafi. Sum hugsanagervi eru tilkomin vegna reiði eða annars angurs. Þau eru alltaf óþægileg bæði á meðan þau fá líf og ekki síður eftir að þau hafa tekið sér bólfestu í uppsöfnuðum hugsanagervum sem enginn sér en margur skynjar. Eins er að of mikil umhugsun um alls kyns strauma og áhrif á neikvæðan hátt og þá óttatengd gerir okkur vissulega myrkfælin og jafnvel skelfingu lostin.
Þegar þú finnur fyrir þessari tilfinningu ótta við eitthvað sem þú skynjar og skilur ekki eða sérð ekki, þá er hentugt að fara með ,,Faðir Vor” og biðja góðan Guð um vernd og ekki er verra að biðja Guð um að senda okkur engla sem ætíð eru okkur mannfólkinu nálægir til að vernda okkur fyrir öllu sem kann mögulega að vera neikvætt eða varhugavert. Það er satt best að segja ekkert víst að það sem kemur myrkfælninni við þurfi endilega að vera bundið þeim látnu elskan, eins og þú sérð á þessum upplýsingum. Ég myndi jafnframt hafa kross um hálsinn og ekki er verra að minna sjálfan sig á að ef við erum jákvæð og treystum Guði gengur okkur flest vel. Rétt er að við biðjum um að fá að eignast samfélag við Krist jafnframt því sem við eflum trú okkar á kenningar hans innra með okkur. Ef þannig er að málum staðið huglægt er enginn ástæða til að halda eða yfirleitt að óttast að nokkuð það illt geti nálgast okkur í gegnum þá varnarmúra sem einlægri guðstrú fylgja.
Við lifum líkamsdauðann
Vegna spurningar þinnar um hvort ég trúi því að við lifum líkamsdauðann þá er þetta að segja: Já, ég er algjörlega viss um að við lifum líkamsdauðann. Við erum búin til úr anda og efni. Efnið hrörnar og deyr. Eins getum við orðið fyrir slysum og líffærastarfsemin skaðast þannig að líkaminn gefst upp. Andinn sem inniheldur sálina getur ekki dáið, því hann er orka sem er ekki efnisleg heldur andleg og þar gilda önnur lögmál sem eru alls ekki háð því efnislega.
Andleg orka eyðist ekki og hjá okkur í andanum er sálin og hún tengist huganum í honum er persónuleikinn og allt þetta getur auðveldelga starfað fyrir utan líkamann. Þannig er ég, vegna þessarar vitneskju, fullkomlega viss um að við eigum líf eftir að líkaminn gefst upp. Jesú Kristur sagði líka eins og þú veist: ,,Sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.” Þessu trúi ég og hann sagði jafnframt: ,, Í húsi föður míns eru margar vistarverur”. Í eina af þeim munum við fara eftir að við yfirgefum líkamann. Þessar vistarverur sem verið er að vísa til eru ,,Guðsríki” sem er ríki andans.
Vistarverur óþroskaðra
Þú spyrð hvert þeir fari sem augljóslega eru vondir. Það eru önnur lögmál í gangi hér á jörðinni en í ríki Guðs. Hér á jörðinni getur hver sem er, alveg sama hve slæmur hann er, villt um fyrir samferðafólki sínu í mislangan tíma. Þannig að þeim getur fundist viðkomandi heillandi. Viðkomandi getur virst hafa góðan dreng að geyma og haft áhrif sem eru aflöguð og slæm, án þess að upp um viðkomandi innræti komist fyrr en seint og síðar meir. Margur hefur getað leynt neikvæðu atferli sínu og jafnvel skaðað aðra um tíma. Slæmur eða neikvæður einstaklingur hefur á jörðinni marga möguleika til að gefa illsku sinni líf. Peningar, titlar, þjóðfélagsaðstaða og eitt og annað getur verið slíkum einstakling nokkurs konar skálkaskjól til að hylma yfir óþverrahátt.
Aftur á móti þegar við erum farin úr líkamanum getum við ekki lengur leynt innræti okkar. Við erum þá í þeirri aðstöðu að hugsanir okkar eru lifandi og sjáanlegar þeim sem eru andlegir líka. Eðlilegt er að álykta sem svo að líkur sæki líkan heim. Við vistaskiptin hefur útgeislun sálar okkar allt að segja ásamt þeim hugsunum sem hugur okkar hefur að geyma. Við getum því ekki lengur falið okkar innri mann. Hann sést og öllum sem á vegi okkar verða er hann ljós samstundis. Við getum heldur ekki þrifist nema í samfélagi við okkur líka. Ef við erum neikvæð erum við í vistarverum með neikvæðu þangað til við kjósum sjálf breytingu á því og hún liggur í að breyta um huglægt atferli og óska stuðnings í huglægum neikvæðum vanda.
Myrkur vanþekkingar og þroskaleysis
Við getum í ríki Guðs fengið hjálp ef við óskum hennar. Við verðum samt að biðja um hana og jafnframt vinna fyrir henni með breyttu hugarfari og einlægum vilja til verksins. Ef við erum neikvæð á jörðinni breytist það ekki nema við kjósum slíkt sjálf þó að við förum yfir um. Við lifum líkamsdauðann og í huga sem er andlegur og liggur í sálinni er vilji okkar líka og hann lifir áfram þrátt fyrir vistaskiptin. Þess vegna verðum við að nota vilja okkar hinum megin til að biðja um hjálp úr myrkri vanþekkingar og þroskaleysis eins og á jörðinni. Þegar Kristur talar um margar vistarverur í húsi föðurins á hann jafnframt við sennilega að við getum ekki verið í byrjun öll þar sem birtan er mest í þessu guðlega ríki. Það yrði okkur sumum a.m.k. tímabundið nokkurs konar ofraun. Segja má að við með framkomu okkar og breytni fyrir vistaskiptin séum við að velja fyrirfram þau heimkynni sem bíða okkar hinum megin. Við erum þá ekki að tala um refsingu. Við erum að tala um að við höfum frjálsan vilja og getum notað hann t.d. til að efla það góða í eigin sál eins og það slæma. Þetta atferli velur enginn fyrir okkur. Við veljum það sjálf. Þannig trúi ég því ekki að helvíti sé til. Einungis mismunandi vistarverur sem ákvarðast við umskiptin nákvæmlega eftir hugsunum okkar og innri gerð, þeirri sálnagerð sem við erum. Það er engin refsing til nema sú eðlilega refsing sem liggur í því að kjósa að lifa lífi sínu neikvætt.
Guð umvandar en refsar ekki
Þannig erum við á valdi þess sem er óþægilegt og óhentugt og veldur okkur fyrr eða síðar kvöl og ama. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hér og nú að það getur enginn gert okkur að öðru en því sem við kjósum sjálf að vera hið innra, einfaldlega vegna þess að við fengum sjálf þennan frjálsa vilja í vöggugjöf til að velja og hafna. Það er enginn vandi að vera jákvæður ef allt gengur okkur í haginn. Aftur á móti er vandi að vera jákvæður ef allir hlutir eru okkur þungir í skauti. Þess vegna má segja að þá fyrst reyni á hvert innihald upplags okkar er, þegar við förum að takast á við misþægilega atburðarrás. Af því að Guð elskar okkur öll jafnt gaf hann öllum mönnum þetta val og jafnframt sitt eigið eðli þegar hann skapaði okkur í sinni göfugu mynd. Það þýðir að ef við kjósum að afskræma það sem er guðlegt í eigin fari, þá eigum við ekki samleið með þeim sem kjósa að efla það guðlega í sér og öðrum. Við veljum vitanlega sjálf það ástand bæði hér og í væntanlegum vistarverum handan grafar. Guð er algóður og ástundar ekki refsingar á börnum sínum. Hann umber en umvandar líka. Hann setti okkur í þessa aðstöðu þegar á jörðinni að velja sjálf það líf sem við huglægt kjósum að lifa. Jafnvel þó ytri aðstæður okkar séu mismunandi mikið á valdi okkar þýðir það ekki endilega að við þurfum þrátt fyrir ytri annmarka endilega að velja að vera vond eða öðrum til kvalar og armæðu. Vonandi gengur þér vel að nýta þér eitthvað úr þessum vangaveltum mínum. Það fer ekki á milli mála að þú ert dulrænn. Eða eins og góði strákurinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi: ,,Elskurnar mínar, auðvitað er ég spenntur. Ég finn að ég er rosalega dulrænn. Málið er bara að ég er viss um að það borgar sig að leggja hægfara uppbyggingu í þetta og þá náttúrulega kemur með tímanum í ljós hvort ég er kórtækur dulrænt eða hvort ég á eftir að syngja einhverjar þær dulrænu einsöngsaríur sem eitthvað gagn og vit er í. Ég verð auðvitað ef ég ætla mér dulrænan einsöng að ætla mér langvinna þjálfun og taka alvarlega og íhuga góða leiðsögn þeirra sem reynsluna hafa.”
Gangi þér vel bæði á dularvegum sem og öðrum vegum framtíðar þinnar. Guð verndi þig,
Með vinsemd,
Jóna Rúna.”
Ævintýri
Hvar er þögn án hafsjós vandræða
er hvolfist yfir án birtu og yls.
Þegar ríkir sorg og sólarleysi
sefur andinn og grætur án orða.
Opnast hugur og horfir inn í tómið
hvergi neins að vænta, bara myrkur.
Allt svo kalt sem krefst vonar og trúar
í krafti elds sem lifir djúpt í sálinni.
Þegar allt er hljótt, hlýr andvari logar
og heitur strýkur grátbólgna kinn trega.
Í heimi hörku og spennu þrífst tæpast
hugur bjartrar sýnar ævintýra án tals.
Óljóst sér og vonar vanmáttug hið góða
er voldugt breiðir faðminn mót skuggum.
Í afkimum dökkar myndir leynast og tifa
er láta hrærast í skjóli eymdar og vonleysis.
Að hafa ótta af vanmætti ógnar
öllum sem lifa í skjóli hryggðar án athafna.
Að finna frelsi er hvatning sem gleður
því frjáls horfir glaðbeitt fram á veg.
Sól bjartsýni og kærleika er sterkt
sigurtákn sem hrífur gleðivana sál.
Að halla sorgbitnu hjarta að þeim
sem hafa styrk sem ornar í kvíða.
Það er fátt sem fæst án vilja
fegnum án leiða depurðar sem lamar.
Ó, að allt verði gott og gefandi
er grípur hið innra og gleður dapra.
Höf. Jóna Rúna Kvaran
Ort á Hjálpræðishernum sunnudaginn 22.janúar 2006
Ljóð II
Hugmyndir
Ópin læðast um hugann og hverfa
hægt inn í þögn sálar sem grætur.
Allt svo undurhljótt sem lifir hér
og ekkert sem hvetur eða örvar hugann.
Að horfa í spurn og líta heiminn
er hamingja um stund og yljar.
En óttin kemur og hvergi hlífir
og hönd sorgar umvefur einan.
Það er alltaf spurn hvar hugmyndir eru
sem hvetja áfram veg gleði og vonar.
Kannski í skjóli sem leynist í birtu
sólar opinberast ef beðið er af afli.
Ekki er von á létti í bráð þó ætíð
sé óskað alls sem örvar og hlýjar þreyttum.
Ef skimað er yfir völl undra sem leynast
og ógna þögul þá eflist og magnast vonarvissa.
Án gleði sýna vaknar leiði og líkn
er langt frá þeim heimi sem blasir við.
Ó, að allt verði sem nýtt og notist
án neikvæðis í hafi synda og vondeyfðar.
Ögrandi ógnir vissu um uppgjöf
æpa mót kvíða og drungatrega.
Allt ljómar er litið er lengra fram
á ljóshaf sigra sem blasa við í hryggð.
Ó, að horfa af gleði inn í trúarvissu
er huggun óttaslegnum sem trega.
Ef kvöl er nærri þá kalla á hjálp
og kallið heyrist og allt verður svo bjart.
Höf. Jóna Rúna Kvaran.
Ort á Hjálpræðishernum 29.janúar 2006.
Ljóð III
Ótti grefur um sig og allt
umhverfið breytist og fyllist ókyrrð.
Það er gleði í sólinni sem sefar
en sá hvílist sem lifir og brosir.
Allt er hljótt og hvar er friður
handan við gröf dauðans er sól.
Enginn veit sín örlög en vonar samt
að vegferð sín gefi dýrð og kyrrð.
Að líta framtíð sem finnur von
er frelsi þess sem tregar en hann bíður.
Ó, að finna styrk í þraut er það sem hrífur
og þel kyrrðar grætur við þreyttan arm.
Enginn sér sína ævi alla án leiða
allir hafa lifað og syndgað gegn Guði.
Hver sál er sjálfstætt barn forsjónarinnar
og á að þrífast í umhverfi stuðnings.
Er leitað er skjóls í náðarfaðmi Guðs
og ástar hjá þeim sem vakir og styður.
Þá er víst að ljósin lifna og birtast
í líkn sem fær líf í hafi vængja Hans.
Bráðum fer sól að skína heit og
ylur stjarna að lýsa upp tilveru ótta.
Af ilmi sætum í sorg opinberast trú
í skjóli vonarvissu sem kallar hlý af náð.
Í anda gleðiljóss finnur grátandi sál
grunn sem aldrei bregst en hrífur.
Og vonargleði þess sem veit að hann örvar
og veglausum gefur elsku og blessunaróð.
Ort á Hjálpræðishernum 5. mars 2006
Dulræn hlutskyggni
Jóna Rúna svarar unglingsstráknum Tuma
Bréf:
,,Kæra Jóna Rúna!
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir ýmsan fróðleik. Ég er strákur undir tvítugu og pæli mjög mikið í lífinu og tilverunni. Aðstæður mínar eru góðar og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það sem mig langar til að biðja þig að gera er að fjalla um dálítið sem ég hef sjálfur upplifað í nokkurn tíma. Ég er sennilega svolítið dulrænn. Alla veganna var ég , mjög skyggn þegar ég var á árunum fram að 6-7 ára. Ég les allt sem ég get um þessi efni og hef gaman af. Fyrir einhverja tilviljun verð ég að segja, uppgötvaði ég fyrir um það bil 2 árum að ég virðist hafa einn ákveðinn hæfileika sem ég þarf kannski að fá ábendingar með. Þessi hæfileiki er tengdur hlutum og áhrifum frá þeim. Ég veit ekki almennilega hvað á að kalla slíkt.
Það sem kom þessu af stað var að ég fékk í lófann smá hlut þarna í upphafi sem vinur minn hafði undir höndum, sem frændi hans sem þá var látinn hafði átt. Þetta var bara smá gullkross. Nema hvað, að þar sem ég sit bara svona í rólegheitunum og við vinirnir erum eitthvað að tala saman og hann að handfjatla krossinn, segi ég bara svona: ,,Hvað ertu með maður? Ertu kominn í einhvern trúarflokk eða eitthvað?” Nú, hann segir ekki neitt en réttir mér gripinn. Það er eins og við manninn mælt. Ég verð skyndilega máttlaus og fæ eins og hettu á höfuðið eitt augnablik og síðan er eins og ég sjái í huganum ákveðnar kringumstæður sem mér eru áður ókunnugar. Mér brá rosalega og vinur minn spurði strax hvað væri í gangi. Ég sagði honum þá að ég vissi að hann ætti ekki krossinn, heldur ungur maður sennilega. Síðan sagði ég honum sitthvað fleira og jafnframt að eigandinn virtist vera dáinn. Vinur minn varð klumsa og sagði síðan að þetta væri allt rétt hjá mér og krossinn hefði frændi hans átt sem hefði tekið líf sitt sjálfur.
Síðan þetta gerðist hef ég af og til gert þetta sama og alltaf haft rétt fyrir mér. Ég hef, eins og í fyrsta skipti sem þetta gerðist, aldrei vitað neitt um viðkomandi eiganda fyrirfram. Hvað er í gangi þarna Jóna Rúna? Heldurðu að þetta sé hæfileiki sem kannski mætti rækta? Ég verð að játa að ég er frekar spenntur fyrir þessu. Ég hugsa þó nokkuð út í þetta og gef þessu mikinn tíma. Ég er náttúrulega í skóla og hef ýmis áhugamál, en þetta grípur mig mest af öllu sem ég geri. Það hefur komið fyrir að ég sjái og skynji svona nálægt húsgögnum sem ég sé þar sem ég kem í hús t.d. vina minna eða bara ættingja. Er hættulegt að hugsa svona mikið um þessa hluti sem eru dulrænir? Enginn hérna heima hugsar um slíkt nema ég. Foreldrar mínir eru mjög jarðbundnir og hafa náttúrulega engann áhuga á þessum málum. Ég er frekar myrkfælinn. Getur þú gefið mér ráð við því? Heldur þú að við lifum eftir dauðann? Hvert fara þeir sem eru vondir? Heldur þú að helvíti sé til? Er þeim refsað sem lifað hafa neikvæðu lífi? Kæra Jóna Rúna! Ég vona að þú svarir mér og það sem fyrst. Ég treysti því að bréfið mitt lendi ekki í ruslafötunni . ég yrði þá meira en spældur.
Bestu kveðjur,
Tumi.”
Svar Jónu Rúnu:
,,Kæri Tumi!
Þakka þér innilega fyrir bæði elskulegt og óvenjulegt bréf. Það er gaman að heyra að þú fylgist með því sem ég er að bauka. Auðvitað dettur mér ekki í hug að láta þitt bréf eða annarra lesenda í ruslið. Ég verð bara að biðja ykkur að sýna mér þolinmæði, því að bréfin eru mörg en ég skal reyna að svara einhverjum spurninga þinna. Eins og flestum er að verða ljóst er þekking mín reynsluþekking og svo nota ég náttúrulega innsæi mitt og hyggjuvit jafnframt til að svara. Spurningar þínar eru margar og ólíkar innbyrðis, en vonandi get ég brugðist við sem flestum þeirra.
Hlutskyggni
Fyrirbæri það sem þú virðist vera að upplifa upp á síðkastið er oftast nefnt hlutskyggni af dulvísindamönnum. Ekki mjög algengt fyrirbæri en vissulega mjög sérstakt og venjulegast er þetta meðfædd dulræn sérgáfa. Gáfa sem alls ekki þarf að koma fram hjá sálrænum einstakling sem þó kann að búa yfir öðrum og ekkert síður fjölþættum hæfileikum. Það er eins og allir vita enginn sálrænn aðili með nákvæmlega sömu hæfileikana þó þeir geti verið náskyldir innbyrðis.
Þessi dulargáfa lýsir sér þannig að hlutskyggnirinn fær í hendur annað hvort ákveðinn hlut sem hann sér hver er, eins og penna, hálsmen, nælu eða úr eða hann fær til handfjötlunar lokað umslag með einhverjum skilaboðum eða ljósmynd og reynir að geta sér til um eða öllu heldur skynja það sem inní umslaginu er. Síðan túlkar hann rökrænt fyrir hlutaðeigandi það sem hann upplifir. Ekki er nákvæmlega um að ræða sama dulræna skynjunarformið endilega, en vissulega náskylt innbyrðis, hvort sem skynjandinn sér hlutinn sem hann lýsir áhrifunum frá eða bara að hann heldur á lokuðu umslagi. Í sumum tilvikum er kannski um skynjun að ræða sem mætti trúlega fella undir fjarhrif eða hugsanalestur þar sem skynjandinn nær upplýsingum úr huga þess sem hlutinn á eða til hans þekkir.
Hvað er raunverulega í gangi?
Best er náttúrulega að reyna að tryggja þegar svona tilraunir eru gerða að rétt sé að þeim staðið. Það er að segja, að ekki sé um hugsanaflutning að ræða þar sem hlutskyggnirinn hreinlega les ákveðnar upplýsingar jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því, úr huga þess sem hjá honum stendur meðan á hann heldur á hlutnum frá viðkomandi og telur sig vera að skynja einhver áhrif frá gripnum. Eins getur verið um að ræða áðurgefnar en gleymdar upplýsingar sem leitt geta til þess að viðkomandi skyggnir blandi ómeðvitað saman við hugsanlega dulræna skynjun augnabliksins. Vafalaust upplifir enginn sig eins þegar móttekin er svona skynjun að öðru leyti en því að verið er að fiska eftir ókunnugum upplýsingum fengnum framhjá hefðbundnum skilningarvitum.
Hlutskyggni notast lögreglu
Hlutskyggni hefur stundum fyrir tilviljun og stundum af ásettu ráði eins og aukist hefur nú á tímum, orðið til þess að leiða til lausnar óupplýst sakamál og dularfull mannshvörf sem engin venjuleg lausn eða skynsamleg skýring hefur fundist á. Þannig beiting hlutskyggninnar verður óneitanlega að teljas tilgangsrík og jákvæður viðbótarmöguleiki við það hefðbundna, sem getur komið á óvart. Mögulega heppilegt innlegg í löggæslu- og rannsóknarstörf sé hægt að koma slíku við og ekki síst ef það nær svo tilgangi sínum. Það er þekkt staðreynd að fólk sem hefur horfið nánast sporlaust og ekkert til þess spurst í langan tíma hefur fundist lífs eða liðið með hjálp hlutskyggns aðila og eru til mörg skráð dæmi um það. Þetta er hæfileiki sem óumdeilanlega tengist því sem almennt er kallað sjötta skilningarvitið. Það hafa margar morðgátur verið leystar með þessum sérstæða hætti. Bandaríkjamenn eru frekar ófeimnir og óragir við að nýta sér það yfirskilvitlega í þessum tilgangi, enda finnast þar í landi þó nokkrir einstaklingar af ýmsum þjóðernum með þessa sérstöku gáfu. Ég minnist til dæmis að hafa frétt af konu þar í landi sem sögð er gjörsamlega makalaus í þessum efnum hlutskyggninnar og lögreglumenn virða og dá hana enda hafa þeir fengið drjúgan stuðning frá kellu.
Við höfum flest fimm skilningarvit en einstaka fólk hefur það sjötta, viðbótarskilningarvit sem tengt er því leyndardómsfulla og yfirskilvitlega í tilveru okkar. Þeir sem búa yfir sjötta skilningarvitinu þurfa ekki að hafa nákvæmlega eins hæfileika. Miklu fremur alls kyns ólíka eiginleika innbyrðis sem þó eru allir tengdir því þeir eru dulrænir á einhvern hátt og þar af leiðandi ekki endilega háðir hinum skilningarvitunum nema þá til að koma dulrænum skilaboðum á framfæri í gegnum þau.
Hlutir taka í sig áhrif
Ef við íhugum það sem mögulega gerist þegar hægt er með dulrænum hætti að afla ákveðinna upplýsinga og staðreynda um atburðarás, atvik, aðstæður og fólk þá er ýmislegt sem getur komið til greina hvað varðar það hvernig nákvæmlega sá hlutskyggni verður þekkingar sinnar aðnjótandi. Ekki er talið af dulvísindamönnum lengur hægt að ganga framhjá þeirri staðreynd að hlutir virðast taka í sig á mislöngum tíma alls kyns áhrif sem sum hver virðast eins og festast í efninu á einhvern óskiljanlegan máta. Þá er engu líkara en segulmögnuð orka sem inniheldur vissan veruleika sem næmt fólk getur skynjað, eins og safnist upp í hlutnum og sendi frá sér einhvers konar skilaboð eða upplýsingar sem sá næmi síðan finnur huglægan, rökrænan búning fyrir og segir síðan öðrum og nálægum frá.
Fjarhrif eða hugsanalestur
Auðvitað eru þessar upplýsingar ekki endilega mjög ítarlegar og kannski miklu fremur táknrænar, en þær eru þó oft á tíðum það markvissar að hægt er fyrir kunnuga að raða þeim saman eins og púsluspili og fá þannig á endanum ákveðnar staðreyndir sem eru nothæfar eða jafnvel hafa virkilegt sönnunargildi fyrir þann sem hlutinn á eða hafði undir höndum áður. Í þínu tilviki virðist annars vegar vera að þú finnir þessi áhrif frá hlutum, en jafnframt er ekki loku fyrir það skotið að þú kunnir, a.m.k. í sumum tilvikum, að vera að upplifa fjarhrif þó ekki verði fullyrt um það. Þetta er kannksi síður hugsanalestur en gæti þó verið þegar kemur að þeim sem eru tengdir þér. Það er freistandi að draga þessa ályktun út frá fyrstu skynjun þinni þar sem náinn vinur þinn var í spilinu. Það er augljóst að vinur þinn handfjatlaði krossinn þótt ekki hafi hann átt von á því að þú yrðir þess áskynja sem varð með frænda hans. Sennilega hefur frændi hans verið honum mjög ofarlega í huga þegar hann var að handfjatla krossinn fyrir framan þig og hefur líklega saknað hans sárt og ekki ólíklegt að þú hafir skynjað þessar tilfinningar.
Of mikil umhugsun óheppileg
Hvort þú átt að rækta þessa gáfu eða ekki er erfitt að segja til um. A.m.k. er engin ástæða til að láta eins og þarna sé ekki eitthvað á ferðinni sem virkilega gæti reynst áhugavert þótt síðar yrði. Ég er þó ekki viss um að það borgi sig fyrir þig að hugsa svona mikið um dulræna þætti tilverunnar vegna þess að of mikil umhugsun um það yfirskilvitlega getur verið óheppileg fyrir þann sem er næmur, ekki síst ef mikill metnaður liggur í þessa sérstöku átt. Sennilega er ágætt að gæta aðhalds í allri hugsun um það leyndardómsfulla í tilverunni og ekki síst þegar maður er eins ungur og þú ert elskulegur. Nú satt best að segja hefur mér sýnst að hinn gullni meðalvegur sé þrátt fyrir allt bestur og sá vegur sem hentar okkur flestum til að feta, sérstaklega þegar kemur að hinu dulræna. Enda má segja að engum henti að fjötrast verulega af áhuga eða spennu vegna þess sem auðveldlega má taka inn í hreinustu rólegheitum og ekki síst þegar að því kemur að fá aukinn áhuga á því yfirskilvitlega.
Nauðsynlegt að velja sér lífshlutverk
Ef þú vilt rækta þennan hæfileika síðar meir er ágætt að byrja nú þegar að rækta sjálfan sig sem manneskju og efla allt það jákvæða í eigin fari. Þannig verður þú heppilegri farvegur síðar meir, fyrir það sem kann að vera dulrænt í fari þínu og persónu. Augljóslega verður þú að byggja upp möguleika á farsælli framtíð sjálfum þér til handa á hefðbundinn hátt líka. Ég mæli með því að þú einfaldlega eyðir jafn miklum ef ekki meiri tíma í umhugsun um skólabækurnar og því sem þeim viðkemur jafnframt því öðru sem kann að freista þín á sviði tómstunda og hugðarefna af ýmsum toga. Það er ekki verra að mennta sig og ætla sér nógu snemma einhvert ákveðið lífshlutverk Þú átt eins og annað ungt fólk auðvitað, að nota þau forréttindi sem flest íslensk ungmenni hafa og það eru námstækifærin sem nýtast til að leggja grunn að eigin framtíð svo hún verði eiguleg og geti aukið hamingju og öryggi hvort sem er hið innra eða ytra.
Myrkfælni
Vegna þess að þú óskar ráða við myrkfælni er rétt að eitt komi fram. Hvað varðar möguleikana á því að við verðum fyrir óþægindum frá þeim sem eru farnir af jörðinni er eitt og annað sem bendir til að svo sé alls ekki alltaf þegar um verulega myrkfælni er að ræða. Það er til í dæminu að jarðbundnar látnar verur kunni með nærveru sinni að gera okkur af og til myrkfælin en það er minna um þannig truflun frá þeim sem eru farnir en okkur grunar. Oftar en ekki er bara um aðrar, margþættar og ögn jarðbundnari skýringar að ræða. Það er ekki óalgengt að alls kyns hugsanagervi sem safnast iðulega fyrir í híbýlum manna hafi í för með sér alls kyns áhrif útgeislunar og ólíkra áhrifastrauma. Það eru því oft þessi uppsöfnuðuð gervi hugsana sem valda því að við verður myrkfælin eða óttaslegin. Við getum nefnilega við vissar aðstæður fundið óþyrmilega fyrir áhrifum frá þessum leifum af hugsunum sem hafa verið látnar fjúka ábyrgðarlaust frá fólki eins og þær myndu bara gufa upp í andrúmsloftið. Málið er bara að þær lifa hvað sem hver heldur eða segir og hafa áhrif á þá sem eru nægilega næmir til að skynja áhrif þeirra. Þau eru misjöfn allt eftir því hvernig þær voru í upphafi. Sum hugsanagervi eru tilkomin vegna reiði eða annars angurs. Þau eru alltaf óþægileg bæði á meðan þau fá líf og ekki síður eftir að þau hafa tekið sér bólfestu í uppsöfnuðum hugsanagervum sem enginn sér en margur skynjar. Eins er að of mikil umhugsun um alls kyns strauma og áhrif á neikvæðan hátt og þá óttatengd gerir okkur vissulega myrkfælin og jafnvel skelfingu lostin.
Þegar þú finnur fyrir þessari tilfinningu ótta við eitthvað sem þú skynjar og skilur ekki eða sérð ekki, þá er hentugt að fara með ,,Faðir Vor” og biðja góðan Guð um vernd og ekki er verra að biðja Guð um að senda okkur engla sem ætíð eru okkur mannfólkinu nálægir til að vernda okkur fyrir öllu sem kann mögulega að vera neikvætt eða varhugavert. Það er satt best að segja ekkert víst að það sem kemur myrkfælninni við þurfi endilega að vera bundið þeim látnu elskan, eins og þú sérð á þessum upplýsingum. Ég myndi jafnframt hafa kross um hálsinn og ekki er verra að minna sjálfan sig á að ef við erum jákvæð og treystum Guði gengur okkur flest vel. Rétt er að við biðjum um að fá að eignast samfélag við Krist jafnframt því sem við eflum trú okkar á kenningar hans innra með okkur. Ef þannig er að málum staðið huglægt er enginn ástæða til að halda eða yfirleitt að óttast að nokkuð það illt geti nálgast okkur í gegnum þá varnarmúra sem einlægri guðstrú fylgja.
Við lifum líkamsdauðann
Vegna spurningar þinnar um hvort ég trúi því að við lifum líkamsdauðann þá er þetta að segja: Já, ég er algjörlega viss um að við lifum líkamsdauðann. Við erum búin til úr anda og efni. Efnið hrörnar og deyr. Eins getum við orðið fyrir slysum og líffærastarfsemin skaðast þannig að líkaminn gefst upp. Andinn sem inniheldur sálina getur ekki dáið, því hann er orka sem er ekki efnisleg heldur andleg og þar gilda önnur lögmál sem eru alls ekki háð því efnislega.
Andleg orka eyðist ekki og hjá okkur í andanum er sálin og hún tengist huganum í honum er persónuleikinn og allt þetta getur auðveldelga starfað fyrir utan líkamann. Þannig er ég, vegna þessarar vitneskju, fullkomlega viss um að við eigum líf eftir að líkaminn gefst upp. Jesú Kristur sagði líka eins og þú veist: ,,Sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.” Þessu trúi ég og hann sagði jafnframt: ,, Í húsi föður míns eru margar vistarverur”. Í eina af þeim munum við fara eftir að við yfirgefum líkamann. Þessar vistarverur sem verið er að vísa til eru ,,Guðsríki” sem er ríki andans.
Vistarverur óþroskaðra
Þú spyrð hvert þeir fari sem augljóslega eru vondir. Það eru önnur lögmál í gangi hér á jörðinni en í ríki Guðs. Hér á jörðinni getur hver sem er, alveg sama hve slæmur hann er, villt um fyrir samferðafólki sínu í mislangan tíma. Þannig að þeim getur fundist viðkomandi heillandi. Viðkomandi getur virst hafa góðan dreng að geyma og haft áhrif sem eru aflöguð og slæm, án þess að upp um viðkomandi innræti komist fyrr en seint og síðar meir. Margur hefur getað leynt neikvæðu atferli sínu og jafnvel skaðað aðra um tíma. Slæmur eða neikvæður einstaklingur hefur á jörðinni marga möguleika til að gefa illsku sinni líf. Peningar, titlar, þjóðfélagsaðstaða og eitt og annað getur verið slíkum einstakling nokkurs konar skálkaskjól til að hylma yfir óþverrahátt.
Aftur á móti þegar við erum farin úr líkamanum getum við ekki lengur leynt innræti okkar. Við erum þá í þeirri aðstöðu að hugsanir okkar eru lifandi og sjáanlegar þeim sem eru andlegir líka. Eðlilegt er að álykta sem svo að líkur sæki líkan heim. Við vistaskiptin hefur útgeislun sálar okkar allt að segja ásamt þeim hugsunum sem hugur okkar hefur að geyma. Við getum því ekki lengur falið okkar innri mann. Hann sést og öllum sem á vegi okkar verða er hann ljós samstundis. Við getum heldur ekki þrifist nema í samfélagi við okkur líka. Ef við erum neikvæð erum við í vistarverum með neikvæðu þangað til við kjósum sjálf breytingu á því og hún liggur í að breyta um huglægt atferli og óska stuðnings í huglægum neikvæðum vanda.
Myrkur vanþekkingar og þroskaleysis
Við getum í ríki Guðs fengið hjálp ef við óskum hennar. Við verðum samt að biðja um hana og jafnframt vinna fyrir henni með breyttu hugarfari og einlægum vilja til verksins. Ef við erum neikvæð á jörðinni breytist það ekki nema við kjósum slíkt sjálf þó að við förum yfir um. Við lifum líkamsdauðann og í huga sem er andlegur og liggur í sálinni er vilji okkar líka og hann lifir áfram þrátt fyrir vistaskiptin. Þess vegna verðum við að nota vilja okkar hinum megin til að biðja um hjálp úr myrkri vanþekkingar og þroskaleysis eins og á jörðinni. Þegar Kristur talar um margar vistarverur í húsi föðurins á hann jafnframt við sennilega að við getum ekki verið í byrjun öll þar sem birtan er mest í þessu guðlega ríki. Það yrði okkur sumum a.m.k. tímabundið nokkurs konar ofraun. Segja má að við með framkomu okkar og breytni fyrir vistaskiptin séum við að velja fyrirfram þau heimkynni sem bíða okkar hinum megin. Við erum þá ekki að tala um refsingu. Við erum að tala um að við höfum frjálsan vilja og getum notað hann t.d. til að efla það góða í eigin sál eins og það slæma. Þetta atferli velur enginn fyrir okkur. Við veljum það sjálf. Þannig trúi ég því ekki að helvíti sé til. Einungis mismunandi vistarverur sem ákvarðast við umskiptin nákvæmlega eftir hugsunum okkar og innri gerð, þeirri sálnagerð sem við erum. Það er engin refsing til nema sú eðlilega refsing sem liggur í því að kjósa að lifa lífi sínu neikvætt.
Guð umvandar en refsar ekki
Þannig erum við á valdi þess sem er óþægilegt og óhentugt og veldur okkur fyrr eða síðar kvöl og ama. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hér og nú að það getur enginn gert okkur að öðru en því sem við kjósum sjálf að vera hið innra, einfaldlega vegna þess að við fengum sjálf þennan frjálsa vilja í vöggugjöf til að velja og hafna. Það er enginn vandi að vera jákvæður ef allt gengur okkur í haginn. Aftur á móti er vandi að vera jákvæður ef allir hlutir eru okkur þungir í skauti. Þess vegna má segja að þá fyrst reyni á hvert innihald upplags okkar er, þegar við förum að takast á við misþægilega atburðarrás. Af því að Guð elskar okkur öll jafnt gaf hann öllum mönnum þetta val og jafnframt sitt eigið eðli þegar hann skapaði okkur í sinni göfugu mynd. Það þýðir að ef við kjósum að afskræma það sem er guðlegt í eigin fari, þá eigum við ekki samleið með þeim sem kjósa að efla það guðlega í sér og öðrum. Við veljum vitanlega sjálf það ástand bæði hér og í væntanlegum vistarverum handan grafar. Guð er algóður og ástundar ekki refsingar á börnum sínum. Hann umber en umvandar líka. Hann setti okkur í þessa aðstöðu þegar á jörðinni að velja sjálf það líf sem við huglægt kjósum að lifa. Jafnvel þó ytri aðstæður okkar séu mismunandi mikið á valdi okkar þýðir það ekki endilega að við þurfum þrátt fyrir ytri annmarka endilega að velja að vera vond eða öðrum til kvalar og armæðu. Vonandi gengur þér vel að nýta þér eitthvað úr þessum vangaveltum mínum. Það fer ekki á milli mála að þú ert dulrænn. Eða eins og góði strákurinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi: ,,Elskurnar mínar, auðvitað er ég spenntur. Ég finn að ég er rosalega dulrænn. Málið er bara að ég er viss um að það borgar sig að leggja hægfara uppbyggingu í þetta og þá náttúrulega kemur með tímanum í ljós hvort ég er kórtækur dulrænt eða hvort ég á eftir að syngja einhverjar þær dulrænu einsöngsaríur sem eitthvað gagn og vit er í. Ég verð auðvitað ef ég ætla mér dulrænan einsöng að ætla mér langvinna þjálfun og taka alvarlega og íhuga góða leiðsögn þeirra sem reynsluna hafa.”
Gangi þér vel bæði á dularvegum sem og öðrum vegum framtíðar þinnar. Guð verndi þig,
Með vinsemd,
Jóna Rúna.”
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home