Kæri Drottinn,
við biðjum þig að hjálpa okkur að öðlast frið í hjarta og huga. Sendu hverju og einu okkar engill sem umvefur okkur með himneskri áru sinni og hjúpar okkur inn í guðdómalegan faðm sinn þannig að við finnum vernd Þína og umhyggju nærri sálu okkar. Hjálpaði okkur að reyna að feta á fótspor sonar þíns og verða friðarberar í þínu nafni hvert sem við förum, þannig að við megum skilja eftir okkur arfleifð elsku og kærleika.
Amen.
Jóna Rúna Kvaran
BÆN
Elskulegi Drottinn. Heyr bænir okkar sem áköllum þig af einlægni. Við biðjum þig um að styrkja okkur í öllum raunum og veita okkur aukna trú á tilvist vonarinnar. Við biðjum þig um að hjálpa okkur að verða að betri mönnum sem verða þeim sem minnimáttar eru til framdráttar. Hjálpa þú okkur að láta gott af okkur leiða og leið huga okkar frá sjálfhverfum hugsunarhætti og áhyggjum vegna þess sem er ekki á okkar færi að breyta. Umvefðu okkur hvítri Kristsorku sem myndar andlegan verndarhjúp okkur til stuðnings. Hjálpaðu okkur að elska nágranna okkar eins og við elskum sjálf okkur en líka læra að elska okkur sjálf án fordóma og niðurrifs.
Kæri Drottinn,
vaktu yfir okkur allar stundir og leyf okkur að framkvæma þannig að þú getir horft á okkur með velþóknun. Við biðjum þessa í einlægni og kærleika. Amen.
PRAYER
Dear Lord.
Here our prayers. We conceive them in our hearts most sincere. Help us to improve as human beings and be of positive use to others in Your sacred name. Please help us to help those that need help so desperately. Bring Your wisdom and guidance into our lives so we may expand and spread the Word to others. Send Your christal-clear energy to those that need spiritual nourishment. Please Dear Lord, hear our prayers.
Amen.
NRK
Tónlistarskólinn í Reykjavík
Barokktónlist
Kennari: Guðrún Óskarsdóttir
Sönglist barokktímans og nútímans
Nína Rúna Kvaran
16.nóvember 1999
Klassísk nútímatónlist er að flestu leyti byggð á tónlistariðkun 19.aldarinnar, í þeim skilningi að tónlist frá þeim tíma hefur verið flutt óslitið fram á okkar daga og menn hafa lagt sig fram við að skilja hana og læra af henni. Af þessum ástæðum eru túlkun og flutningur tónverka 19.aldar tónskálda í dag, að mestum líkindum nokkuð nálæg uppruna sínum.
Barokktónlist hefur aftur á móti átt í tilvistarkreppu og var í lengri tíma hreinlega lögð til hliðar sökum þess viðhorfs manna að barokkið væri úrelt og úr sér gengið. Ekki viðeigandi á tímum nýrra tónlistarstefna, annars konar tónsmíða, öðruvísi hljóðfæra, annars konar túlkunar og áherslna. Það var ekki fyrr en að Mendelssohn ,,endurvakti” barokkið með því að flytja Matteusarpassíu J.S.Bachs árið 1829, að þessi tónlist fór að fá uppreisn æru og vekja verðskuldaðan áhuga tónlistarfólks.
En vegna þess tíma sem barokktónlistin lá í gleymsku höfum við í dag ekki neina lifandi hefð fyrir því hvernig hún var samin, flutt, túlkuð eða ,,brúkuð” á annan hátt almennt. Hefur deilan um hvað sé ,,rangt og rétt” í þessum málum lifað góðu lífi í fjölda ára og enn hafa menn ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. En þó eru ákveðin atriði sem hægt er að geta sér til um með góðri samvisku, að hafi verið gerð á tiltekna vegu, því að þónokkrar heimildir hafa varðveist í formi kennslubóka, nótnahandrita og jafnvel spiladósa.
Í ritgerð þessari mun verður fjallað um sönglist nútímans í samanburði við sönglist barokktímans og reynt að sjá hvað hefur tekið breytingum og hvað hefur haldist óbreytt fram á okkar daga.
Tengsl texta og tóna eru að sjálfsögðu alltaf mikilvæg og skiptir þá engu máli frá hvaða tímum tónverkið er. Það er nauðsynlegt að tónskáldið hafi tilfinningu fyrir mikilvægi innihalds þess texta sem tónlistin er samin við, enda sýnir sú staðreynd að tónlistin er yfirleitt samin á eftir orðunum, vægi textans í öllum flutningi og túlkun. Tónskáldið Hugo Wolf hélt því statt og stöðugt fram að textinn væri tónlistinni ætíð æðri og undirstrikaði þá skoðun sína með því að hafa nafn ljóðskáldsins fyrir ofan sitt eigið á nótnablöðum sínum. Það skal látið ósagt hvort að tónskáld barokktímans hefðu verið þessu sammála, en það er þó nokkuð ljóst að undantekningalítið fóru menn eftir ákveðnum reglum í samtvinni texta og tóna sem núna í dag eru langt frá því að vera í eins föstum skorðum. Það verður hverjum manni ljóst sem skoðar söngtónlist frá barokktímanum að raddsviðið er mikið notað til þess að túlka breyttar aðstæður eða hugarfar. Thomas Morley skrifaði árið 1597 að þegar innihald texta vísaði til þess sorglega, jarðbundna, dimma o.s.frv. bæri tónskáldinu að láta laglínuna að sama skapi falla niður á dýpri svið raddarinnar. Ef um fegurð, ljós, gleði, guðdómleika o.s.frv. væri að ræða ætti laglínan að leita upp á við. Þessar andstæður sjást greinilega í nánast öllum söngverkum frá barokktímanum, hvort sem um kór-eða einsöng er að ræða (sjá fylgiblað I og II). Þessi regla er kannski ekki eins alráðandi í dag og hún var, en það er samt ekki hægt að segja annað en að hún eigi enn við. Að láta laglínu hækka eða lækka eftir innihaldi og lýsingum textans er okkur náttúrulegt, enda notum við hugtökin hátt og lágt, dimmt og bjart um svo margt sem við kemur okkar lífi og þá sérstaklega hughrifum okkar og geðbrigðum. Þessi andstæðunotkun var eitt af megin viðfangsefnum margra listamanna barokktímans, hvort sem það voru tónlistarmenn eða myndlistarmenn sem nýttu sér mismun ljóss og skugga. (sbr. Rembrandt). Einnig voru ómstríður oft notaðar til að leggja sérstaka áherslu á t.d. tilfinningar eins og angist eða örvæntingu (sjá fylgiblað I).
Af þessum sökum er hægt að ímynda sér hvort að það hafi ekki verið enn mikilvægara fyrir söngvara barokktímans að búa yfir miklu raddsviði heldur en söngvara í dag. Miðað við þessar áherslur er ekki erfitt að skilja að geldingasöngvarar hafi verið vinsælir á vissum tímabilum, enda gátu söngvarar eins og Farinelli náð hinu karlmannlega brjósttónasviði raddarinnar, hinu kvenlega efra sviði og hinum háu, klingjandi höfuðtónum.
Í dag nota tónskáld styrkleikamerki sem segja söngvaranum hvar dramatískar áherslur verksins eru, í mun meiri mæli en tíðkaðist á barokktímanum. Að öðru leyti þarf ekkert endilega að vera sýnilegt samhengi í lagrænni framvindu laglínunnar, hún getur jafnvel verið ,,atónal” ef mönnum sýnist svo. En á barokktímanum var það nokkuð fastskorðað að tónskáldið mótaði hendingar sínar og laglínu með það í huga að ná dramatískum hápunkti á viðeigandi stað miðað við textainnihald (sjá fylgiblað III). Hápunktur þessi var þá mjög oft einnig hæsta nóta laglínunnar (að sjálfsögðu eru undantekningar frá þessari reglu). Með þessu er ekki verið að reyna að halda því fram að nútímatónlist hafi engann hápunkt, það er hápunktur í allri tónlist þó að hann sé ekki endilega að hæsta skrifaða nótan. En burtséð frá því hvort að hápunkturinn var endilega hæsta nótan eða ekki, þá er það nokkuð ljóst að á eftir hápunkti kemur alltaf spennufall og erum við þá aftur komin að áðurnefndum andstæðum í barokk- tónlistinni. Notkun spennu og slökunar var afar mikilvæg og þá skipti engu hvort um söng eða aðra tónlist var að ræða.
Í barokknótnahandritum er frekar lítið um athugasemdir frá tónskáldunum sjálfum miðað við þau ósköp af merkingum, lýsingum og leiðbeiningum sem mörg seinni tíma tónskáld rita í nótur sínar. Menn hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir áralangar rannsóknir og vangaveltur að nótur hafi yfirleitt ekki verið spilaðar mjög bundið nema að tónskáldið hafi sett sérstaklega bogamerkingar við þær. Einnig efast menn stórlega um að ,,vibrato” hafi verið notað í eins auknum mæli og í dag gerist hjá t.d. strengjaleikurum og söngvurum, heldur hafi það helst verið notað til skrauts. Það getur vel verið að þessar niðurstöður séu réttar enda ekkert vandamál fyrir hljóðfæraleikara að spila ,,non legato”. Öðru máli gegnir um söngvara. Það væri hreint fáránlegt að halda því fram að söngvarar barokktímans hafi sungið allar nótur aðskildar, nema með örfáum undantekningum þegar bogar eru skrifaðir inn. Tilhugsunin um að heyra söngvara syngja á þann veg er hryllileg enda yrði það mjög ómúsíkalskur tónlistarflutningur. Söngröddin er og verður aldrei annað en söngrödd og þrátt fyrir að vissulega hafi söngtækni-og stíll breyst í aldanna rás, þá hefur mannsröddin væntanlega ekki tekið sömu stakkaskiptum og hljóðfæri hafa gert að gæðum og hljómi. Það er óhugsandi annað en að söngvarar barokktímans hafi sungið öðruvísi en með náttúrulegu og eðlilegu ,,legato” mannsraddarinnar, nema að sérstaklega hafi verið merkt inn á nóturnar að þær hafi átt að syngja með ,,staccato” eða litlum þögnum. Það er þá líklegast að þegar bogar hafa verið merktir inn í sönglaglínu hafi söngvarinn lagt áherslu á fyrstu nótuna með því að lengja hana örlítið og stytta þær sem á eftir komu hlutfallslega.
Í sambandi við ,,vibrato”notkun þá er ekki ólíklegt að hún hafi breyst í gegnum aldanna rás hjá söngvurum eins og strengjahljóðfæraleikurum. Nútíma óperu- söngvarar eru þekktir fyrir að syngja oft með miklu ,,vibrato” til þess að auka á ýmsar dramatískar áherslur enda er ekkert athugavert við það, óperustíllinn einkennist af mjög breiðum og leikrænum söng. Mörgum finnst reyndar nokkuð óhóf vera í þessum málum en það verður ekki reifað nánar hér. En að heyra þessa sömu óperusöngvara vinda kvæði sínu í kross og syngja t.d trúarlegar aríur frá barokktímanum, getur oft verið truflandi. Það virðist einhvern veginn ekki eiga heima í barokktónlistinni að nota mikið ,,vibrato”. Barokkhljóðfærin voru viðkvæmari og hljómminni en hljóðfæri í dag og það hefur væntanlega heyrst á tónlistarflutningnum. Það er líklegt að það sama hafi átt við um söngvara og strengjaleikara, að ,,vibrato” hafi notast sem skraut eins og í t.d. trillum. Þessarar staðreyndar verða nútímasöngvarar að taka tillit til með því að gæta hófs í söng sínum án þess að bæla niður túlkunargleðina. Það er óþarfi að syngja með kynþokkalausum en hreinum tón kontratenórsins (nema viðkomandi sé kontratenór) en einnig óþarfi að syngja með útsprengdu ,,vibrato” marga óperu- og ljóðasöngvara. Þetta er erfitt viðfangs og þess vegna ekkert skrýtið að margir söngvarar hreinlega sérhæfi sig í hinum ,,tæra” barokksöng (t.d. Emma Kirkby).
Í tímans rás hefur söngtækni karlraddarinnar breyst og þá er sérstaklega átt við tenórröddina. Í barokktónlist var ekkert eðlilegra en það að tenórsöngvari syngi sitt háa-c í falsettu, enda í raun óeðlilegt karlmannsröddinni að syngja svo hátt uppi. Í dag er tenórsöngvari ekki talinn ,,alvöru hetjutenór” nema að hann fari upp á háa-c á brjósttónunum, sem er nokkuð afrek fyrir karlmannsröddina. Slíkur tónn getur óneitanlega verið magnaður sé hann vel sunginn, en hitt er annað mál að þessi ,,hetjutenórsþráhyggja” nútíma óperuheimsins hefur valdið því að sumir tenórar fá hreinlega borgað bara fyrir að ná þessum háu tónum, og fá hvert aðalhlutverkið á fætur öðru þrátt fyrir að gæði leiks þeirra, sviðsframkomu og almennrar söngtækni sé oft stórlega ábótavant.
Margir kaflar úr tónverkum frá barokktímanum krefjast gífurlegrar öndunartækni. Þá er átt við t.d. hina ýmsu kóleratúrskala sem geta oft verið ansi hraðir og langir og gera ekki ráð fyrir neinni öndun (sjá fylgiblað IV). Stundum ná þeir hreinlega yfir heila síðu og það er gífurlega erfitt að ráða við suma þeirra án þess að anda inn á milli. Það er spurning hvort að barokksöngvarar hafi haft einhver stórkostleg öndunarleyndarmál sem gerðu þeim kleift að syngja langar hendingar án þess að anda. Sumir halda því fram að fólk á þessum tíma hafi almennt andað ,,réttar” heldur en við gerum í dag. Við sitjum oft daglangt við vinnu okkar, streitan getur verið mikil og hraðinn í samfélaginu líka. Aðalsfólki hér áður fyrr var kennt að bera sig vel og sitja hnarrreist og það er vitað mál að ef maður réttir úr sér og er beinn í baki verður öndunin ósjálfrátt betri. En líklegri skýring er kannski sú að söngvarar hafi ekki hugsað eins mikið um öndunina og gert er í dag. Söngkennsla í dag er mikið byggð á hinum ýmsu æfingum og öndunin skiptir þar miklu máli. Það má vel vera að öll þessi úthugsaða þindar-og öndunartækni sé komin út í öfgar og afleiðingarnar verði öfugar við það sem upphaflega var ætlast til. Stundum er bara betra að hugsa ekki of mikið um hlutina og þá koma þeir af sjálfum sér á náttúrulegan hátt.
Af ofangreindum íhugunum má sjá að það er margt sem hefur breyst í söngnum á undangengnum öldum. Söngurinn hefur eins og allt annað sköpunarverk mannsins, breyst, þroskast og þróast. Ýmsar tískusveiflur hafa haft áhrif á söngtæknina og söngvarar nútímans syngja á gífurlega fjölbreytilegan hátt, allt frá samanklemmdri raddbeitingu popp- og dægurlagasöngvara, til hins opna flæðis lærðra söngvara. Um þessa miklu söngflóru er ekkert nema gott að segja, söngurinn er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt og getum öll notið í einhverju formi. Hæfileikinn til þess að tjá hugsanir okkar með röddinni er mestu forréttindi sem okkur mönnunum hefur hlotnast og söngurinn er ekkert annað en hið talaða mál hafið upp í æðra veldi.
HEIMILDASKRÁ
Ingemar von Heijne, René Jacobs, Gunno Klingfors og Anders Öhrwall. Barockboken. Ab Carls Gerhmans Musikförlag. Stokkhólmi. 1985. Bls.13-80.
Glósur skrifaðar í barokktímum Guðrúnar Óskarsdóttur.
Nína Rúna Kvaran
við biðjum þig að hjálpa okkur að öðlast frið í hjarta og huga. Sendu hverju og einu okkar engill sem umvefur okkur með himneskri áru sinni og hjúpar okkur inn í guðdómalegan faðm sinn þannig að við finnum vernd Þína og umhyggju nærri sálu okkar. Hjálpaði okkur að reyna að feta á fótspor sonar þíns og verða friðarberar í þínu nafni hvert sem við förum, þannig að við megum skilja eftir okkur arfleifð elsku og kærleika.
Amen.
Jóna Rúna Kvaran
BÆN
Elskulegi Drottinn. Heyr bænir okkar sem áköllum þig af einlægni. Við biðjum þig um að styrkja okkur í öllum raunum og veita okkur aukna trú á tilvist vonarinnar. Við biðjum þig um að hjálpa okkur að verða að betri mönnum sem verða þeim sem minnimáttar eru til framdráttar. Hjálpa þú okkur að láta gott af okkur leiða og leið huga okkar frá sjálfhverfum hugsunarhætti og áhyggjum vegna þess sem er ekki á okkar færi að breyta. Umvefðu okkur hvítri Kristsorku sem myndar andlegan verndarhjúp okkur til stuðnings. Hjálpaðu okkur að elska nágranna okkar eins og við elskum sjálf okkur en líka læra að elska okkur sjálf án fordóma og niðurrifs.
Kæri Drottinn,
vaktu yfir okkur allar stundir og leyf okkur að framkvæma þannig að þú getir horft á okkur með velþóknun. Við biðjum þessa í einlægni og kærleika. Amen.
PRAYER
Dear Lord.
Here our prayers. We conceive them in our hearts most sincere. Help us to improve as human beings and be of positive use to others in Your sacred name. Please help us to help those that need help so desperately. Bring Your wisdom and guidance into our lives so we may expand and spread the Word to others. Send Your christal-clear energy to those that need spiritual nourishment. Please Dear Lord, hear our prayers.
Amen.
NRK
Tónlistarskólinn í Reykjavík
Barokktónlist
Kennari: Guðrún Óskarsdóttir
Sönglist barokktímans og nútímans
Nína Rúna Kvaran
16.nóvember 1999
Klassísk nútímatónlist er að flestu leyti byggð á tónlistariðkun 19.aldarinnar, í þeim skilningi að tónlist frá þeim tíma hefur verið flutt óslitið fram á okkar daga og menn hafa lagt sig fram við að skilja hana og læra af henni. Af þessum ástæðum eru túlkun og flutningur tónverka 19.aldar tónskálda í dag, að mestum líkindum nokkuð nálæg uppruna sínum.
Barokktónlist hefur aftur á móti átt í tilvistarkreppu og var í lengri tíma hreinlega lögð til hliðar sökum þess viðhorfs manna að barokkið væri úrelt og úr sér gengið. Ekki viðeigandi á tímum nýrra tónlistarstefna, annars konar tónsmíða, öðruvísi hljóðfæra, annars konar túlkunar og áherslna. Það var ekki fyrr en að Mendelssohn ,,endurvakti” barokkið með því að flytja Matteusarpassíu J.S.Bachs árið 1829, að þessi tónlist fór að fá uppreisn æru og vekja verðskuldaðan áhuga tónlistarfólks.
En vegna þess tíma sem barokktónlistin lá í gleymsku höfum við í dag ekki neina lifandi hefð fyrir því hvernig hún var samin, flutt, túlkuð eða ,,brúkuð” á annan hátt almennt. Hefur deilan um hvað sé ,,rangt og rétt” í þessum málum lifað góðu lífi í fjölda ára og enn hafa menn ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. En þó eru ákveðin atriði sem hægt er að geta sér til um með góðri samvisku, að hafi verið gerð á tiltekna vegu, því að þónokkrar heimildir hafa varðveist í formi kennslubóka, nótnahandrita og jafnvel spiladósa.
Í ritgerð þessari mun verður fjallað um sönglist nútímans í samanburði við sönglist barokktímans og reynt að sjá hvað hefur tekið breytingum og hvað hefur haldist óbreytt fram á okkar daga.
Tengsl texta og tóna eru að sjálfsögðu alltaf mikilvæg og skiptir þá engu máli frá hvaða tímum tónverkið er. Það er nauðsynlegt að tónskáldið hafi tilfinningu fyrir mikilvægi innihalds þess texta sem tónlistin er samin við, enda sýnir sú staðreynd að tónlistin er yfirleitt samin á eftir orðunum, vægi textans í öllum flutningi og túlkun. Tónskáldið Hugo Wolf hélt því statt og stöðugt fram að textinn væri tónlistinni ætíð æðri og undirstrikaði þá skoðun sína með því að hafa nafn ljóðskáldsins fyrir ofan sitt eigið á nótnablöðum sínum. Það skal látið ósagt hvort að tónskáld barokktímans hefðu verið þessu sammála, en það er þó nokkuð ljóst að undantekningalítið fóru menn eftir ákveðnum reglum í samtvinni texta og tóna sem núna í dag eru langt frá því að vera í eins föstum skorðum. Það verður hverjum manni ljóst sem skoðar söngtónlist frá barokktímanum að raddsviðið er mikið notað til þess að túlka breyttar aðstæður eða hugarfar. Thomas Morley skrifaði árið 1597 að þegar innihald texta vísaði til þess sorglega, jarðbundna, dimma o.s.frv. bæri tónskáldinu að láta laglínuna að sama skapi falla niður á dýpri svið raddarinnar. Ef um fegurð, ljós, gleði, guðdómleika o.s.frv. væri að ræða ætti laglínan að leita upp á við. Þessar andstæður sjást greinilega í nánast öllum söngverkum frá barokktímanum, hvort sem um kór-eða einsöng er að ræða (sjá fylgiblað I og II). Þessi regla er kannski ekki eins alráðandi í dag og hún var, en það er samt ekki hægt að segja annað en að hún eigi enn við. Að láta laglínu hækka eða lækka eftir innihaldi og lýsingum textans er okkur náttúrulegt, enda notum við hugtökin hátt og lágt, dimmt og bjart um svo margt sem við kemur okkar lífi og þá sérstaklega hughrifum okkar og geðbrigðum. Þessi andstæðunotkun var eitt af megin viðfangsefnum margra listamanna barokktímans, hvort sem það voru tónlistarmenn eða myndlistarmenn sem nýttu sér mismun ljóss og skugga. (sbr. Rembrandt). Einnig voru ómstríður oft notaðar til að leggja sérstaka áherslu á t.d. tilfinningar eins og angist eða örvæntingu (sjá fylgiblað I).
Af þessum sökum er hægt að ímynda sér hvort að það hafi ekki verið enn mikilvægara fyrir söngvara barokktímans að búa yfir miklu raddsviði heldur en söngvara í dag. Miðað við þessar áherslur er ekki erfitt að skilja að geldingasöngvarar hafi verið vinsælir á vissum tímabilum, enda gátu söngvarar eins og Farinelli náð hinu karlmannlega brjósttónasviði raddarinnar, hinu kvenlega efra sviði og hinum háu, klingjandi höfuðtónum.
Í dag nota tónskáld styrkleikamerki sem segja söngvaranum hvar dramatískar áherslur verksins eru, í mun meiri mæli en tíðkaðist á barokktímanum. Að öðru leyti þarf ekkert endilega að vera sýnilegt samhengi í lagrænni framvindu laglínunnar, hún getur jafnvel verið ,,atónal” ef mönnum sýnist svo. En á barokktímanum var það nokkuð fastskorðað að tónskáldið mótaði hendingar sínar og laglínu með það í huga að ná dramatískum hápunkti á viðeigandi stað miðað við textainnihald (sjá fylgiblað III). Hápunktur þessi var þá mjög oft einnig hæsta nóta laglínunnar (að sjálfsögðu eru undantekningar frá þessari reglu). Með þessu er ekki verið að reyna að halda því fram að nútímatónlist hafi engann hápunkt, það er hápunktur í allri tónlist þó að hann sé ekki endilega að hæsta skrifaða nótan. En burtséð frá því hvort að hápunkturinn var endilega hæsta nótan eða ekki, þá er það nokkuð ljóst að á eftir hápunkti kemur alltaf spennufall og erum við þá aftur komin að áðurnefndum andstæðum í barokk- tónlistinni. Notkun spennu og slökunar var afar mikilvæg og þá skipti engu hvort um söng eða aðra tónlist var að ræða.
Í barokknótnahandritum er frekar lítið um athugasemdir frá tónskáldunum sjálfum miðað við þau ósköp af merkingum, lýsingum og leiðbeiningum sem mörg seinni tíma tónskáld rita í nótur sínar. Menn hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir áralangar rannsóknir og vangaveltur að nótur hafi yfirleitt ekki verið spilaðar mjög bundið nema að tónskáldið hafi sett sérstaklega bogamerkingar við þær. Einnig efast menn stórlega um að ,,vibrato” hafi verið notað í eins auknum mæli og í dag gerist hjá t.d. strengjaleikurum og söngvurum, heldur hafi það helst verið notað til skrauts. Það getur vel verið að þessar niðurstöður séu réttar enda ekkert vandamál fyrir hljóðfæraleikara að spila ,,non legato”. Öðru máli gegnir um söngvara. Það væri hreint fáránlegt að halda því fram að söngvarar barokktímans hafi sungið allar nótur aðskildar, nema með örfáum undantekningum þegar bogar eru skrifaðir inn. Tilhugsunin um að heyra söngvara syngja á þann veg er hryllileg enda yrði það mjög ómúsíkalskur tónlistarflutningur. Söngröddin er og verður aldrei annað en söngrödd og þrátt fyrir að vissulega hafi söngtækni-og stíll breyst í aldanna rás, þá hefur mannsröddin væntanlega ekki tekið sömu stakkaskiptum og hljóðfæri hafa gert að gæðum og hljómi. Það er óhugsandi annað en að söngvarar barokktímans hafi sungið öðruvísi en með náttúrulegu og eðlilegu ,,legato” mannsraddarinnar, nema að sérstaklega hafi verið merkt inn á nóturnar að þær hafi átt að syngja með ,,staccato” eða litlum þögnum. Það er þá líklegast að þegar bogar hafa verið merktir inn í sönglaglínu hafi söngvarinn lagt áherslu á fyrstu nótuna með því að lengja hana örlítið og stytta þær sem á eftir komu hlutfallslega.
Í sambandi við ,,vibrato”notkun þá er ekki ólíklegt að hún hafi breyst í gegnum aldanna rás hjá söngvurum eins og strengjahljóðfæraleikurum. Nútíma óperu- söngvarar eru þekktir fyrir að syngja oft með miklu ,,vibrato” til þess að auka á ýmsar dramatískar áherslur enda er ekkert athugavert við það, óperustíllinn einkennist af mjög breiðum og leikrænum söng. Mörgum finnst reyndar nokkuð óhóf vera í þessum málum en það verður ekki reifað nánar hér. En að heyra þessa sömu óperusöngvara vinda kvæði sínu í kross og syngja t.d trúarlegar aríur frá barokktímanum, getur oft verið truflandi. Það virðist einhvern veginn ekki eiga heima í barokktónlistinni að nota mikið ,,vibrato”. Barokkhljóðfærin voru viðkvæmari og hljómminni en hljóðfæri í dag og það hefur væntanlega heyrst á tónlistarflutningnum. Það er líklegt að það sama hafi átt við um söngvara og strengjaleikara, að ,,vibrato” hafi notast sem skraut eins og í t.d. trillum. Þessarar staðreyndar verða nútímasöngvarar að taka tillit til með því að gæta hófs í söng sínum án þess að bæla niður túlkunargleðina. Það er óþarfi að syngja með kynþokkalausum en hreinum tón kontratenórsins (nema viðkomandi sé kontratenór) en einnig óþarfi að syngja með útsprengdu ,,vibrato” marga óperu- og ljóðasöngvara. Þetta er erfitt viðfangs og þess vegna ekkert skrýtið að margir söngvarar hreinlega sérhæfi sig í hinum ,,tæra” barokksöng (t.d. Emma Kirkby).
Í tímans rás hefur söngtækni karlraddarinnar breyst og þá er sérstaklega átt við tenórröddina. Í barokktónlist var ekkert eðlilegra en það að tenórsöngvari syngi sitt háa-c í falsettu, enda í raun óeðlilegt karlmannsröddinni að syngja svo hátt uppi. Í dag er tenórsöngvari ekki talinn ,,alvöru hetjutenór” nema að hann fari upp á háa-c á brjósttónunum, sem er nokkuð afrek fyrir karlmannsröddina. Slíkur tónn getur óneitanlega verið magnaður sé hann vel sunginn, en hitt er annað mál að þessi ,,hetjutenórsþráhyggja” nútíma óperuheimsins hefur valdið því að sumir tenórar fá hreinlega borgað bara fyrir að ná þessum háu tónum, og fá hvert aðalhlutverkið á fætur öðru þrátt fyrir að gæði leiks þeirra, sviðsframkomu og almennrar söngtækni sé oft stórlega ábótavant.
Margir kaflar úr tónverkum frá barokktímanum krefjast gífurlegrar öndunartækni. Þá er átt við t.d. hina ýmsu kóleratúrskala sem geta oft verið ansi hraðir og langir og gera ekki ráð fyrir neinni öndun (sjá fylgiblað IV). Stundum ná þeir hreinlega yfir heila síðu og það er gífurlega erfitt að ráða við suma þeirra án þess að anda inn á milli. Það er spurning hvort að barokksöngvarar hafi haft einhver stórkostleg öndunarleyndarmál sem gerðu þeim kleift að syngja langar hendingar án þess að anda. Sumir halda því fram að fólk á þessum tíma hafi almennt andað ,,réttar” heldur en við gerum í dag. Við sitjum oft daglangt við vinnu okkar, streitan getur verið mikil og hraðinn í samfélaginu líka. Aðalsfólki hér áður fyrr var kennt að bera sig vel og sitja hnarrreist og það er vitað mál að ef maður réttir úr sér og er beinn í baki verður öndunin ósjálfrátt betri. En líklegri skýring er kannski sú að söngvarar hafi ekki hugsað eins mikið um öndunina og gert er í dag. Söngkennsla í dag er mikið byggð á hinum ýmsu æfingum og öndunin skiptir þar miklu máli. Það má vel vera að öll þessi úthugsaða þindar-og öndunartækni sé komin út í öfgar og afleiðingarnar verði öfugar við það sem upphaflega var ætlast til. Stundum er bara betra að hugsa ekki of mikið um hlutina og þá koma þeir af sjálfum sér á náttúrulegan hátt.
Af ofangreindum íhugunum má sjá að það er margt sem hefur breyst í söngnum á undangengnum öldum. Söngurinn hefur eins og allt annað sköpunarverk mannsins, breyst, þroskast og þróast. Ýmsar tískusveiflur hafa haft áhrif á söngtæknina og söngvarar nútímans syngja á gífurlega fjölbreytilegan hátt, allt frá samanklemmdri raddbeitingu popp- og dægurlagasöngvara, til hins opna flæðis lærðra söngvara. Um þessa miklu söngflóru er ekkert nema gott að segja, söngurinn er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt og getum öll notið í einhverju formi. Hæfileikinn til þess að tjá hugsanir okkar með röddinni er mestu forréttindi sem okkur mönnunum hefur hlotnast og söngurinn er ekkert annað en hið talaða mál hafið upp í æðra veldi.
HEIMILDASKRÁ
Ingemar von Heijne, René Jacobs, Gunno Klingfors og Anders Öhrwall. Barockboken. Ab Carls Gerhmans Musikförlag. Stokkhólmi. 1985. Bls.13-80.
Glósur skrifaðar í barokktímum Guðrúnar Óskarsdóttur.
Nína Rúna Kvaran
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home